Samstarf

Insta­Volt lækkaði verð tíma­bundið á hrað­hleðslu­stöðinni í Reykja­nes­bæ

InstaVolt
Á meðan fólk á Suðurnesjum var hvatt til að hlaða ekki rafbíla heima hjá sér þegar ekkert heitt vatn barst í hús lækkaði InstaVolt verð á hraðhleðslustöðvum sínum við Marriot hótelið í Reykjanesbæ.
Á meðan fólk á Suðurnesjum var hvatt til að hlaða ekki rafbíla heima hjá sér þegar ekkert heitt vatn barst í hús lækkaði InstaVolt verð á hraðhleðslustöðvum sínum við Marriot hótelið í Reykjanesbæ.

Í ljósi fyrri tilmæla um að hlaða ekki rafbíla heima meðan heita vatnið datt út á Suðurnesjum nýlega ákvað InstaVolt að lækka verð á hraðhleðslustöðvum sínum við Marriot hótelið í Reykjanesbæ í 25 kr.

Við rekum stærsta hraðhleðslugarð Íslands í Reykjanesbæ með 20 stöðvum. Því gátu allir komið til að hlaða bílana sína meðan heita vatnið var ekki komið á hús á Suðurnesjum. Ekki var þörf á neinni skráningu og hægt var að greiða beint með greiðslukortum á stöðvunum.

Nú er heitt vatn komið á hús á Suðurnesjum og tímabundni afslátturinn því fallinn úr gildi.

InstaVolt rekur stærsta hraðhleðslugarð Íslands í Reykjanesbæ með 20 stöðvum. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×