Leggja til sumarfrí í íslenskum fótbolta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2024 10:45 Leikmannasamtök Íslands leggja til að gert verði fjögurra vikna hlé á keppni í meistaraflokkum karla og kvenna. Þá geti leikmenn einnig fengið 14 daga frí frá æfingum. Vísir/Diego Stjórn Leikmannasamtaka Íslands leggur til að á ársþingi KSÍ verði samþykkt að innleitt verði sumerhlé á keppnistímabili í Íslandsmóti mestaraflokka í knattspyrnu á Íslandi. 78. ársþing KSÍ fer fram þann 24. febrúar næstkomandi og eins og oft áður verða mörg mál á dagskrá. Þar á meðal er tillaga Leikmannasamtaka Íslands um sumarhlé, sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og að deildunum verði þá skipt upp í vor- og haust tímabil. Í tillögu Leikmannasamtakana kemur einnig fram að í sumarhléinu eigi leikmenn að fá 14 daga samfleytt frí frá skipulögðum æfingum hjá sínum félagsliðum. Fordæmin séu til á Norðurlöndunum Í tillögunni er einnig bent á að fordæmi fyrir mið-tímabilshléi liggi fyrir á Norðurlöndunum. „Fordæmi fyrir mið-tímabilshléi liggja fyrir á Norðurlöndunum, þar sem sumarhléin eru sett í FIFA/UEFA/Ólympíu- lokakeppnisglugga,“ sgir í tillögunni. „Sem dæmi mun sumarið 2024 í Herrallsvenskan í Svíþjóð taka sumarhlé í deild milli 2. júní – 6. júlí, þegar mótið hefurspilað 12 umferðir fyrir sumarhlé. Til samanburðar mun Damallsvenskan í Svíþjóð taka sumarhlé frá 8.júlí – 22.ágúst, eftir 15 spilaðar umferðir, eða á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir í París. Sumarhléin 2024 í efstu deildum í Svíþjóð er í lengra lagi, þar sem í ár er bæði EM KK og Ólympíuleikar, þar sem A-landslið KVK taka þátt.“ Þá séu einnig fordæmi fyrir því að slík hlé hafi verið gerð á Íslandsmótinu í knattspyrnu áður. „Mótanefnd KSÍ hefur hagrætt móta fyrirkomulagi varðandi Íslandsmót í knattspyrnu áður, þegar landslið Íslands hafa tekið þátt ístórmótum, A-landslið KK (EM 2016 & HM 2018), A-landslið KVK (EM 2017 & 2022) og 19 ára landslið KK og KVK (EM 2023).“ „Til að gefa leikmönnum tíma til andlegrar og líkamlegrar endurheimtar“ Að lokum nefna Leikmannasamtökin ástæðu þess að tillagan er lögð fram. Þar segir að það sé gert til að gefa leikmönnum tíma í endurheimt, sem og að gefa þjálfurum, starfsfólki og sjálfboðaliðum möguleika á sumarfríi. „Tímabilshlé í knattspyrnu er gert til að gefa leikmönnum tíma til andlegrar og líkamlegrar endurheimtar, ásamt því að gefa þjálfurum, starfsfólki og sjálfboðaliðum félaga möguleika á sumarfríi. Lagt er til að sumarhlé á keppnisleikjum í Íslandsmóti í knattspyrnu varir að minnsta kosti fjórar vikur, til þess að geta gefið þjálfurum og leikmönnum tíma til 14 daga samliggjandi frís ásamt undirbúningstíma fyrir komandi haust tímabil.“ Tillöguna í heild sinni má lesa með því að smella hér. Íslenski boltinn Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
78. ársþing KSÍ fer fram þann 24. febrúar næstkomandi og eins og oft áður verða mörg mál á dagskrá. Þar á meðal er tillaga Leikmannasamtaka Íslands um sumarhlé, sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og að deildunum verði þá skipt upp í vor- og haust tímabil. Í tillögu Leikmannasamtakana kemur einnig fram að í sumarhléinu eigi leikmenn að fá 14 daga samfleytt frí frá skipulögðum æfingum hjá sínum félagsliðum. Fordæmin séu til á Norðurlöndunum Í tillögunni er einnig bent á að fordæmi fyrir mið-tímabilshléi liggi fyrir á Norðurlöndunum. „Fordæmi fyrir mið-tímabilshléi liggja fyrir á Norðurlöndunum, þar sem sumarhléin eru sett í FIFA/UEFA/Ólympíu- lokakeppnisglugga,“ sgir í tillögunni. „Sem dæmi mun sumarið 2024 í Herrallsvenskan í Svíþjóð taka sumarhlé í deild milli 2. júní – 6. júlí, þegar mótið hefurspilað 12 umferðir fyrir sumarhlé. Til samanburðar mun Damallsvenskan í Svíþjóð taka sumarhlé frá 8.júlí – 22.ágúst, eftir 15 spilaðar umferðir, eða á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir í París. Sumarhléin 2024 í efstu deildum í Svíþjóð er í lengra lagi, þar sem í ár er bæði EM KK og Ólympíuleikar, þar sem A-landslið KVK taka þátt.“ Þá séu einnig fordæmi fyrir því að slík hlé hafi verið gerð á Íslandsmótinu í knattspyrnu áður. „Mótanefnd KSÍ hefur hagrætt móta fyrirkomulagi varðandi Íslandsmót í knattspyrnu áður, þegar landslið Íslands hafa tekið þátt ístórmótum, A-landslið KK (EM 2016 & HM 2018), A-landslið KVK (EM 2017 & 2022) og 19 ára landslið KK og KVK (EM 2023).“ „Til að gefa leikmönnum tíma til andlegrar og líkamlegrar endurheimtar“ Að lokum nefna Leikmannasamtökin ástæðu þess að tillagan er lögð fram. Þar segir að það sé gert til að gefa leikmönnum tíma í endurheimt, sem og að gefa þjálfurum, starfsfólki og sjálfboðaliðum möguleika á sumarfríi. „Tímabilshlé í knattspyrnu er gert til að gefa leikmönnum tíma til andlegrar og líkamlegrar endurheimtar, ásamt því að gefa þjálfurum, starfsfólki og sjálfboðaliðum félaga möguleika á sumarfríi. Lagt er til að sumarhlé á keppnisleikjum í Íslandsmóti í knattspyrnu varir að minnsta kosti fjórar vikur, til þess að geta gefið þjálfurum og leikmönnum tíma til 14 daga samliggjandi frís ásamt undirbúningstíma fyrir komandi haust tímabil.“ Tillöguna í heild sinni má lesa með því að smella hér.
Íslenski boltinn Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira