Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. febrúar 2024 10:40 Hann segir ákvörðunina hafa verið tekna án eðlilegrar málsmeðferðar vegna eðlis ásakananna á hendur þeim. EPA/Salvatore di Nolfi Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Jerúsalem á föstudaginn var hann spurður hvort hann hefði gögn við hendi varðandi ásakanir Ísraela og svaraði hann því neitandi. Hann bætti við að rannsóknin væri yfirstandandi. Hann lýsti ákvörðun sinni sem „öfugri eðlilegri málsmeðferð.“ Guardian greinir frá. „Ég hefði getað vikið þeim tímabundið úr starf, en ég rak þá. Og nú er rannsókn í gangi og ef rannsóknin sýnir fram á að ákvörðunin hafi verið röng, þá munum við í Sameinuðu þjóðunum taka ákvörðun um hvernig eigi að bæta þeim þetta.“ Umfangsmiklar ásakanir Hann segist hafa tekið ákvörðun um leið og ásakanirnar bárust vegna þess hve alvarlegar þær voru. Stofnunin hafi þurft að glíma við harðar árásir. Ísraelsmenn hafa haldið því fram að allt að einum tíunda starfsmanna samtakanna séu hliðhollir Hamasliðum og vilja leysa samtökin upp. Yfirvöld í Tel Avív hafa sakað tugi starfsmanna þeirra um þátttöku í árásum Hamasliða á Ísrael sem leiddi til dauða rúmlega tólfhundruð manns. Um 28 þúsund hafa látið lífið í árásum á Gasasvæðinu þar á meðal tveir hinna ásökuðu.AP/Mohammed Hajjar Utanríkisráðuneyti Ísraels upplýsti Lazzarini um áskanirnar þann átjánda janúar og voru níu þeirra tólf sem sakaðir voru um aðild reknir á staðnum. Tveir þeirra höfðu þegar látist í loftárásum Ísraels. Í kjölfarið frystu fjölmörg lönd greiðslur til samtakanna, þar á meðal Ísland. UNRWA hafi engan aðgang að gögnunum Lazzarini segir talsmenn ísraelska yfirvalda hafa lesið upp nöfn hinna ásökuðu, ásamt ítarlegum lýsingum á eðli þátttöku þeirra í árásum Hamasliða. UNRWA hafi þó ekki verið veitt eintak af skjölunum. Hann segir ísraelsk yfirvöld þó ekki hafa hreyft mótbárum þegar nöfn einstaklinganna voru lögð fram til skoðunar á síðasta árum eins og gert er með alla starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar. António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur komið ákvörðun Lazzarini til varnar og segir gögn Ísraelsmanna trúverðug. „Við gátum ekki tekið áhættuna á því að bregðast ekki strax við þar sem ásakanirnar vörðuðu glæpsamlegt athæfi,“ segir Guterres á fimmtudag. Sameinuðu þjóðirnar Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Á blaðamannafundi sem haldinn var í Jerúsalem á föstudaginn var hann spurður hvort hann hefði gögn við hendi varðandi ásakanir Ísraela og svaraði hann því neitandi. Hann bætti við að rannsóknin væri yfirstandandi. Hann lýsti ákvörðun sinni sem „öfugri eðlilegri málsmeðferð.“ Guardian greinir frá. „Ég hefði getað vikið þeim tímabundið úr starf, en ég rak þá. Og nú er rannsókn í gangi og ef rannsóknin sýnir fram á að ákvörðunin hafi verið röng, þá munum við í Sameinuðu þjóðunum taka ákvörðun um hvernig eigi að bæta þeim þetta.“ Umfangsmiklar ásakanir Hann segist hafa tekið ákvörðun um leið og ásakanirnar bárust vegna þess hve alvarlegar þær voru. Stofnunin hafi þurft að glíma við harðar árásir. Ísraelsmenn hafa haldið því fram að allt að einum tíunda starfsmanna samtakanna séu hliðhollir Hamasliðum og vilja leysa samtökin upp. Yfirvöld í Tel Avív hafa sakað tugi starfsmanna þeirra um þátttöku í árásum Hamasliða á Ísrael sem leiddi til dauða rúmlega tólfhundruð manns. Um 28 þúsund hafa látið lífið í árásum á Gasasvæðinu þar á meðal tveir hinna ásökuðu.AP/Mohammed Hajjar Utanríkisráðuneyti Ísraels upplýsti Lazzarini um áskanirnar þann átjánda janúar og voru níu þeirra tólf sem sakaðir voru um aðild reknir á staðnum. Tveir þeirra höfðu þegar látist í loftárásum Ísraels. Í kjölfarið frystu fjölmörg lönd greiðslur til samtakanna, þar á meðal Ísland. UNRWA hafi engan aðgang að gögnunum Lazzarini segir talsmenn ísraelska yfirvalda hafa lesið upp nöfn hinna ásökuðu, ásamt ítarlegum lýsingum á eðli þátttöku þeirra í árásum Hamasliða. UNRWA hafi þó ekki verið veitt eintak af skjölunum. Hann segir ísraelsk yfirvöld þó ekki hafa hreyft mótbárum þegar nöfn einstaklinganna voru lögð fram til skoðunar á síðasta árum eins og gert er með alla starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar. António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur komið ákvörðun Lazzarini til varnar og segir gögn Ísraelsmanna trúverðug. „Við gátum ekki tekið áhættuna á því að bregðast ekki strax við þar sem ásakanirnar vörðuðu glæpsamlegt athæfi,“ segir Guterres á fimmtudag.
Sameinuðu þjóðirnar Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira