Fékk þrjátíu mínútna sögukennslu í tveggja tíma viðtali Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2024 06:44 Carlson varð þess heiðurs aðnjótandi að fá persónulega sögukennslu frá Pútín. AP/Sputnik/Gavriil Grigorov Fyrstu þrjátíu mínútur tveggja klukkustunda langs viðtals sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladimir Pútín Rússlandsforseta fóru í yfirferð forsetans yfir sögu Rússlands, frá 9. öld og fram til valdatíma Leníns. Þegar Carlson, sem er nú sjálfsætt starfandi eftir að hafa verið látinn fjúka frá Fox News, tókst loksins að beina talinu að nútímanum ásakaði Pútín Bandaríkin og önnur Vesturlönd um að bera ábyrgð á því að átökin í Úkraínu hefðu dregist á langinn. Forsetinn sagði friðarviðræður hafa verið í gangi sem hefðu verið nærri því að skila niðurstöðu, þegar Úkraína hefði ákveðið að ganga frá samningaborðinu og fara að fyrirmælum vestrænna ríkja, Evrópuríkja og Bandaríkjanna um að berjast við Rússa þar til yfir lyki. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Pútín beindi spjótum sínum aðallega að Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, í þessu samhengi og sagði hann hafa talað um fyrir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta, þegar síðarnefndi var við það að undirrita friðarsamkomulag skömmu eftir að „hinar sérstöku hernaðaraðgerðir“ Rússa hófust. Ep. 73 The Vladimir Putin Interview pic.twitter.com/67YuZRkfLL— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) February 8, 2024 Stjórnvöld í Rússlandi sögðu síðast í desember að það væri óraunhæft að ganga til friðarviðræðna við Úkraínu en Úkraínumenn hafa ítrekað lýst því yfir að þeir muni ekki semja um frið fyrr en Rússar hafa alfarið hörfað úr landinu. „Nytsamlegur sakleysingi“ Pútín sagði hins vegar við Carlson að Rússar og Bandaríkjamenn ættu reglulega í samskiptum í gegnum ýsmar boðleiðir um leiðir til að binda enda á átökin. Skilaboð hans til Bandaríkjamanna væru að hætta að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum; þannig væri hægt að ljúka málum á nokkrum vikum. Forsetinn sagðist sjálfur hafa rætt síðast við Biden áður en innrásin hófst og að skilaboð hans til Bandaríkjaforseta hefðu verið að hann væri að gera söguleg mistök með því að styðja Úkraínumenn í að „ýta Rússlandi burt“. Viðtalsins hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á miðvikudag að Carlson væri „nytsamlegur sakleysingi“ fyrir Pútín að nota. Carlson væri lygari. „Hann étur upp lygar Vladimir Pútín um Úkraínu, þannig að ég skil að Pútín veiti honum viðtal; í gegnum hann getur hann haldið áfram að ljúga um markmið sín í Úkraínu og hvað hann á von á að gerist,“ sagði Clinton í samtali við MSNBC. Sjá einnig: Segir barist fyrir tilvist Rússlands Carlson er fyrsti fjölmiðlamaðurinn á Vesturlöndum sem fær áheyrn hjá Rússlandsforseta frá því að innrásin í Úkraínu hófst en sjálfur hefur hann haldið því fram að hann sé jafnframt sá eini sem hafi reynt. Þetta er þó alrangt, þar sem miðlar á borð við BBC og CNN hafa ítrekað freistað þess að fá að setjast niður með forsetanum. Þetta hefur verið staðfest af yfirvöldum í Kreml. Hér má finna ítarlega frétt Guardian um málið. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Tusk segir Repúblikönum að skammast sín Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir Repúblikönum í öldungadeild Bandaríkjaþings að skammast sín. Er það í kjölfar að þingmennirnir felldu frumvarp sem þeir höfðu sjálfir beðið um og komið að því að semja. Það frumvarp sneri meðal annars að hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. 8. febrúar 2024 16:02 Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06 Úkraínskir sérsveitarmenn sagðir berjast gegn Wagner í Súdan Úkraínskir sérsveitarmenn eru sagðir hafa um nokkuð skeið barist gegn málaliðum Wagner-Group. Nýtt myndband sem úkraínskur fjölmiðill hefur birt er sagt sýna rússneskan málaliða og meðlimi sveita sem kallast RSF í haldi úkraínskra sérsveitarmanna á vegum leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR). 6. febrúar 2024 17:01 Þurfa árið til að snúa vörn í sókn Ástandið á vígvöllum í austanverðri Úkraínu hefur færst Rússum í vil á undanförnum mánuðum. Rússar hafa mun meira af skotfærum fyrir stórskotalið, eiga fleiri skrið- og bryndreka og eiga auðveldar með að fylla upp í raðir sínar vegna mannfalls. 31. janúar 2024 22:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Þegar Carlson, sem er nú sjálfsætt starfandi eftir að hafa verið látinn fjúka frá Fox News, tókst loksins að beina talinu að nútímanum ásakaði Pútín Bandaríkin og önnur Vesturlönd um að bera ábyrgð á því að átökin í Úkraínu hefðu dregist á langinn. Forsetinn sagði friðarviðræður hafa verið í gangi sem hefðu verið nærri því að skila niðurstöðu, þegar Úkraína hefði ákveðið að ganga frá samningaborðinu og fara að fyrirmælum vestrænna ríkja, Evrópuríkja og Bandaríkjanna um að berjast við Rússa þar til yfir lyki. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Pútín beindi spjótum sínum aðallega að Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, í þessu samhengi og sagði hann hafa talað um fyrir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta, þegar síðarnefndi var við það að undirrita friðarsamkomulag skömmu eftir að „hinar sérstöku hernaðaraðgerðir“ Rússa hófust. Ep. 73 The Vladimir Putin Interview pic.twitter.com/67YuZRkfLL— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) February 8, 2024 Stjórnvöld í Rússlandi sögðu síðast í desember að það væri óraunhæft að ganga til friðarviðræðna við Úkraínu en Úkraínumenn hafa ítrekað lýst því yfir að þeir muni ekki semja um frið fyrr en Rússar hafa alfarið hörfað úr landinu. „Nytsamlegur sakleysingi“ Pútín sagði hins vegar við Carlson að Rússar og Bandaríkjamenn ættu reglulega í samskiptum í gegnum ýsmar boðleiðir um leiðir til að binda enda á átökin. Skilaboð hans til Bandaríkjamanna væru að hætta að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum; þannig væri hægt að ljúka málum á nokkrum vikum. Forsetinn sagðist sjálfur hafa rætt síðast við Biden áður en innrásin hófst og að skilaboð hans til Bandaríkjaforseta hefðu verið að hann væri að gera söguleg mistök með því að styðja Úkraínumenn í að „ýta Rússlandi burt“. Viðtalsins hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á miðvikudag að Carlson væri „nytsamlegur sakleysingi“ fyrir Pútín að nota. Carlson væri lygari. „Hann étur upp lygar Vladimir Pútín um Úkraínu, þannig að ég skil að Pútín veiti honum viðtal; í gegnum hann getur hann haldið áfram að ljúga um markmið sín í Úkraínu og hvað hann á von á að gerist,“ sagði Clinton í samtali við MSNBC. Sjá einnig: Segir barist fyrir tilvist Rússlands Carlson er fyrsti fjölmiðlamaðurinn á Vesturlöndum sem fær áheyrn hjá Rússlandsforseta frá því að innrásin í Úkraínu hófst en sjálfur hefur hann haldið því fram að hann sé jafnframt sá eini sem hafi reynt. Þetta er þó alrangt, þar sem miðlar á borð við BBC og CNN hafa ítrekað freistað þess að fá að setjast niður með forsetanum. Þetta hefur verið staðfest af yfirvöldum í Kreml. Hér má finna ítarlega frétt Guardian um málið.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Tusk segir Repúblikönum að skammast sín Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir Repúblikönum í öldungadeild Bandaríkjaþings að skammast sín. Er það í kjölfar að þingmennirnir felldu frumvarp sem þeir höfðu sjálfir beðið um og komið að því að semja. Það frumvarp sneri meðal annars að hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. 8. febrúar 2024 16:02 Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06 Úkraínskir sérsveitarmenn sagðir berjast gegn Wagner í Súdan Úkraínskir sérsveitarmenn eru sagðir hafa um nokkuð skeið barist gegn málaliðum Wagner-Group. Nýtt myndband sem úkraínskur fjölmiðill hefur birt er sagt sýna rússneskan málaliða og meðlimi sveita sem kallast RSF í haldi úkraínskra sérsveitarmanna á vegum leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR). 6. febrúar 2024 17:01 Þurfa árið til að snúa vörn í sókn Ástandið á vígvöllum í austanverðri Úkraínu hefur færst Rússum í vil á undanförnum mánuðum. Rússar hafa mun meira af skotfærum fyrir stórskotalið, eiga fleiri skrið- og bryndreka og eiga auðveldar með að fylla upp í raðir sínar vegna mannfalls. 31. janúar 2024 22:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Tusk segir Repúblikönum að skammast sín Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir Repúblikönum í öldungadeild Bandaríkjaþings að skammast sín. Er það í kjölfar að þingmennirnir felldu frumvarp sem þeir höfðu sjálfir beðið um og komið að því að semja. Það frumvarp sneri meðal annars að hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. 8. febrúar 2024 16:02
Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06
Úkraínskir sérsveitarmenn sagðir berjast gegn Wagner í Súdan Úkraínskir sérsveitarmenn eru sagðir hafa um nokkuð skeið barist gegn málaliðum Wagner-Group. Nýtt myndband sem úkraínskur fjölmiðill hefur birt er sagt sýna rússneskan málaliða og meðlimi sveita sem kallast RSF í haldi úkraínskra sérsveitarmanna á vegum leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR). 6. febrúar 2024 17:01
Þurfa árið til að snúa vörn í sókn Ástandið á vígvöllum í austanverðri Úkraínu hefur færst Rússum í vil á undanförnum mánuðum. Rússar hafa mun meira af skotfærum fyrir stórskotalið, eiga fleiri skrið- og bryndreka og eiga auðveldar með að fylla upp í raðir sínar vegna mannfalls. 31. janúar 2024 22:30