Hitaveitu fyrir Kópavog Ómar Stefánsson skrifar 12. febrúar 2024 07:00 Í desember 1964 var stofnuð Hitaveita Kópavogs. Nú tæpum 60 árum seinna er tímabært að setja hana í gang að nýju og byrja að leita að heitu vatni, því oft var þörf en nú er nauðsyn. Undanfarin ár hefur það gerst oftar en ekki að fólk á höfuðborgarsvæðinu hefur verið beðið um spara heita vatnið og sundlaugar hafa þurft að loka vegna skorts á heitu vatni. Það er ljóst að það er hægt að finna heitt vatn víða í landi Kópavogs. Með því að byrja að huga að þessum málum sem fyrst er hægt að vinna að hitaveitu fyrir Kópavog á hagkvæman hátt og skoða vel hvaða svæði henta til notkunar. Sjálfur myndi ég byrja á að leita í landi Kópavogs rétt við Smiðjuveg og Kjarrhólma áður en við förum upp að Lækjarbotnum og þar á austursvæði Kópavogs landsins. Á undanförnum árum hefur hér á höfuðborgarsvæðinu þurft að loka sundlaugum þar sem á álagstímum hefur Orkuveita Reykjavíkur einfaldlega brugðist í þessum málum. Þannig að þörfin fyrir heitt vatn er mikil hér á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt hefur verð á heitu vatni, til sérstakra nota, hækkað um rúmlega 25% á síðustu fjórum árum, þannig að það má engan tíma missa. Bæjarstjórn Kópavogs getur nú þegar sett í gang vinnu við undirbúning og með markvissri vinnu gætum við eignast okkar eigin hitaveitu á næstu árum sem gæti veitt Kópavogsbúum og jafnvel fleirum ánægju og vellíðan um ókomna tíð. Fyrir þau sem hafa áhuga á að skoða heitu svæðin í landi Kópavogs þá er auðvelt að skoða heimasíðu Orkustofnunar. Kort af Íslandi | Map of Iceland Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Kópavogur Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í desember 1964 var stofnuð Hitaveita Kópavogs. Nú tæpum 60 árum seinna er tímabært að setja hana í gang að nýju og byrja að leita að heitu vatni, því oft var þörf en nú er nauðsyn. Undanfarin ár hefur það gerst oftar en ekki að fólk á höfuðborgarsvæðinu hefur verið beðið um spara heita vatnið og sundlaugar hafa þurft að loka vegna skorts á heitu vatni. Það er ljóst að það er hægt að finna heitt vatn víða í landi Kópavogs. Með því að byrja að huga að þessum málum sem fyrst er hægt að vinna að hitaveitu fyrir Kópavog á hagkvæman hátt og skoða vel hvaða svæði henta til notkunar. Sjálfur myndi ég byrja á að leita í landi Kópavogs rétt við Smiðjuveg og Kjarrhólma áður en við förum upp að Lækjarbotnum og þar á austursvæði Kópavogs landsins. Á undanförnum árum hefur hér á höfuðborgarsvæðinu þurft að loka sundlaugum þar sem á álagstímum hefur Orkuveita Reykjavíkur einfaldlega brugðist í þessum málum. Þannig að þörfin fyrir heitt vatn er mikil hér á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt hefur verð á heitu vatni, til sérstakra nota, hækkað um rúmlega 25% á síðustu fjórum árum, þannig að það má engan tíma missa. Bæjarstjórn Kópavogs getur nú þegar sett í gang vinnu við undirbúning og með markvissri vinnu gætum við eignast okkar eigin hitaveitu á næstu árum sem gæti veitt Kópavogsbúum og jafnvel fleirum ánægju og vellíðan um ókomna tíð. Fyrir þau sem hafa áhuga á að skoða heitu svæðin í landi Kópavogs þá er auðvelt að skoða heimasíðu Orkustofnunar. Kort af Íslandi | Map of Iceland Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar