„Ég held að fólk ætti að reyna að setja sig í þessi spor“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 11:03 Mynd af Taylor Swift sem búin er til með einföldu og aðgengilegu gervigreindarforriti. Kynferðislegar gervigreindarmyndir af henni af svipuðum toga vöktu marga til umhugsunar í síðustu viku. Kynferðislegar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Tæknin hefur þróast á ógnarhraða síðustu misseri og hver sem er getur í raun beitt henni. Talskona Stígamóta segir nýjan veruleika blasa við. Mál Taylor Swift, einnar alskærustu stjörnu hins vestræna heims um þessar mundir, vakti mikla athygli nú um mánaðamótin. Niðurstöður rannsóknar á uppruna myndanna voru birtar í fyrradag - flest bendir til þess að þær megi rekja til áskorunar sem gekk milli notenda á vefsíðunni 4Chan, spjallborði þar sem ýmislegt misjafnt hefur grasserað gegnum tíðina. Brot úr umfjöllun Íslands í dag um stafrænt kynferðisofbeldi og gervigreind má horfa á hér fyrir neðan. Notendur hafi þar skorað hver á annan að búa til kynferðislegar og ofbeldisfullar myndir af frægum konum, þar á meðal Swift, með gervigreindarforritum á borð við DALL-E og Microsoft Designer. Þetta eru forrit sem sem opin eru öllum og afar auðvelt er að nota. Drífa Snædal talskona Stígamóta segir málið birtingarmynd nýs og óhugnanlegs veruleika. „Já, ég reikna með því, við vitum að allar framfarir í tækni, klámiðnaðurinn er fljótur að tileinka sér þær. Líka þeir sem vilja beita annað fólk ofbeldi eða einelti. Þannig að það má búast við því. Við vitum öll hvernig okkur varð við þegar við sáum Hemma Gunn birtast lifandi í áramótaskaupinu, það fékk á suma og vakti marga til umhugsunar. Ég held að fólk ætti að reyna að setja sig í þessi spor, að það séu allt í einu komnar nektarmyndir af þér, vídjó, eða klámmyndbönd. Við myndum skilgreina það sem ofbeldi, að birta slíkt.“ Gervigreind Hollywood Kynferðisofbeldi Ísland í dag Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Nektarmyndir af Swift skapaðar af gervigreind í dreifingu Klámfengnar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, dreifðust eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjanna hafa síðan gert ákall eftir löggjöf gegn fölsuðu myndefni af þessu tagi. 27. janúar 2024 12:14 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Sjá meira
Mál Taylor Swift, einnar alskærustu stjörnu hins vestræna heims um þessar mundir, vakti mikla athygli nú um mánaðamótin. Niðurstöður rannsóknar á uppruna myndanna voru birtar í fyrradag - flest bendir til þess að þær megi rekja til áskorunar sem gekk milli notenda á vefsíðunni 4Chan, spjallborði þar sem ýmislegt misjafnt hefur grasserað gegnum tíðina. Brot úr umfjöllun Íslands í dag um stafrænt kynferðisofbeldi og gervigreind má horfa á hér fyrir neðan. Notendur hafi þar skorað hver á annan að búa til kynferðislegar og ofbeldisfullar myndir af frægum konum, þar á meðal Swift, með gervigreindarforritum á borð við DALL-E og Microsoft Designer. Þetta eru forrit sem sem opin eru öllum og afar auðvelt er að nota. Drífa Snædal talskona Stígamóta segir málið birtingarmynd nýs og óhugnanlegs veruleika. „Já, ég reikna með því, við vitum að allar framfarir í tækni, klámiðnaðurinn er fljótur að tileinka sér þær. Líka þeir sem vilja beita annað fólk ofbeldi eða einelti. Þannig að það má búast við því. Við vitum öll hvernig okkur varð við þegar við sáum Hemma Gunn birtast lifandi í áramótaskaupinu, það fékk á suma og vakti marga til umhugsunar. Ég held að fólk ætti að reyna að setja sig í þessi spor, að það séu allt í einu komnar nektarmyndir af þér, vídjó, eða klámmyndbönd. Við myndum skilgreina það sem ofbeldi, að birta slíkt.“
Gervigreind Hollywood Kynferðisofbeldi Ísland í dag Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Nektarmyndir af Swift skapaðar af gervigreind í dreifingu Klámfengnar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, dreifðust eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjanna hafa síðan gert ákall eftir löggjöf gegn fölsuðu myndefni af þessu tagi. 27. janúar 2024 12:14 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Sjá meira
Nektarmyndir af Swift skapaðar af gervigreind í dreifingu Klámfengnar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, dreifðust eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjanna hafa síðan gert ákall eftir löggjöf gegn fölsuðu myndefni af þessu tagi. 27. janúar 2024 12:14