Handbolti

Er­lingur vildi ekki búa í Sádi-Arabíu og er hættur

Sindri Sverrisson skrifar
Erlingur Richardsson hefur ákveðið að leggja grænu treyjuna til hliðar.
Erlingur Richardsson hefur ákveðið að leggja grænu treyjuna til hliðar. Getty/Noushad Thekkayil

Handknattleiksþjálfarinn Erlingur Richardsson er hættur sem þjálfari karlalandsliðs Sádi-Arabíu, sem hann tók við í ágúst síðastliðnum.

Þetta staðfesti Erlingur við RÚV í dag og sagði að fá verkefni væru framundan hjá sádi-arabíska liðinu, og krafa um að hann yrði búsettur í Sádi-Arabíu ef hann gerði nýjan samning. Því hafi hann ekki haft áhuga á.

Undir stjórn Erlings urðu Sádar í 9. sæti á nýafstöðnu Asíumóti í Barein. Á Asíuleikunum síðasta haust voru Sádar einu marki frá því að komast upp úr sínum riðli og í milliriðla, þar sem átta lið spiluðu.

Erlingur, sem er 51 árs, hefur áður stýrt karlalandsliði Hollands í fimm ár og var um tíma aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Þá hefur hann stýrt þýska liðinu Füchse Berlín og austurríska liðinu West Wien, auk ÍBV og HK hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×