„Skemmtilegasta Íslandsmetið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 12:31 Baldvin Þór Magnússon var nýlentur á Íslandi eftir ferðalag frá Afríku en hljóp frábærlega á Reykjavíkurleikunum. FRÍ Baldvin Þór Magnússon sló 44 ára gamalt Íslandsmet um helgina. Hann dvaldi á dögunum í mánuð í Kenýa og stundaði þar svokallaðar háfjallaloftsæfingar. Baldvin var þarna að slá enn eitt Íslandsmetið en hann sló met Jóns Diðrikssonar í 1500 metra hlaupi innanhúss sem var frá árinu 1980. Baldvin bætti metið um fjórar sekúndur. Aldrei slegið met áður á Íslandi „Það var alveg ótrúlega gaman og ég myndi segja að þetta væri skemmtilegasta Íslandsmetið sem ég er búinn að ná. Þetta var á Íslandi og ég hef aldrei áður slegið Íslandsmet á Íslandi,“ sagði Baldvin Þór Magnússon í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Ég hef aldrei fengið svona mikla athygli eða svona mikið gert með það. Það var gert stórt mál úr því í höllinni. Það var ótrúlega gaman og mjög sætt að ná sigrinum líka,“ sagði Baldvin. Hann hefur þó hlaupið hraðar utanhúss. „Ég hef hlaupið á 3.40 en það er mjög gott að byrja á 3.41 svona snemma á tímabilinu af því að ég er ekki búinn að taka eins mikið af 1500 metra æfingum og ég hafði gert þegar ég hljóp á 3.40. Það er mjög gott að vera í svona standi svona snemma,“ sagði Baldvin. „Ég var mjög heppinn með að það var mjög góð keppni í hlaupinu og ég þurfti ekki að hugsa það mikið um tímann. Á síðustu fimm hundruð metrunum var markmiðið bara að vinna. Tíminn myndi redda sér sjálfur ef ég myndi vinna,“ sagði Baldvin. Var í 2400 metra hæð Hann er nýkominn aftur til Íslands eftir að hafa verið í æfingabúðum í fjöllunum í Kenía. „Ég var í 2400 metra hæð allan janúar í Kenía. Pælingin með því að vera svona hátt uppi er að það er minna súrefni og þynnra loft. Það eykur rauðu blóðkornin að vera hlaupa og sofa í svona þunnu lofti,“ sagði Baldvin. „Það er allt erfiðara. Æfingarnar eru erfiðari og þær eru aðeins hægari. Ég gat tekið meira af æfingum og við vorum að gera það. Ég var að taka þrjár til fjórar gæðaæfingar í viku en ég myndi vanalega bara taka þrjár niðri,“ sagði Baldvin. „Ég náði að æfa mjög vel þarna uppi og var alveg á mörkunum hvað ég get æft mikið. Þetta voru mjög góðar æfingabúðir,“ sagði Baldvin. Mót í Frakklandi og Noregi Hann setur stefnuna á það að komast inn á Ólympíuleikana í París í sumar. „Ég er að keppa í Frakklandi á föstudaginn og svo í Noregi á sunnudaginn. Utanhússtímabilið byrjar í maí og það nær fram yfir Ólympíuleikana. Markmiðið er að komast á EM í júní en ég myndi þurfa að ná lágmarkinu fyrir það í maí,“ sagði Baldvin. „Svo vonandi að komast á Ólympíuleikana með því. Ég þarf þá að bæta mig en ég tel að það séu mjög góðar líkur á því að ég geri það. Ég er að æfa mjög vel og er mjög sáttur með hvernig allt gengur núna. Það kemur síðan allt í ljós á næstu vikum í hvernig formi ég er. Það skiptir líka máli hvernig aðrir hlaupa út um allan heim,“ sagði Baldvin. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Sjá meira
Baldvin var þarna að slá enn eitt Íslandsmetið en hann sló met Jóns Diðrikssonar í 1500 metra hlaupi innanhúss sem var frá árinu 1980. Baldvin bætti metið um fjórar sekúndur. Aldrei slegið met áður á Íslandi „Það var alveg ótrúlega gaman og ég myndi segja að þetta væri skemmtilegasta Íslandsmetið sem ég er búinn að ná. Þetta var á Íslandi og ég hef aldrei áður slegið Íslandsmet á Íslandi,“ sagði Baldvin Þór Magnússon í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Ég hef aldrei fengið svona mikla athygli eða svona mikið gert með það. Það var gert stórt mál úr því í höllinni. Það var ótrúlega gaman og mjög sætt að ná sigrinum líka,“ sagði Baldvin. Hann hefur þó hlaupið hraðar utanhúss. „Ég hef hlaupið á 3.40 en það er mjög gott að byrja á 3.41 svona snemma á tímabilinu af því að ég er ekki búinn að taka eins mikið af 1500 metra æfingum og ég hafði gert þegar ég hljóp á 3.40. Það er mjög gott að vera í svona standi svona snemma,“ sagði Baldvin. „Ég var mjög heppinn með að það var mjög góð keppni í hlaupinu og ég þurfti ekki að hugsa það mikið um tímann. Á síðustu fimm hundruð metrunum var markmiðið bara að vinna. Tíminn myndi redda sér sjálfur ef ég myndi vinna,“ sagði Baldvin. Var í 2400 metra hæð Hann er nýkominn aftur til Íslands eftir að hafa verið í æfingabúðum í fjöllunum í Kenía. „Ég var í 2400 metra hæð allan janúar í Kenía. Pælingin með því að vera svona hátt uppi er að það er minna súrefni og þynnra loft. Það eykur rauðu blóðkornin að vera hlaupa og sofa í svona þunnu lofti,“ sagði Baldvin. „Það er allt erfiðara. Æfingarnar eru erfiðari og þær eru aðeins hægari. Ég gat tekið meira af æfingum og við vorum að gera það. Ég var að taka þrjár til fjórar gæðaæfingar í viku en ég myndi vanalega bara taka þrjár niðri,“ sagði Baldvin. „Ég náði að æfa mjög vel þarna uppi og var alveg á mörkunum hvað ég get æft mikið. Þetta voru mjög góðar æfingabúðir,“ sagði Baldvin. Mót í Frakklandi og Noregi Hann setur stefnuna á það að komast inn á Ólympíuleikana í París í sumar. „Ég er að keppa í Frakklandi á föstudaginn og svo í Noregi á sunnudaginn. Utanhússtímabilið byrjar í maí og það nær fram yfir Ólympíuleikana. Markmiðið er að komast á EM í júní en ég myndi þurfa að ná lágmarkinu fyrir það í maí,“ sagði Baldvin. „Svo vonandi að komast á Ólympíuleikana með því. Ég þarf þá að bæta mig en ég tel að það séu mjög góðar líkur á því að ég geri það. Ég er að æfa mjög vel og er mjög sáttur með hvernig allt gengur núna. Það kemur síðan allt í ljós á næstu vikum í hvernig formi ég er. Það skiptir líka máli hvernig aðrir hlaupa út um allan heim,“ sagði Baldvin. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Sjá meira