„Hún þarf lækningu og er ekki að fá hana“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. febrúar 2024 06:01 Foreldrar segja lítið sem ekkert utanumhald um dóttur sína á geðdeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Foreldrar andlega veikrar átján ára gamallar stúlku sem reynt hefur að svipta sig lífi í fjórgang segjast vera ráðþrota. Þau lýsa geðheilbrigðiskerfi þar sem dóttir þeirra lendir á veggjum. Þau segja engan grípa dóttur sína og gagnrýna geðdeild Landspítalans harðlega. Vandamálið sé enn erfiðara nú þegar dóttirin er orðin sjálfráða. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Foreldrarnir kjósa að koma ekki fram undir nafni af tilliti til dóttur sinnar. Hún liggur nú á gjörgæslu eftir sjálfsvígstilraun. Þau segjast sannfærð um að hún reyni aftur að svipta sig lífi. Þau séu dauðhrædd um að missa dóttur sína. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum að neðan. Í þessari umfjöllun er fjallað um tilraunir til sjálfsvígs. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Alltaf nýr og nýr læknir „Dóttir okkar greinist með mikla verki fyrir nokkrum árum og er búin að vera að reyna að finna út hvaða verkir það eru og hefur í því ferli hitt mjög marga sérfræðinga sem hafa allir útilokað sinn hluta af því án þess að geta fundið lausn.“ Foreldrarnir segja þrjú ár hafa liðið þar sem dóttir þeirra háði baráttu við verkina án þess að fá nokkur svör. Þeir hafi byrjað þegar hún var fimmtán ára gömul. Enginn læknir hafi reynt að halda utan um hana í ferlinu og dóttir þeirra þurft að fara í gegnum söguna upp á nýtt í hvert einasta sinn sem hún hittir heilbrigðisstarfsmann. „Síðan þróast þetta í það að hún verður ofboðslega þreytt og hættir að sjá allan tilgang í lífinu. Af því að þetta kemur út í mikilli skerðingu á lífsgæðum hennar. Hún á þess vegna erfitt með að lyfta upp hnífapörum þegar hún er slæm og það kemur auðvitað niður á geðinu sem leiðir til þess að hún verður mjög þung núna í október,“ segja þau um andlegu líðan hennar. Allt ferlið stoppar þegar komið er inn á geðdeild Þá lýsa þau því að dóttir þeirra hafi leitað sér aðstoð á Barna-og unglingageðdeild Landspítalans. Þau viti ekki hvað hafi verið sagt við hana en viti hvað hún hafi upplifað þar. „Hún upplifir að þeir hafi sagt: Þú ert ekki nógu þunglynd til að við gerum nokkuð fyrir þig. Og af því að þú vilt ekki vera grönn, semsagt af því að inni á milli borðarðu alvöru mat, þú borðar ekki bara agúrkur, þá ertu ekki með týpíska anorexíu og við getum ekki gert neitt fyrir þig.“ Foreldrarnir lýsa því að vandræði dóttur þeirra innan geðheilbrigðiskerfisins hafi svo hafist fyrir alvöru eftir að hún hafi fyrst reynt að fremja sjálfsvíg og í kjölfarið verið lögð inn á geðdeild. Foreldrarnir segjast vera á byrjunarreit aftur. Þau viti ekki hvað þau geti gert fyrir dóttur sína. Vísir/Vilhelm „Þú hittir ekki sálfræðing og allt ferlið sem þá var planað utan þess að þú ert inni á geðdeildinni, það er bara sett á bið. Því að greiningarferlin og sálfræðiaðstoðin sem geðdeildin á Hringbraut bíður upp á, það tekur ekki við þér á meðan þú liggur inni á geðdeild. Þú ert þá bara stopp í ferlinu.“ „Hvar fékkstu þetta númer?“ Foreldrarnir segja það auk þess hafa flækt stöðuna að dóttir þeirra sé orðin átján ára gömul og því sjálfráða. Þau segja stöðugar mannabreytingar á geðdeildinni og nýtt fólk á vakt sem engar upplýsingar hafi um dóttur þeirra þýði að það sé líkt og stöðugt sé byrjað upp á nýtt. „Kerfið vinnur algjörlega á móti okkur. Við erum ekki sjúklingurinn og málið kemur okkur ekki við. Það er voðalega fallegur texti á heimasíðu Landspítalans að þetta séu fjölskylduvænar deildir og að það séu haldnir fjölskyldufundir. Þú þarft að grenja yfir því að fá hann og þá færðu líklega nei.“ Þau lýsa því meðal annars að hafa orðið fyrir skætingi hjá lækni á geðdeildinni þegar þau hafi eitt sinn hringt til baka í símanúmerið hans til að heyra frekari fregnir um dóttur sína. „Og það fyrsta sem hann segir er: „HVAR FÉKKSTU ÞETTA NÚMER?“ Sá læknir hafi hitt dóttur hans þrjá daga í röð, sem sé met. Hann hafi reynt að fá upplýsingar frá lækninum en ekki fengið. Læknirinn hafi hitt dóttur hans. „Þá segir hann við hana: „Pabbi þinn verður bara að læra að slaka á.“ Og neitar að tala við mig.“ Skorti betri upplýsingagjöf Foreldrarnir segja þetta upplifun fleiri aðstandenda þeirra sem eru andlega veikir. Þegar dóttir þeirra sé útskrifuð af geðdeild sé svo engin eftirfylgni. Aðrar deildir spítalans líkt og gjörgæsludeild þar sem hún liggur nú, tjái þeim að þeir hafi ekki upplýsingar um það hvað gert hafi verið fyrir hana inni á geðdeild. „Hún liggur þarna inni og gjörgæsludeildin segir: Við vitum ekki hvað geðdeildin gerði. Þetta er bara lokaður kassi sem ekki mega fara neinar upplýsingar út úr.“ Faðirinn rifjar upp að haldinn hafi verið söfnunarþáttur á vegum Geðhjálpar á dögunum í sjónvarpinu. Þar hafi verið talað um mikilvægi þess að það sé talað um geðsjúkdóma. „Um hvað þetta sé eðlilegt, það sé hægt að tala um geðsjúkdóma og sá sem er mest á móti því að nokkur fái nokkrar upplýsingar virðist vera geðdeildin sjálf. Þar er bara algjörlega lokaður kassi.“ Þau segja dóttur sína upplifa sig munaðarlausa í kerfinu. Hún sjái ekki að sér verði veitt nein hjálp og sjái engan tilgang í því. „Við auðvitað horfum á það að ef einhver slasast, ef dóttir okkar yrði fyrir bílslysi, þá yrði hringt í okkur. Ef hún leggst inn á geðdeild þá virðist vera að það megi enginn vita neitt,“ segja foreldrarnir. „Þótt það sé talað mjög fallega um einhver stór teymi sem eru á bakvið hana, að þá er enginn sem hún upplifir að sé ábyrgur fyrir henni, af því að hún er alltaf að hitta nýtt og nýtt fólk.“ Ekki örugg þegar dóttirin er á geðdeild Foreldrarnir segjast óska þess að gerðar verði breytingar á skipulagi geðdeildar og aðstoðar við aðstandendur og sjúklinga. Dóttir þeirra hafi meðal annars reynt að svipta sig lífi inni á deildinni með ofskammti. Hún sé sett í svokallaða sjálfsvígsgát. Foreldrarnir óttast um dóttur sína. Vísir/Vilhelm „Þá virkar þetta þannig að þegar hún er orðin rólegri, ekki í bráðri hættu, þá leyfa þeir henni að fara út. Þeir vilja ekki halda henni inni, alls ekki svipta hana sjálfræði og þá getur hún labbað inn í næsta apótek og keypt það sem hana vantar og svo bara labbað inn í næsta apótek og keypt restina,“ segja foreldrarnir. „Og komið með þetta allt inn af því að hún er á þessari gát sem er opin. Þannig að við vitum að hún hefur reynt að taka ofskammt inni á deildinni. Við erum ekki örugg þegar hún er inni á geðdeild einu sinni.“ Talaði sig út af bráðageðdeildinni Eins og fram hefur komið er dóttir þeirra nú á gjörgæslu. Hún reyndi að svipta sig lífi með því að gleypa um tvö hundruð verkjatöflur og geðlyf á örfáum mínútum. „Daginn áður lýsir hún þessu. Semsagt staðsetningunni, tímasetningunni og hvernig hún ætlar að gera þetta, fyrir sálfræðingi uppi á geðdeild. Það var sálfræðingur sem hún var að hitta í fyrsta sinn, því að sálfræðingurinn sem hún hitti vikuna á undan var ekki við og sá sem hún hitti vikuna þar á undan var hættur. Þennan var hún að hitta í fyrsta sinn.“ Hann hafi kveikt á perunni. Hún væri í hættu og því fengið leyfi dóttur þeirra til að hringja í þau. Þar bað hann þau um að koma með henni á bráðageðdeild. „Við förum þarna inn. Það liggur alveg í loftinu að hún er með mikið magn af töflum með sér. Neitar að sýna það og neitar því á staðnum. Hún talar sig út af bráðageðdeildinni og á endanum stendur bara upp og labbar út,“ segir faðir hennar. „Ég labba út á eftir henni og þá var hún bara horfin fyrir næsta horn en hún samþykkti að ég myndi koma með sér. Þá var hún að fara bara aftur í skólann og var búin að lýsa því yfir að hún ætlaði að gera þetta þar. Sem hún svo bara, hálftíma seinna erum við komin þangað niðureftir, þá læsir hún sig inni á klósetti, tekur hrúguna.....“' Skíthrædd um dóttur sína Foreldrarnir hrósa viðbragðsaðilum í hástert. Sjúkraflutningamönnum, lögreglu, bráðamótttöku og gjörgæslu á Landspítalanum og segja vandann ekki liggja þar. Dóttir þeirra liggi nú sofandi á gjörgæslunni. „Við vitum að þetta skeður aftur,“ segir móðir hennar. „Við erum bara skíthrædd,“ segir pabbi hennar. „Það er ekkert sem segir að það hafi breyst nokkuð við að þetta hafi ekki tekist núna. Við vitum ekki hvernig hún vaknar upp úr þessu kóma en síðast vaknaði hún upp alveg ofboðslega svekkt yfir því að þetta tókst ekki og fyrstu spurningarnar til læknanna var: Hvað hefði gerst ef ég hefði ekki fundist svona fljótt, ef ég hefði tekið aðeins stærri skammt?“ Faðir hennar segir foreldrana því miður vita að þetta sé ekki einsdæmi. „Viljinn til þess að sjá ekki lífsgleðina er svo einbeittur. Það er einhver sem verður að grípa hana miklu fastar. Hún þarf lækningu og er ekki að fá hana.“ Í þessari umfjöllun er fjallað um tilraunir til sjálfsvígs. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Bítið Geðheilbrigði Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Foreldrarnir kjósa að koma ekki fram undir nafni af tilliti til dóttur sinnar. Hún liggur nú á gjörgæslu eftir sjálfsvígstilraun. Þau segjast sannfærð um að hún reyni aftur að svipta sig lífi. Þau séu dauðhrædd um að missa dóttur sína. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum að neðan. Í þessari umfjöllun er fjallað um tilraunir til sjálfsvígs. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Alltaf nýr og nýr læknir „Dóttir okkar greinist með mikla verki fyrir nokkrum árum og er búin að vera að reyna að finna út hvaða verkir það eru og hefur í því ferli hitt mjög marga sérfræðinga sem hafa allir útilokað sinn hluta af því án þess að geta fundið lausn.“ Foreldrarnir segja þrjú ár hafa liðið þar sem dóttir þeirra háði baráttu við verkina án þess að fá nokkur svör. Þeir hafi byrjað þegar hún var fimmtán ára gömul. Enginn læknir hafi reynt að halda utan um hana í ferlinu og dóttir þeirra þurft að fara í gegnum söguna upp á nýtt í hvert einasta sinn sem hún hittir heilbrigðisstarfsmann. „Síðan þróast þetta í það að hún verður ofboðslega þreytt og hættir að sjá allan tilgang í lífinu. Af því að þetta kemur út í mikilli skerðingu á lífsgæðum hennar. Hún á þess vegna erfitt með að lyfta upp hnífapörum þegar hún er slæm og það kemur auðvitað niður á geðinu sem leiðir til þess að hún verður mjög þung núna í október,“ segja þau um andlegu líðan hennar. Allt ferlið stoppar þegar komið er inn á geðdeild Þá lýsa þau því að dóttir þeirra hafi leitað sér aðstoð á Barna-og unglingageðdeild Landspítalans. Þau viti ekki hvað hafi verið sagt við hana en viti hvað hún hafi upplifað þar. „Hún upplifir að þeir hafi sagt: Þú ert ekki nógu þunglynd til að við gerum nokkuð fyrir þig. Og af því að þú vilt ekki vera grönn, semsagt af því að inni á milli borðarðu alvöru mat, þú borðar ekki bara agúrkur, þá ertu ekki með týpíska anorexíu og við getum ekki gert neitt fyrir þig.“ Foreldrarnir lýsa því að vandræði dóttur þeirra innan geðheilbrigðiskerfisins hafi svo hafist fyrir alvöru eftir að hún hafi fyrst reynt að fremja sjálfsvíg og í kjölfarið verið lögð inn á geðdeild. Foreldrarnir segjast vera á byrjunarreit aftur. Þau viti ekki hvað þau geti gert fyrir dóttur sína. Vísir/Vilhelm „Þú hittir ekki sálfræðing og allt ferlið sem þá var planað utan þess að þú ert inni á geðdeildinni, það er bara sett á bið. Því að greiningarferlin og sálfræðiaðstoðin sem geðdeildin á Hringbraut bíður upp á, það tekur ekki við þér á meðan þú liggur inni á geðdeild. Þú ert þá bara stopp í ferlinu.“ „Hvar fékkstu þetta númer?“ Foreldrarnir segja það auk þess hafa flækt stöðuna að dóttir þeirra sé orðin átján ára gömul og því sjálfráða. Þau segja stöðugar mannabreytingar á geðdeildinni og nýtt fólk á vakt sem engar upplýsingar hafi um dóttur þeirra þýði að það sé líkt og stöðugt sé byrjað upp á nýtt. „Kerfið vinnur algjörlega á móti okkur. Við erum ekki sjúklingurinn og málið kemur okkur ekki við. Það er voðalega fallegur texti á heimasíðu Landspítalans að þetta séu fjölskylduvænar deildir og að það séu haldnir fjölskyldufundir. Þú þarft að grenja yfir því að fá hann og þá færðu líklega nei.“ Þau lýsa því meðal annars að hafa orðið fyrir skætingi hjá lækni á geðdeildinni þegar þau hafi eitt sinn hringt til baka í símanúmerið hans til að heyra frekari fregnir um dóttur sína. „Og það fyrsta sem hann segir er: „HVAR FÉKKSTU ÞETTA NÚMER?“ Sá læknir hafi hitt dóttur hans þrjá daga í röð, sem sé met. Hann hafi reynt að fá upplýsingar frá lækninum en ekki fengið. Læknirinn hafi hitt dóttur hans. „Þá segir hann við hana: „Pabbi þinn verður bara að læra að slaka á.“ Og neitar að tala við mig.“ Skorti betri upplýsingagjöf Foreldrarnir segja þetta upplifun fleiri aðstandenda þeirra sem eru andlega veikir. Þegar dóttir þeirra sé útskrifuð af geðdeild sé svo engin eftirfylgni. Aðrar deildir spítalans líkt og gjörgæsludeild þar sem hún liggur nú, tjái þeim að þeir hafi ekki upplýsingar um það hvað gert hafi verið fyrir hana inni á geðdeild. „Hún liggur þarna inni og gjörgæsludeildin segir: Við vitum ekki hvað geðdeildin gerði. Þetta er bara lokaður kassi sem ekki mega fara neinar upplýsingar út úr.“ Faðirinn rifjar upp að haldinn hafi verið söfnunarþáttur á vegum Geðhjálpar á dögunum í sjónvarpinu. Þar hafi verið talað um mikilvægi þess að það sé talað um geðsjúkdóma. „Um hvað þetta sé eðlilegt, það sé hægt að tala um geðsjúkdóma og sá sem er mest á móti því að nokkur fái nokkrar upplýsingar virðist vera geðdeildin sjálf. Þar er bara algjörlega lokaður kassi.“ Þau segja dóttur sína upplifa sig munaðarlausa í kerfinu. Hún sjái ekki að sér verði veitt nein hjálp og sjái engan tilgang í því. „Við auðvitað horfum á það að ef einhver slasast, ef dóttir okkar yrði fyrir bílslysi, þá yrði hringt í okkur. Ef hún leggst inn á geðdeild þá virðist vera að það megi enginn vita neitt,“ segja foreldrarnir. „Þótt það sé talað mjög fallega um einhver stór teymi sem eru á bakvið hana, að þá er enginn sem hún upplifir að sé ábyrgur fyrir henni, af því að hún er alltaf að hitta nýtt og nýtt fólk.“ Ekki örugg þegar dóttirin er á geðdeild Foreldrarnir segjast óska þess að gerðar verði breytingar á skipulagi geðdeildar og aðstoðar við aðstandendur og sjúklinga. Dóttir þeirra hafi meðal annars reynt að svipta sig lífi inni á deildinni með ofskammti. Hún sé sett í svokallaða sjálfsvígsgát. Foreldrarnir óttast um dóttur sína. Vísir/Vilhelm „Þá virkar þetta þannig að þegar hún er orðin rólegri, ekki í bráðri hættu, þá leyfa þeir henni að fara út. Þeir vilja ekki halda henni inni, alls ekki svipta hana sjálfræði og þá getur hún labbað inn í næsta apótek og keypt það sem hana vantar og svo bara labbað inn í næsta apótek og keypt restina,“ segja foreldrarnir. „Og komið með þetta allt inn af því að hún er á þessari gát sem er opin. Þannig að við vitum að hún hefur reynt að taka ofskammt inni á deildinni. Við erum ekki örugg þegar hún er inni á geðdeild einu sinni.“ Talaði sig út af bráðageðdeildinni Eins og fram hefur komið er dóttir þeirra nú á gjörgæslu. Hún reyndi að svipta sig lífi með því að gleypa um tvö hundruð verkjatöflur og geðlyf á örfáum mínútum. „Daginn áður lýsir hún þessu. Semsagt staðsetningunni, tímasetningunni og hvernig hún ætlar að gera þetta, fyrir sálfræðingi uppi á geðdeild. Það var sálfræðingur sem hún var að hitta í fyrsta sinn, því að sálfræðingurinn sem hún hitti vikuna á undan var ekki við og sá sem hún hitti vikuna þar á undan var hættur. Þennan var hún að hitta í fyrsta sinn.“ Hann hafi kveikt á perunni. Hún væri í hættu og því fengið leyfi dóttur þeirra til að hringja í þau. Þar bað hann þau um að koma með henni á bráðageðdeild. „Við förum þarna inn. Það liggur alveg í loftinu að hún er með mikið magn af töflum með sér. Neitar að sýna það og neitar því á staðnum. Hún talar sig út af bráðageðdeildinni og á endanum stendur bara upp og labbar út,“ segir faðir hennar. „Ég labba út á eftir henni og þá var hún bara horfin fyrir næsta horn en hún samþykkti að ég myndi koma með sér. Þá var hún að fara bara aftur í skólann og var búin að lýsa því yfir að hún ætlaði að gera þetta þar. Sem hún svo bara, hálftíma seinna erum við komin þangað niðureftir, þá læsir hún sig inni á klósetti, tekur hrúguna.....“' Skíthrædd um dóttur sína Foreldrarnir hrósa viðbragðsaðilum í hástert. Sjúkraflutningamönnum, lögreglu, bráðamótttöku og gjörgæslu á Landspítalanum og segja vandann ekki liggja þar. Dóttir þeirra liggi nú sofandi á gjörgæslunni. „Við vitum að þetta skeður aftur,“ segir móðir hennar. „Við erum bara skíthrædd,“ segir pabbi hennar. „Það er ekkert sem segir að það hafi breyst nokkuð við að þetta hafi ekki tekist núna. Við vitum ekki hvernig hún vaknar upp úr þessu kóma en síðast vaknaði hún upp alveg ofboðslega svekkt yfir því að þetta tókst ekki og fyrstu spurningarnar til læknanna var: Hvað hefði gerst ef ég hefði ekki fundist svona fljótt, ef ég hefði tekið aðeins stærri skammt?“ Faðir hennar segir foreldrana því miður vita að þetta sé ekki einsdæmi. „Viljinn til þess að sjá ekki lífsgleðina er svo einbeittur. Það er einhver sem verður að grípa hana miklu fastar. Hún þarf lækningu og er ekki að fá hana.“ Í þessari umfjöllun er fjallað um tilraunir til sjálfsvígs. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Bítið Geðheilbrigði Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent