Innlent

Suðurnesjabúar fá frítt í sund í Hvera­gerði

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Suðurnesjabúar komast frítt í sund í Hveragerði. 
Suðurnesjabúar komast frítt í sund í Hveragerði.  Vísir/Vilhelm

Hveragerðisbær býður íbúum á Suðurnesjum frítt í sundlaugina í Laugaskarði í Hveragerði í dag og svo lengi sem heitavatnsleysi varir. 

Þetta kemur fram á vef Hveragerðis. 

Heitavatnslaust hefur verið á Suðurnesjum frá því skömmu eftir að eldgos hófst við Sundhnúksgíga á fimmtudagsmorgun og kvika flæddi yfir vatnsleiðslu. 

Gosinu lauk í gær en gert er ráð fyrir margra daga heitavatnsleysi á Suðurnesjum. Eins og fram kom á upplýsingafundi fyrr í dag er fólk beðið um að halda rafmagnsnotkun í lágmarki. 

Bensínstöðin N1 hefur að auki opnað fyrir hraðhleðslu í Reykjanesbæ þannig að íbúar geta hlaðið rafbíla sína frítt á hraðhleðslustöð félagsins.


Tengdar fréttir

Geta hlaðið bíla sína frítt

N1 hefur opnað fyrir hraðhleðslu í Reykjanesbæ þannig að íbúar geta hlaðið rafbíla sína frítt á hraðhleðslustöð félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×