Matarbirgðir til sveltandi Gasabúa sitja fastar í ísraelska tollinum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. febrúar 2024 15:02 Hundruðir þúsunda dvelja í frumstæðum tjaldbúðum í borginni Rafah. AP/Fatima Shbair Matarbirgðir ætlaðar rúmri milljón Palestínumönnum á vergangi eru fastar í ísraelskri höfn vegna boða ísraelskra yfirvalda. Þetta segir Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Samkvæmt þeim vofir sultur yfir fjórðungi allra Palestínumanna. Skipað að afgreiða ekki matarbirgðir Guardian greinir frá því að Philippe Lazzarini formaður UNRWA segi að miklar matarbirgðir hafi sitið fastar í ísraelsku hafnarborginni Ashdod og að ísraelskt verktakafyrirtæki sem samtökin starfa með hafi fengið símtal frá tolleftirliti Ísraels þar sem þeim var skipað að afgreiða engar birgðir flóttamannaaðstoðarinnar. #Gaza A food shipment for 1.1 million people is stuck at Israeli port due to recent restrictions from Israeli authorities.1,049 containers of rice, flour, chickpeas, sugar & cooking oil are stuck as families in #Gaza face hunger & starvation @AP https://t.co/NaCSwDdqET— UNRWA (@UNRWA) February 10, 2024 Í færslu sem Palestínuflóttamannaaðstoðin birti á samfélagsmiðilinn X kemur fram að meira en þúsund kassar af hrísgrjónum, hveiti, kjúklingabaunum, sykri og matreiðsluolíu séu fastir. Samkvæmt Guardian væru birgðirnar nægar til að brauðfæða 1,1 milljón manns í mánuð. Ísraelski herinn er að undirbúa rýmingu borgarinnar og segir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, það vera einu leiðina til að uppræta Hamas. Fjöldi látinna nálgast þrjátíu þúsund Hundruðir þúsunda Gasabúa dvelja nú í frumstæðum tjaldbúðum við borgina Rafa við landamæri Egyptalands og er hún orðin síðasta skjól þeirra. Loftárásir á borgina hafa aukist og hafa margir látið lífið. Herinn hefur fengið skipun um að undirbúa rýmingu borgarinnar og segir forsætisráðherra Ísraels það einu leiðina til að ná því markmiði að uppræta Hamas. Samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem er rekið af Hamas, hafa 117 Palestínumenn látist og 152 særst á síðasta sólarhring. Alls er talið að rúmlega 28 þúsund Palestínumanna hafi látið lífið síðan innrás Ísraels hófst. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Sjá meira
Þetta segir Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Samkvæmt þeim vofir sultur yfir fjórðungi allra Palestínumanna. Skipað að afgreiða ekki matarbirgðir Guardian greinir frá því að Philippe Lazzarini formaður UNRWA segi að miklar matarbirgðir hafi sitið fastar í ísraelsku hafnarborginni Ashdod og að ísraelskt verktakafyrirtæki sem samtökin starfa með hafi fengið símtal frá tolleftirliti Ísraels þar sem þeim var skipað að afgreiða engar birgðir flóttamannaaðstoðarinnar. #Gaza A food shipment for 1.1 million people is stuck at Israeli port due to recent restrictions from Israeli authorities.1,049 containers of rice, flour, chickpeas, sugar & cooking oil are stuck as families in #Gaza face hunger & starvation @AP https://t.co/NaCSwDdqET— UNRWA (@UNRWA) February 10, 2024 Í færslu sem Palestínuflóttamannaaðstoðin birti á samfélagsmiðilinn X kemur fram að meira en þúsund kassar af hrísgrjónum, hveiti, kjúklingabaunum, sykri og matreiðsluolíu séu fastir. Samkvæmt Guardian væru birgðirnar nægar til að brauðfæða 1,1 milljón manns í mánuð. Ísraelski herinn er að undirbúa rýmingu borgarinnar og segir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, það vera einu leiðina til að uppræta Hamas. Fjöldi látinna nálgast þrjátíu þúsund Hundruðir þúsunda Gasabúa dvelja nú í frumstæðum tjaldbúðum við borgina Rafa við landamæri Egyptalands og er hún orðin síðasta skjól þeirra. Loftárásir á borgina hafa aukist og hafa margir látið lífið. Herinn hefur fengið skipun um að undirbúa rýmingu borgarinnar og segir forsætisráðherra Ísraels það einu leiðina til að ná því markmiði að uppræta Hamas. Samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem er rekið af Hamas, hafa 117 Palestínumenn látist og 152 særst á síðasta sólarhring. Alls er talið að rúmlega 28 þúsund Palestínumanna hafi látið lífið síðan innrás Ísraels hófst.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Sjá meira