Riffillinn reyndist enn þá vera hálfsjálfvirkur Árni Sæberg skrifar 9. febrúar 2024 16:56 Rifflarnir tveir hægra megin voru lagðir fyrir dóminn í dag. Sá lengra til hægri er sagður hálfsjálfvirkur. Vísir/Vilhelm Tæknifræðingur sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða í dag segir að ekki sé mikið tiltökumál að breyta AR-15 riffli í hálfsjálfvirkan, sé maður sæmilega flinkur í höndunum. Hann sagði að riffill, sem Sindri Snær er sagður eiga, sé enn hálfsjálfvirkur. Hægt sé að skjóta þrjátíu skotum á tíu sekúndum úr honum. Þrír rifflar sem fundust heima hjá Sindra Snæ Birgissyni, sem sætir ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og fjölda vopnalagabrota, hafa leikið stórt hlutverk í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins síðustu tvo daga. Annars vegar hefur verið bitist um hver eigi rifflana og hins vegar hvers eðlis þeir eru. Ákæruvaldið byggir á því að Sindri Snær hafi verið raunverulegur eigandi rifflanna og tveir þeirra sé svokallaðir árásarrifflar. Sindri Snær og allir í hans herbúðum hafa aftur á móti sagt að faðir hans, Birgir Ragnar Baldursson, sé eigandi rifflanna. Þá hóf Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, aðalmeðferðina á að benda Karli Inga Vilbergssyni, sækjanda í málinu, á það að „mistök“ hafi verið gerð við samningu ákærunnar. Þar væru tveir rifflar kallaðir árásarrifflar en þeir væru hlutrænt séð ekki slík vopn. Karl Ingi Vilbergsson sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara.Vísir/Vilhelm Bannað að mynda rifflana Fyrir dóminn var kallaður Ágúst Bjarki Magnússon, tæknifræðingur sem rannsakaði rifflana, og rifflarnir voru lagðir fram í dómsal. Viðstaddir blaðamenn og ljósmyndarar urðu fyrir nokkrum vonbrigðum þegar tveir lögreglumenn læddu rifflunum inn bakdyramegin á meðan dómarar voru inni í dómsal. Ljósmyndataka er nefnilega stranglega bönnuð á meðan dómarar eru inni í dómsal. Ágúst sagði að við rannsókn á AR-15 rifflinum hafi komið í ljós að gat hafði verið borað í hlaup riffilsins og gasröri komið fyrir í honum. Það geri það að verkum að riffillinn verði hálfsjálfvirkur. Þannig þurfi ekki að hlaða hann handvirkt á milli skota heldur eingöngu taka í gikkinn. Sindri sé „gormur“ Þetta sagði hann vera tiltölulega einfalda aðgerð fyrir mann sem væri sæmilega flinkur í höndunum. Sindri Snær lýsti því fyrir dómi í gær að hann hefði frá barnæsku haft mikinn áhuga á alls konar fikti með vélar og annað slíkt. Hann hafi til að mynda byrjað að taka fjarstýrða bíla í sundur þegar hann var fjögurra ára gamall. Þá sagði faðir hans í morgun að hann væri „gormur“, hugsaði út fyrir boxið og væri sniðugur strákur. Sindri Snær og faðir hans fóru fyrir dómi ekki í neinar grafgötur með það að Sindri Snær hefði borað gat á riffilinn og gert hann hálfsjálfvirkan. Hann hefði aftur á móti breytt honum aftur til baka í einskotariffil eftir að hafa notað hann einu sinni á skotsvæði í Höfnum. Sérfræðingurinn Ágúst Bjarki sagði hins vegar að riffillinn sem lá frammi í dómsal hafi enn verið hálfsjálfvirkur þegar hann rannsakaði gripinn. Sækjandi spurði hversu mörgum skotum mætti skjóta úr rifflinum á tíu sekúndum. Heilu „magasíni“ eða þrjátíu skotum, sagði sérfræðingurinn. Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Reykjavík Tengdar fréttir Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Þrír rifflar sem fundust heima hjá Sindra Snæ Birgissyni, sem sætir ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og fjölda vopnalagabrota, hafa leikið stórt hlutverk í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins síðustu tvo daga. Annars vegar hefur verið bitist um hver eigi rifflana og hins vegar hvers eðlis þeir eru. Ákæruvaldið byggir á því að Sindri Snær hafi verið raunverulegur eigandi rifflanna og tveir þeirra sé svokallaðir árásarrifflar. Sindri Snær og allir í hans herbúðum hafa aftur á móti sagt að faðir hans, Birgir Ragnar Baldursson, sé eigandi rifflanna. Þá hóf Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, aðalmeðferðina á að benda Karli Inga Vilbergssyni, sækjanda í málinu, á það að „mistök“ hafi verið gerð við samningu ákærunnar. Þar væru tveir rifflar kallaðir árásarrifflar en þeir væru hlutrænt séð ekki slík vopn. Karl Ingi Vilbergsson sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara.Vísir/Vilhelm Bannað að mynda rifflana Fyrir dóminn var kallaður Ágúst Bjarki Magnússon, tæknifræðingur sem rannsakaði rifflana, og rifflarnir voru lagðir fram í dómsal. Viðstaddir blaðamenn og ljósmyndarar urðu fyrir nokkrum vonbrigðum þegar tveir lögreglumenn læddu rifflunum inn bakdyramegin á meðan dómarar voru inni í dómsal. Ljósmyndataka er nefnilega stranglega bönnuð á meðan dómarar eru inni í dómsal. Ágúst sagði að við rannsókn á AR-15 rifflinum hafi komið í ljós að gat hafði verið borað í hlaup riffilsins og gasröri komið fyrir í honum. Það geri það að verkum að riffillinn verði hálfsjálfvirkur. Þannig þurfi ekki að hlaða hann handvirkt á milli skota heldur eingöngu taka í gikkinn. Sindri sé „gormur“ Þetta sagði hann vera tiltölulega einfalda aðgerð fyrir mann sem væri sæmilega flinkur í höndunum. Sindri Snær lýsti því fyrir dómi í gær að hann hefði frá barnæsku haft mikinn áhuga á alls konar fikti með vélar og annað slíkt. Hann hafi til að mynda byrjað að taka fjarstýrða bíla í sundur þegar hann var fjögurra ára gamall. Þá sagði faðir hans í morgun að hann væri „gormur“, hugsaði út fyrir boxið og væri sniðugur strákur. Sindri Snær og faðir hans fóru fyrir dómi ekki í neinar grafgötur með það að Sindri Snær hefði borað gat á riffilinn og gert hann hálfsjálfvirkan. Hann hefði aftur á móti breytt honum aftur til baka í einskotariffil eftir að hafa notað hann einu sinni á skotsvæði í Höfnum. Sérfræðingurinn Ágúst Bjarki sagði hins vegar að riffillinn sem lá frammi í dómsal hafi enn verið hálfsjálfvirkur þegar hann rannsakaði gripinn. Sækjandi spurði hversu mörgum skotum mætti skjóta úr rifflinum á tíu sekúndum. Heilu „magasíni“ eða þrjátíu skotum, sagði sérfræðingurinn.
Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Reykjavík Tengdar fréttir Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11