Heiðursstúkan: „Það galnasta sem ég hef séð í spurningakeppni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2024 08:01 Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson kepptu í því hvor þeirra veit meira um Super Bowl. Vísir Það er spenna í loftinu þessa dagana hjá áhugafólki um amerískan fótbolta og NFL deildina enda styttist í stærsta leik ársins í Bandaríkjunum en spilað verður um Ofurskálina á sunnudaginn kemur. Í tilefni af Super Bowl leiknum milli San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs í Las Vegas á sunnudagskvöldið þá var nýjasta Heiðursstúkan helguð Super Bowl leiknum. Heiðursstúkan er sportspurningaþáttur á Vísi í umsjón Jóhanns Fjalars Skaptasonar þar sem eitt þema er tekið fyrir í hverjum þætti. Í fimmta þætti af seríu tvö, sem sjá má hér að neðan, mættust þeir Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson, sem eru báðir sérfræðingar í Lokasókninni á Stöð 2 Sport 2. Eiríkur Stefán var ekki alveg sáttur með að Henry Birgir mætti til leiks með tilbúna afsökun enda þátturinn tekinn upp daginn eftir þorrablót hjá kappanum. „Nú er búið að setja upp einhverja afsökun fyrir þig. Ég var á þorrablóti í gær, ég er svo þreyttur. Þess vegna vann ég ekki. Þú ert byrjaður að raða inn afsökunum og fyrsta spurningin er ekki einu sinni komin,“ sagði Eiríkur Stefán. Það stóð ekki á svari hjá Henry Birgi. „Ég get tekið þrjú þorrablót í röð en samt pakkað þér saman,“ sagði Henry Birgir. Klippa: Heiðursstúkan: Hvað vita Henry Birgir og Eiríkur Stefán um Super Bowl? En hvað með þennan leik á milli San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs? „Það er erfitt að spá í þetta. Niners eru búnir að vera nokkurn veginn besta liðið í allan vetur. Ótrúlegt að Chiefs liðið sé komið alla þessa leið. Patrick Mahomes er einn mesti sigurvegari sem komið hefur fram. Er hægt að veðja gegn honum? Þetta er áhugavert á svo mörgum stigum. Ég er bara spenntur,“ sagði Henry. „Það er mjög erfitt að veðja á móti Mahomes. Þetta er svona Jordan móment sem við erum að upplifa með þennan gaur. Hann er búinn að fara í sex úrslitaleik í sinni deild í röð eða öll sín sex ár sem byrjunarliðsmaður. Það eru sumir af bestu leikstjórnendum sögunnar sem hafa aldrei farið í Super Bowl. hvað þá unnið hann. Ég hef einhverja tilfinningu fyrir Niners í þessum leik. Ég hef ekkert fyrir mér í því og það er óskynsamlegt að veðja á Niners af því að Mahomes er í hinu liðinu,“ sagði Eiríkur. Hér fyrir ofan má síðan sjá hvernig spurningakeppnina fór hjá þeim félögum. Þetta var æsispennandi keppni og vannst á skemmtilegum lokakafla. „Þetta er það galnasta sem ég hef séð í spurningakeppni,“ voru orð sem féllu þegar spennan var hvað mest. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. NFL Ofurskálin Heiðursstúkan Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Í tilefni af Super Bowl leiknum milli San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs í Las Vegas á sunnudagskvöldið þá var nýjasta Heiðursstúkan helguð Super Bowl leiknum. Heiðursstúkan er sportspurningaþáttur á Vísi í umsjón Jóhanns Fjalars Skaptasonar þar sem eitt þema er tekið fyrir í hverjum þætti. Í fimmta þætti af seríu tvö, sem sjá má hér að neðan, mættust þeir Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson, sem eru báðir sérfræðingar í Lokasókninni á Stöð 2 Sport 2. Eiríkur Stefán var ekki alveg sáttur með að Henry Birgir mætti til leiks með tilbúna afsökun enda þátturinn tekinn upp daginn eftir þorrablót hjá kappanum. „Nú er búið að setja upp einhverja afsökun fyrir þig. Ég var á þorrablóti í gær, ég er svo þreyttur. Þess vegna vann ég ekki. Þú ert byrjaður að raða inn afsökunum og fyrsta spurningin er ekki einu sinni komin,“ sagði Eiríkur Stefán. Það stóð ekki á svari hjá Henry Birgi. „Ég get tekið þrjú þorrablót í röð en samt pakkað þér saman,“ sagði Henry Birgir. Klippa: Heiðursstúkan: Hvað vita Henry Birgir og Eiríkur Stefán um Super Bowl? En hvað með þennan leik á milli San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs? „Það er erfitt að spá í þetta. Niners eru búnir að vera nokkurn veginn besta liðið í allan vetur. Ótrúlegt að Chiefs liðið sé komið alla þessa leið. Patrick Mahomes er einn mesti sigurvegari sem komið hefur fram. Er hægt að veðja gegn honum? Þetta er áhugavert á svo mörgum stigum. Ég er bara spenntur,“ sagði Henry. „Það er mjög erfitt að veðja á móti Mahomes. Þetta er svona Jordan móment sem við erum að upplifa með þennan gaur. Hann er búinn að fara í sex úrslitaleik í sinni deild í röð eða öll sín sex ár sem byrjunarliðsmaður. Það eru sumir af bestu leikstjórnendum sögunnar sem hafa aldrei farið í Super Bowl. hvað þá unnið hann. Ég hef einhverja tilfinningu fyrir Niners í þessum leik. Ég hef ekkert fyrir mér í því og það er óskynsamlegt að veðja á Niners af því að Mahomes er í hinu liðinu,“ sagði Eiríkur. Hér fyrir ofan má síðan sjá hvernig spurningakeppnina fór hjá þeim félögum. Þetta var æsispennandi keppni og vannst á skemmtilegum lokakafla. „Þetta er það galnasta sem ég hef séð í spurningakeppni,“ voru orð sem féllu þegar spennan var hvað mest. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30.
NFL Ofurskálin Heiðursstúkan Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti