Skagfirðingasveit segist svikin um níu milljónir króna Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2024 11:56 Björgunarsveitin Skagfirðingasveit hafði lengi stefnt að því að eignast Zodiak-bát. Sveitin fékk styrk frá FISK og draumurinn var að rætast en þau lentu í svikahröppum. Svo virðist sem þeir hjá Sportbátum stundi að fá greitt fyrir vörurnar en afhenda þær ekki. Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit segir fyrirtækið hafa svikið sig um andvirði hálfs Zodiak-báts og tæki samanlagt að andvirði níu milljóna. Skagfirðingasveit hafði safnað fyrir bátnum lengi og náði fyrir ári síðan þeim merka áfanga að fá styrk frá sjávarútvegsfyrirtækinu FISK fyrir harðbotna báti, óskráningaskyldum. „Mikil hátíð var hjá félögum og stofnaður hópur sem valdi bátinn og kom með tillögur að öllum aukabúnaði og slíkt. Fyrir valinu varð Aka Marine, undirtegund hjá Zodiak,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Við fengum tilboð hjá Sportbátum (Knarrarvogur ehf) og pöntuðum bátinn. Við pöntun greiddum við helming kaupverðs, eða 7.500.000.-. Mánuði síðar greiddum við 1.544.000.- fyrir tæki í bátinn sem versla átti innanlands. Samtals greiddum við kr. 9.044.000.- Stutta sagan er sú að enginn bátur var pantaður og engin tæki voru sótt eða greidd. Skagfirðingasveit var því féflétt af eiganda fyrirtækisins um samtals 9 milljónir. Já, hann lagðist svo lágt!“ Þetta er það sem upp kemur þegar reynt er að fá upplýsingar um Zodiak-báta hjá fyrirtækinu Sportbátum, á heimasíðunni sportbatar.is. Síðan var virk í gær en virðist nú liggja niðri. Hafdís Einarsdóttir er formaður sveitarinnar og hún segir ótrúlega sorglegt að lenda í svona fyrir sjálfboðaliðasamtök. „En fyrst og fremst viljum við koma þessum skilaboðum áleiðis til að minnka líkurnar á að fleiri lendi í þessu,“ sagir Hafdís í samtali við Vísi. Margir hafa sett sig í samband við hana eftir að þessi ósvífnu svik fóru að spyrjast og hefur hún heimildir fyrir því að slóðin liggi eftir fyrirtækið Sportbáta. Enn sé reynt að selja báta í gegnum heimasíðuna og Facebook-síðu fyrirtækisins. Þá reyni forsvarsmaður fyrirtækisins enn að telja fólki trú um að bátarnir séu á leiðinni til landsins. Þau séu hins vegar með það staðfest að Zodiac hafi hætt viðskiptum við Sportbáta. Þar svaraði ekki þegar Vísir reyndi að ná tali af forvígismönnum fyrirtækisins. Að sögn Hafdísar eru lögmenn björgunarsveitanna komnir í málið fyrir hönd sveitarinnar en ljóst sé að tapið hjá Skagfirðingasveit sé gríðarstórt og mikið högg. „Fyrir sjálfboðaliða, jafnt fjárhagslega sem andlega en við ætlum ekki að gefast upp - við ætlum að fá bát til að efla sjóbjörgun á firðinum, sama hvernig við förum að því.“ Eftir því sem fréttastofa kemst næst þá var félagið Knarrvogur ehf., sem rekur Sportbáta, úrskurðað gjaldþrota þann 18. janúar síðastliðinn. Sigurður Lúther Gestsson og Svanhildur Ingibjörnsdóttir eru skráð fyrir fyrirtækinu. Ekki náðist í þau við vinnslu fréttarinnar. Lögreglumál Björgunarsveitir Skagafjörður Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Skagfirðingasveit hafði safnað fyrir bátnum lengi og náði fyrir ári síðan þeim merka áfanga að fá styrk frá sjávarútvegsfyrirtækinu FISK fyrir harðbotna báti, óskráningaskyldum. „Mikil hátíð var hjá félögum og stofnaður hópur sem valdi bátinn og kom með tillögur að öllum aukabúnaði og slíkt. Fyrir valinu varð Aka Marine, undirtegund hjá Zodiak,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Við fengum tilboð hjá Sportbátum (Knarrarvogur ehf) og pöntuðum bátinn. Við pöntun greiddum við helming kaupverðs, eða 7.500.000.-. Mánuði síðar greiddum við 1.544.000.- fyrir tæki í bátinn sem versla átti innanlands. Samtals greiddum við kr. 9.044.000.- Stutta sagan er sú að enginn bátur var pantaður og engin tæki voru sótt eða greidd. Skagfirðingasveit var því féflétt af eiganda fyrirtækisins um samtals 9 milljónir. Já, hann lagðist svo lágt!“ Þetta er það sem upp kemur þegar reynt er að fá upplýsingar um Zodiak-báta hjá fyrirtækinu Sportbátum, á heimasíðunni sportbatar.is. Síðan var virk í gær en virðist nú liggja niðri. Hafdís Einarsdóttir er formaður sveitarinnar og hún segir ótrúlega sorglegt að lenda í svona fyrir sjálfboðaliðasamtök. „En fyrst og fremst viljum við koma þessum skilaboðum áleiðis til að minnka líkurnar á að fleiri lendi í þessu,“ sagir Hafdís í samtali við Vísi. Margir hafa sett sig í samband við hana eftir að þessi ósvífnu svik fóru að spyrjast og hefur hún heimildir fyrir því að slóðin liggi eftir fyrirtækið Sportbáta. Enn sé reynt að selja báta í gegnum heimasíðuna og Facebook-síðu fyrirtækisins. Þá reyni forsvarsmaður fyrirtækisins enn að telja fólki trú um að bátarnir séu á leiðinni til landsins. Þau séu hins vegar með það staðfest að Zodiac hafi hætt viðskiptum við Sportbáta. Þar svaraði ekki þegar Vísir reyndi að ná tali af forvígismönnum fyrirtækisins. Að sögn Hafdísar eru lögmenn björgunarsveitanna komnir í málið fyrir hönd sveitarinnar en ljóst sé að tapið hjá Skagfirðingasveit sé gríðarstórt og mikið högg. „Fyrir sjálfboðaliða, jafnt fjárhagslega sem andlega en við ætlum ekki að gefast upp - við ætlum að fá bát til að efla sjóbjörgun á firðinum, sama hvernig við förum að því.“ Eftir því sem fréttastofa kemst næst þá var félagið Knarrvogur ehf., sem rekur Sportbáta, úrskurðað gjaldþrota þann 18. janúar síðastliðinn. Sigurður Lúther Gestsson og Svanhildur Ingibjörnsdóttir eru skráð fyrir fyrirtækinu. Ekki náðist í þau við vinnslu fréttarinnar.
Lögreglumál Björgunarsveitir Skagafjörður Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira