Guðrún Karítas fjórða í öllum Bandaríkjunum eftir hrinu Íslandsmeta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 10:31 Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir er 21 árs gömul og hún er á sínu þriðja ári í Virginia Commonwealth University, @vcutracknxc) ÍR-ingurinn Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir er að gera frábæra hluti á þessu tímabili í háskólakeppninni í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum. Hún hefur margbætt Íslandsmetið á árinu 2024. Guðrún Karítas er 21 árs gömul og hún er á sínu þriðja ári í Virginia Commonwealth University, VCU, sem er skóli í Richmond í Virginíu fylki á austurströnd Bandaríkjanna. Það er óhætt að segja að hún sé að blómstra á þessu tímabili í íþrótt sinni að kasta 9,08 kílóa lóði. Guðrún Karítas kastar síðan sleggju á sumrin. Guðrún Karítas hefur sett Íslandsmet í lóðakasti á þremur síðustu helgum og alls bætt gamla metið sitt um meira en 2,4 metra á aðeins nokkrum vikum. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Guðrún byrjaði á því að kasta fjórum sinnum yfir gamla Íslandsmetinu á fyrsta mótinu. Lengsta kastið hennar var 20,37 metrar en gamla metið frá árinu 2023 var 20,03 metrar. Á því næsta kastaði hún 21,87 metra og bætti þar því metið um einn og hálfan metra. Hún bar sigur úr býtum á því móti. Guðrún Karítas keppti síðan á Doc Hale VT Meet í Blacksburg, Virginia um síðustu helgi og bætti þá eigið met enn og aftur sem gerir þetta enn og aftur að besta árangri í lóðkasti kvenna frá upphafi.Hún kastaði lóðinu 22,44 metra en það er rúmlega hálfs metra bæting hjá Guðrúnu og dugði henni til sigurs á mótinu. Hún er að sjálfsögðu að bæta skólametið hjá VCU í leiðinni.Með þessum árangri komst Guðrún líka upp í fjórða sætið yfir besta árangurinn í lóðakasti í háskólakeppninni í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum. Skólinn hennar segir frá þessu á heimasíðu sinni. View this post on Instagram A post shared by VCU Track & XC (@vcutracknxc) Frjálsar íþróttir Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Sjá meira
Guðrún Karítas er 21 árs gömul og hún er á sínu þriðja ári í Virginia Commonwealth University, VCU, sem er skóli í Richmond í Virginíu fylki á austurströnd Bandaríkjanna. Það er óhætt að segja að hún sé að blómstra á þessu tímabili í íþrótt sinni að kasta 9,08 kílóa lóði. Guðrún Karítas kastar síðan sleggju á sumrin. Guðrún Karítas hefur sett Íslandsmet í lóðakasti á þremur síðustu helgum og alls bætt gamla metið sitt um meira en 2,4 metra á aðeins nokkrum vikum. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Guðrún byrjaði á því að kasta fjórum sinnum yfir gamla Íslandsmetinu á fyrsta mótinu. Lengsta kastið hennar var 20,37 metrar en gamla metið frá árinu 2023 var 20,03 metrar. Á því næsta kastaði hún 21,87 metra og bætti þar því metið um einn og hálfan metra. Hún bar sigur úr býtum á því móti. Guðrún Karítas keppti síðan á Doc Hale VT Meet í Blacksburg, Virginia um síðustu helgi og bætti þá eigið met enn og aftur sem gerir þetta enn og aftur að besta árangri í lóðkasti kvenna frá upphafi.Hún kastaði lóðinu 22,44 metra en það er rúmlega hálfs metra bæting hjá Guðrúnu og dugði henni til sigurs á mótinu. Hún er að sjálfsögðu að bæta skólametið hjá VCU í leiðinni.Með þessum árangri komst Guðrún líka upp í fjórða sætið yfir besta árangurinn í lóðakasti í háskólakeppninni í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum. Skólinn hennar segir frá þessu á heimasíðu sinni. View this post on Instagram A post shared by VCU Track & XC (@vcutracknxc)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Sjá meira