„Hafa alla burði til að fara alla leið og vinna þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2024 12:30 Daniel Mortensen er mikilvægur hlekkur í liði Grindavíkur. Hann setti niður sex þrista í átta tilraunum gegn Þór Þorlákshöfn á fimmtudaginn. Vísir/Hulda Margrét Frammistaða Grindvíkinga gegn Þór í Þorlákshöfn síðastliðinn fimmtudag var til umræðu í Körfuboltakvöldi í gær. Teitur Örlygsson, sérfræðingur þáttarins, segir að liðið geti farið alla leið. Grindvíkingar unnu sterkan átta stiga sigur gegn Þórsurum á útivelli á fimmtudaginn, 84-92. Þetta var sjöundi sigur Grindvíkinga í röð og liðið er nú með 22 stig líkt og Keflavík, Njarðvík og Þór í 2.-5. sæti deildarinnar. Keflavík og Njarðvík eiga þó bæði leik til góða. Þeir Daniel Mortensen og Julio De Assis hafa komið vel inn í Grindavíkurliðið á tímabilinu, en Mortensen kom til liðsins í sumar og Julio bættist í hópinn stuttu fyrir jól. Mortensen var lengi vel stigahæsti maður Grindvíkinga í leiknum gegn Þór á fimmtudaginn og endaði með 24 stig, þar af setti hann niður sex þrista í átta tilraunum. „Þetta er einn besti leikurinn hans í vetur,“ sagði Teitur Örlygsson um frammistöðu Danans. „Ég hef á tilfinningunni að einhver hafi talað bara við hann, bankað á hausinn í honum því hann hittir bara öllu orðið.“ Tekur minna hlutverki með bros á vör Julio De Assis fékk einnig mikið hrós frá sérfræðingum þáttarins, en hann gekk í raðir Grindavíkur í desember á síðasta ári. „Hann kemur inn í allt annað hlutverk en hann var í hjá Breiðablik í fyrra. Hann er að taka miklu færri skot og er að reyna miklu minna,“ sagði Ómar Örn Sævaarsson um Julio. „Það er oft erfitt fyrir svona menn að sætta sig við minna hlutverk en mér finnst hann gera það bara með bros á vör. Mér finnst hann vera rosalega jálvæður og orkumikill.“ „Á augnablikum getur [DeAndre] Kane verið svolítið neikvæður, en þá finnst mér Julio bara taka því. Það komu tvö atvik í leiknum þar sem Kane missti bara boltann út af og snýr sér að einhverjum til að kenna einhverjum öðrum um og þá er eins og Julio bara taki það á sig.“ Grindvíkingar geti farið alla leið Teitur Örlygsson greip að lokum boltann á lofti og setti smá pressu á Grindvíkinga. Hann segir að liðið geti farið alla leið og unnið þann stóra. „Ef ég má klára þetta þá finnst mér Grindavík vera orðið svona lið núna sem margir þjálfarar eru bara komnir með smá áhyggjur af. Þeir hafa alla burði til að fara alla leið og vinna þetta,“ sagði Teitur að lokum, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hafa alla burði til að fara alla leið og vinna þetta Körfuboltakvöld Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Sport Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Grindvíkingar unnu sterkan átta stiga sigur gegn Þórsurum á útivelli á fimmtudaginn, 84-92. Þetta var sjöundi sigur Grindvíkinga í röð og liðið er nú með 22 stig líkt og Keflavík, Njarðvík og Þór í 2.-5. sæti deildarinnar. Keflavík og Njarðvík eiga þó bæði leik til góða. Þeir Daniel Mortensen og Julio De Assis hafa komið vel inn í Grindavíkurliðið á tímabilinu, en Mortensen kom til liðsins í sumar og Julio bættist í hópinn stuttu fyrir jól. Mortensen var lengi vel stigahæsti maður Grindvíkinga í leiknum gegn Þór á fimmtudaginn og endaði með 24 stig, þar af setti hann niður sex þrista í átta tilraunum. „Þetta er einn besti leikurinn hans í vetur,“ sagði Teitur Örlygsson um frammistöðu Danans. „Ég hef á tilfinningunni að einhver hafi talað bara við hann, bankað á hausinn í honum því hann hittir bara öllu orðið.“ Tekur minna hlutverki með bros á vör Julio De Assis fékk einnig mikið hrós frá sérfræðingum þáttarins, en hann gekk í raðir Grindavíkur í desember á síðasta ári. „Hann kemur inn í allt annað hlutverk en hann var í hjá Breiðablik í fyrra. Hann er að taka miklu færri skot og er að reyna miklu minna,“ sagði Ómar Örn Sævaarsson um Julio. „Það er oft erfitt fyrir svona menn að sætta sig við minna hlutverk en mér finnst hann gera það bara með bros á vör. Mér finnst hann vera rosalega jálvæður og orkumikill.“ „Á augnablikum getur [DeAndre] Kane verið svolítið neikvæður, en þá finnst mér Julio bara taka því. Það komu tvö atvik í leiknum þar sem Kane missti bara boltann út af og snýr sér að einhverjum til að kenna einhverjum öðrum um og þá er eins og Julio bara taki það á sig.“ Grindvíkingar geti farið alla leið Teitur Örlygsson greip að lokum boltann á lofti og setti smá pressu á Grindvíkinga. Hann segir að liðið geti farið alla leið og unnið þann stóra. „Ef ég má klára þetta þá finnst mér Grindavík vera orðið svona lið núna sem margir þjálfarar eru bara komnir með smá áhyggjur af. Þeir hafa alla burði til að fara alla leið og vinna þetta,“ sagði Teitur að lokum, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hafa alla burði til að fara alla leið og vinna þetta
Körfuboltakvöld Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Sport Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira