Samgöngumál í Mýrdal Þórir N. Kjartansson skrifar 8. febrúar 2024 09:30 Þann 29. janúar s.l. rann út frestur til að gera athugasemdir til Skipulagsstofnunar vegna umhverfisskýrslu VSÓ um breytta veglínu í Mýrdal. Í þessu ferli kom mest á óvart það ótrúlega útspil Vegagerðarinnar að mæla með ,,valkosti 4 og/eða 4b” sem framtíðarvegi um mið-Mýrdalinn en ekki þeim láglendisvegi sem hefur verið inni á skipulagi sveitarfélagsins frá árinu 2012. Nánast hver einasti maður sem þekkir hér til skilur hvorki upp né niður í þessari ákvörðun, enda þjónar hún í engu þeim markmiðum sem Vegagerðin sjálf setur sér og á að vinna eftir við nýlagnir vega. Þá var sveitarstjórn fyrir löngu búin að gera fulltrúum Vegagerðarinnar það ljóst að fyrir þessari leið yrði aldrei gefið framkvæmdaleyfi. Það væri í hæsta máta eðlilegt af forstjóra Vegagerðarinnar að rannsaka hvaða starfsmenn stofnunarinnar hafa talað fyrir þessari niðurstöðu og fengið því ráðið að hún skyldi verða fyrir valinu og skoða ofan í kjölinn hvort einhver ófagleg sjónarmið liggi þar að baki. Matsáætlun og umhverfisskýrsla kostuðu litlar 105 milljónir og þar af fóru fimmtíu í rannsóknir. Rannsóknir sem felast t.d. í því að skoða og greina grasstrá og telja fugla og fuglahreiður sem hugsanlega gætu verið nálægt væntanlegri veglínu ásamt því að skríða um austurhlíðar Reynisfjalls og telja brekkubobbana sem þar halda sig og gleymum ekki hornsílatalningunni í ársprænunum sem renna í Dyrhólaós. Menningarminjar eru víða að finna og meira að segja gæti einn eða tveir gamlir kálgarðar okkar Víkurbúa austan Reynisfjalls orðið fyrir raski vegna þessa nýja vegar. Út frá þessum rannsóknum er svo dregin upp kolsvört mynd af því hvernig þessi hugsanlegi vegur gæti haft óafturkræf umhverfisáhrif á allt lífríki og ásýnd svæðisins. Það væri kannski eðlilegra að meira væri litið til þess að vegfarendur komist heilir á húfi úr umferðinni á áfangastað og út frá því ætti Vegagerðin fyrst og fremst að byggja sínar ákvarðanir. Flækjustigið í kringum þessi umhverfismál þar sem eitthvað á að framkvæma er komið langt út fyrir öll eðlileg mörk. Ég óttast að þessi yfirdrifni hræðsluáróður sem allstaðar er orðinn í kringum allar verklegar framkvæmdir sé kominn svo langt út yfir alla skynsemi að fólki ofbjóði og það fari að snúast gegn því góða málefni, sem eðlileg náttúruvernd er. Með nokkrum sanni má segja að núverandi vegakerfi á Íslandi sé að mestu byggt upp á s.l. sjötíu árum og ekki annað að heyra en um það ríki sátt og engar kvartanir heyrast um að það sé stórfelld skemmd eða lýti á náttúrunni. Væri verið að byrja á sama verkefni núna, myndi það örugglega ekki taka minna en sjö hundruð ár með núverandi kúnstum og flækjustigi. Nú er orðið meira en mál að ganga í málið og hrinda í framkvæmd því sem okkur Mýrdælingum voru gefin fyrirheit um fyrir fjörutíu árum, þegar Dyrhólahreppur og Hvammshreppur voru sameinaðir í einn hrepp, að greiða fyrir samgöngum í þessu nýja sveitarfélagi með göngum undir Reynisfjall. Og nú er enn meira undir, umferðin hefur margfaldast, stórir fólksflutningabílar og erlendir ökumenn sem lítt kunna á vetrarakstur fara hér um í þúsundatali auk þess sem nánast allir fraktflutningar hingað og alla leið á Egilsstaði fara hér í gegn. Nú liggur fyrir Alþingi ný samgönguáætlun og gott tækifæri fyrir þingmenn Suðurlands að sýna hvað í þeim býr, með því að setja þessa mikilvægu og arðsömu samgöngubót í fyrsta sæti á eftir þegar ákveðnum vegaframkvæmdum við þjóðveg eitt á Suðurlandi Höfundur býr í Vík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mýrdalshreppur Samgöngur Vegagerð Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þann 29. janúar s.l. rann út frestur til að gera athugasemdir til Skipulagsstofnunar vegna umhverfisskýrslu VSÓ um breytta veglínu í Mýrdal. Í þessu ferli kom mest á óvart það ótrúlega útspil Vegagerðarinnar að mæla með ,,valkosti 4 og/eða 4b” sem framtíðarvegi um mið-Mýrdalinn en ekki þeim láglendisvegi sem hefur verið inni á skipulagi sveitarfélagsins frá árinu 2012. Nánast hver einasti maður sem þekkir hér til skilur hvorki upp né niður í þessari ákvörðun, enda þjónar hún í engu þeim markmiðum sem Vegagerðin sjálf setur sér og á að vinna eftir við nýlagnir vega. Þá var sveitarstjórn fyrir löngu búin að gera fulltrúum Vegagerðarinnar það ljóst að fyrir þessari leið yrði aldrei gefið framkvæmdaleyfi. Það væri í hæsta máta eðlilegt af forstjóra Vegagerðarinnar að rannsaka hvaða starfsmenn stofnunarinnar hafa talað fyrir þessari niðurstöðu og fengið því ráðið að hún skyldi verða fyrir valinu og skoða ofan í kjölinn hvort einhver ófagleg sjónarmið liggi þar að baki. Matsáætlun og umhverfisskýrsla kostuðu litlar 105 milljónir og þar af fóru fimmtíu í rannsóknir. Rannsóknir sem felast t.d. í því að skoða og greina grasstrá og telja fugla og fuglahreiður sem hugsanlega gætu verið nálægt væntanlegri veglínu ásamt því að skríða um austurhlíðar Reynisfjalls og telja brekkubobbana sem þar halda sig og gleymum ekki hornsílatalningunni í ársprænunum sem renna í Dyrhólaós. Menningarminjar eru víða að finna og meira að segja gæti einn eða tveir gamlir kálgarðar okkar Víkurbúa austan Reynisfjalls orðið fyrir raski vegna þessa nýja vegar. Út frá þessum rannsóknum er svo dregin upp kolsvört mynd af því hvernig þessi hugsanlegi vegur gæti haft óafturkræf umhverfisáhrif á allt lífríki og ásýnd svæðisins. Það væri kannski eðlilegra að meira væri litið til þess að vegfarendur komist heilir á húfi úr umferðinni á áfangastað og út frá því ætti Vegagerðin fyrst og fremst að byggja sínar ákvarðanir. Flækjustigið í kringum þessi umhverfismál þar sem eitthvað á að framkvæma er komið langt út fyrir öll eðlileg mörk. Ég óttast að þessi yfirdrifni hræðsluáróður sem allstaðar er orðinn í kringum allar verklegar framkvæmdir sé kominn svo langt út yfir alla skynsemi að fólki ofbjóði og það fari að snúast gegn því góða málefni, sem eðlileg náttúruvernd er. Með nokkrum sanni má segja að núverandi vegakerfi á Íslandi sé að mestu byggt upp á s.l. sjötíu árum og ekki annað að heyra en um það ríki sátt og engar kvartanir heyrast um að það sé stórfelld skemmd eða lýti á náttúrunni. Væri verið að byrja á sama verkefni núna, myndi það örugglega ekki taka minna en sjö hundruð ár með núverandi kúnstum og flækjustigi. Nú er orðið meira en mál að ganga í málið og hrinda í framkvæmd því sem okkur Mýrdælingum voru gefin fyrirheit um fyrir fjörutíu árum, þegar Dyrhólahreppur og Hvammshreppur voru sameinaðir í einn hrepp, að greiða fyrir samgöngum í þessu nýja sveitarfélagi með göngum undir Reynisfjall. Og nú er enn meira undir, umferðin hefur margfaldast, stórir fólksflutningabílar og erlendir ökumenn sem lítt kunna á vetrarakstur fara hér um í þúsundatali auk þess sem nánast allir fraktflutningar hingað og alla leið á Egilsstaði fara hér í gegn. Nú liggur fyrir Alþingi ný samgönguáætlun og gott tækifæri fyrir þingmenn Suðurlands að sýna hvað í þeim býr, með því að setja þessa mikilvægu og arðsömu samgöngubót í fyrsta sæti á eftir þegar ákveðnum vegaframkvæmdum við þjóðveg eitt á Suðurlandi Höfundur býr í Vík.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun