Segir Zodiac hafa hirt greiðsluna upp í eldri skuld Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2024 14:35 Zodiac bátur á borð við þá sem Sportbátar seldu áður en fyrirtækið fór í gjaldþrot. Lúther Gestsson, fyrirsvarsmaður félagsins Knarrarvogs ehf (Sportbátar) er afar ósáttur við fjölmiðlaumfjöllun þar sem greint hefur verið frá því að Björgunarsveit Skagfirðingasveit hafi verið hlunnfarin um andvirði heils Zodiac-báts og um tæki að andvirði níu milljóna. Vísir hefur reynt án afláts nú í nokkra daga að ná tali af þeim sem skráðir eru fyrir Knarrarvogi en án árangurs. Nú hins vegar sendir Lúther fjölmiðlum tölvupóst, nokkrum dögum eftir að fréttin birtist, og segir margvíslegar rangfærslur að finna í fréttum, þar á meðal umfjöllun Vísi. Lúther vísar til þess sem segir á Facebook-síðu Vísis, þar sem eftirfarandi kemur fram: „Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Nú síðast sviku þeir Björgunarsveit Skagfirðingasveit um andvirði heils Zodiac-báts og um tæki að andvirði níu milljóna.“ Fram kom í tilkynningu Skagfirðingasveitarinnar að sveitin „var því féflétt af eiganda fyrirtækisins um samtals 9 milljónir. Já, hann lagðist svo lágt!“ Hafdís Einarsdóttir er formaður sveitarinnar og sagðist þekkja fleiri dæmi af viðskiptavinum sem hefðu borgað inn á pantanir sínar en svo reynst næsta ómögulegt að ná í fyrirtækið. Fyrirtækið því miður í gjaldþrot Lúther segir að í fyrsta lagi hafi verið lögð inn pöntun fyrir þessum báti sem Skagfirðingasveitin pantaði. Hún hafi verið til hefðbundinnar meðferðar þegar félagið „fór því miður í gjaldþrot og allar pantanir voru cancelaðar.“ Hér getur að líta pöntunina sem send var Zodiac-fyrirtækinu. Andvirðið hirti Zodiac upp í gamla skuld. Lúther segist í tölvupóstinum sjálfur hafa reynt að fá Zodiac til að halda áfram „framleiðslunni þrátt fyrir gjaldþrotið og er ég raunar enn að vonast til að þeir samningar sem voru gerðir verði virtir og þessir 5 aðilar sem höfðu pantað báta fái þá afhenta og ekkert tjón verði því.“ Fram hefur komið að Landhelgisgæslan hafi einnig pantað bát af Lúther og félögum. Meiðandi umfjöllun fyrir Lúther Í öðru lagi hafi ekkert af þeim innborgunum sem Knarrarvogur ehf. móttók farið í vasa Lúthers. „Eins og gefið er í skyn og beinlínis staðhæft í fréttinni að ég hafi haft huglægan ásetning að „féfletta“ viðskiptamenn, sem er alrangt. Þvert á móti fóru þær greiðslur til Zodiac, sem að mér forspurðum ráðstöfuðu greiðslunni upp í eldri skuld sem félagið var með við Zodiac. Var það gert án samþykkis frá þér.“ Í þriðja lagi sé það beinlínis rangt að Lúther hafi féflett nokkurn mann enda fór ekkert af þessum fjármunum til hans. Það geti skiptastjóri staðfest. „Fréttin og FB tilkynningin er því röng og meiðandi í minn garð persónulega,“ segir Lúther. Hann baðst undan því að svara spurningum fréttastofu um málið og sagðist hafa sagt allt sem hann vildi segja. Fram kom í yfirlýsingu Skagfirðingarsveitarinnar að Lúther hefði ekki svarað fyrirtækinu í lengri tíma þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir um pöntunina. Björgunarsveitir Gjaldþrot Landhelgisgæslan Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Vísir hefur reynt án afláts nú í nokkra daga að ná tali af þeim sem skráðir eru fyrir Knarrarvogi en án árangurs. Nú hins vegar sendir Lúther fjölmiðlum tölvupóst, nokkrum dögum eftir að fréttin birtist, og segir margvíslegar rangfærslur að finna í fréttum, þar á meðal umfjöllun Vísi. Lúther vísar til þess sem segir á Facebook-síðu Vísis, þar sem eftirfarandi kemur fram: „Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Nú síðast sviku þeir Björgunarsveit Skagfirðingasveit um andvirði heils Zodiac-báts og um tæki að andvirði níu milljóna.“ Fram kom í tilkynningu Skagfirðingasveitarinnar að sveitin „var því féflétt af eiganda fyrirtækisins um samtals 9 milljónir. Já, hann lagðist svo lágt!“ Hafdís Einarsdóttir er formaður sveitarinnar og sagðist þekkja fleiri dæmi af viðskiptavinum sem hefðu borgað inn á pantanir sínar en svo reynst næsta ómögulegt að ná í fyrirtækið. Fyrirtækið því miður í gjaldþrot Lúther segir að í fyrsta lagi hafi verið lögð inn pöntun fyrir þessum báti sem Skagfirðingasveitin pantaði. Hún hafi verið til hefðbundinnar meðferðar þegar félagið „fór því miður í gjaldþrot og allar pantanir voru cancelaðar.“ Hér getur að líta pöntunina sem send var Zodiac-fyrirtækinu. Andvirðið hirti Zodiac upp í gamla skuld. Lúther segist í tölvupóstinum sjálfur hafa reynt að fá Zodiac til að halda áfram „framleiðslunni þrátt fyrir gjaldþrotið og er ég raunar enn að vonast til að þeir samningar sem voru gerðir verði virtir og þessir 5 aðilar sem höfðu pantað báta fái þá afhenta og ekkert tjón verði því.“ Fram hefur komið að Landhelgisgæslan hafi einnig pantað bát af Lúther og félögum. Meiðandi umfjöllun fyrir Lúther Í öðru lagi hafi ekkert af þeim innborgunum sem Knarrarvogur ehf. móttók farið í vasa Lúthers. „Eins og gefið er í skyn og beinlínis staðhæft í fréttinni að ég hafi haft huglægan ásetning að „féfletta“ viðskiptamenn, sem er alrangt. Þvert á móti fóru þær greiðslur til Zodiac, sem að mér forspurðum ráðstöfuðu greiðslunni upp í eldri skuld sem félagið var með við Zodiac. Var það gert án samþykkis frá þér.“ Í þriðja lagi sé það beinlínis rangt að Lúther hafi féflett nokkurn mann enda fór ekkert af þessum fjármunum til hans. Það geti skiptastjóri staðfest. „Fréttin og FB tilkynningin er því röng og meiðandi í minn garð persónulega,“ segir Lúther. Hann baðst undan því að svara spurningum fréttastofu um málið og sagðist hafa sagt allt sem hann vildi segja. Fram kom í yfirlýsingu Skagfirðingarsveitarinnar að Lúther hefði ekki svarað fyrirtækinu í lengri tíma þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir um pöntunina.
Björgunarsveitir Gjaldþrot Landhelgisgæslan Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira