Staðan „hundsúr“ og óskar eftir viðhorfsbreytingu hjá SA Bjarki Sigurðsson skrifar 12. febrúar 2024 10:51 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Ívar Fannar Formaður Starfsgreinasambandsins segir segir stöðuna í kjaraviðræðunum vera hundsúra. Hann segir það vanta viðhorfsbreytingu hjá Samtökum atvinnulífsins (SA) til þess að samningsaðilar nái að semja. Ávinningurinn fyrir ríkið gæti hlaupið á tugum milljarða króna verði samið. Á föstudag sleit breiðfylking ASÍ kjaraviðræðum við SA eftir stífar viðræður síðustu vikur. Viðræðurnar strönduðu á forsenduákvæðum sem snúa að verðbólgu og vöxtum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og einn forsvarsmanna breiðfylkingarinnar, ræddi stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir stöðuna „hundsúra“ en búið var að ná samkomulagi um meginatriði samningsins, til að mynda launaliðinn. „Hann er frá. Þess vegna finnst mér alveg með ólíkindum að SA hafi látið stranda á þessum svokölluðum forsenduákvæðum. Ég er enn þá að klóra mér í hausnum yfir því hvernig í raun og veru það mátti gerast,“ segir Vilhjálmur. Klippa: Bítið - Staðan í kjaraviðræðum frekar súr Allir þurfi að taka þátt Breiðfylkingin hafi lagt fram afskaplega hófstilltar launahækkanir en ekki sé hægt að semja um þær til þriggja eða fjögurra ára, án þess að setja upp varnir fyrir launafólk. Meðal þessara varna voru ákvæði um að verðbólga yrði komin niður í fjögur prósent í febrúar 2025 og að stýrivextir Seðlabankans yrðu komnir niður í 6,75 prósent. Í dag er verðbólga 6,7 prósent og stýrivextir 9,25 prósent. „Þegar við leggjum þetta fram með þessum hætti, þá þurfum við að geta treyst því að aðrir aðilar í íslensku samfélagi taki þátt í þessu með okkur í að þessar aðstæður skapist. Að verðbólgan og vextir fari niður,“ segir Vilhjálmur. Hann telur breiðfylkinguna ekki vera að vega gegn sjálfstæði Seðlabankans þegar kemur að stýrivaxtaákvörðunum með þessu ákvæði. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að Seðlabankinn er sjálfstæður og horfir bara á verðbólgu sem er á hverjum tíma fyrir sig og hvort hann þurfi að beita þeim tækjum og tólum sem hann þarf til að ná niður verðbólgunni. Það er enginn ágreiningur um það. Við erum hins vegar að setja þetta skilyrði inn til þess að aðrir taki þátt í því að Seðlabankinn fái það tækifæri til þess að láta verðbólguna fara niður,“ segir Vilhjálmur. Gríðarlegur ávinningur Hann segir að samningurinn myndi spara ríkissjóð tugi milljarða. Þá sé hann 44 prósent kostnaðarminni en samningurinn sem gerður var í desember 2022. „Okkar kjarasamningur er að tala um að það sé í kringum fjögur prósent. Þannig sparnaður ríkisins sem er að greiða 530 milljarða í laun á ári, yrði 24 milljarðar bara út frá þessum þætti,“ segir Vilhjálmur. „Ef þetta verkefni tekst, ávinningurinn er margfalt meiri fyrir ríkissjóð heldur en nokkurn tímann það framlag sem þeir setja til að styðja við samninginn. Þetta er staðreynd.“ Aðspurður hvort breiðfylkingin og SA geti einhvern tímann náð samkomulagi segir Vilhjálmur það þurfa viðhorfsbreytingu hjá SA. „En ávinningurinn á því, ef þetta tekst, trúið mér. Ef þetta verkefni tekst, að launafólk taki þátt í því með þessum hætti. Fyrirtækin tækju þátt, ríkið tæki þátt, sveitarfélögin tækju þátt. Og við tökum öll þátt í því að ná niður verðbólgu hér, þá er það lang langmesti ávinningur sem íslenskt launafólk, íslensk heimili, íslensk fyrirtæki og allir geta fengið með því að sjá vextina lækka,“ segir Vilhjálmur. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fjármál heimilisins Efnahagsmál Bítið Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Á föstudag sleit breiðfylking ASÍ kjaraviðræðum við SA eftir stífar viðræður síðustu vikur. Viðræðurnar strönduðu á forsenduákvæðum sem snúa að verðbólgu og vöxtum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og einn forsvarsmanna breiðfylkingarinnar, ræddi stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir stöðuna „hundsúra“ en búið var að ná samkomulagi um meginatriði samningsins, til að mynda launaliðinn. „Hann er frá. Þess vegna finnst mér alveg með ólíkindum að SA hafi látið stranda á þessum svokölluðum forsenduákvæðum. Ég er enn þá að klóra mér í hausnum yfir því hvernig í raun og veru það mátti gerast,“ segir Vilhjálmur. Klippa: Bítið - Staðan í kjaraviðræðum frekar súr Allir þurfi að taka þátt Breiðfylkingin hafi lagt fram afskaplega hófstilltar launahækkanir en ekki sé hægt að semja um þær til þriggja eða fjögurra ára, án þess að setja upp varnir fyrir launafólk. Meðal þessara varna voru ákvæði um að verðbólga yrði komin niður í fjögur prósent í febrúar 2025 og að stýrivextir Seðlabankans yrðu komnir niður í 6,75 prósent. Í dag er verðbólga 6,7 prósent og stýrivextir 9,25 prósent. „Þegar við leggjum þetta fram með þessum hætti, þá þurfum við að geta treyst því að aðrir aðilar í íslensku samfélagi taki þátt í þessu með okkur í að þessar aðstæður skapist. Að verðbólgan og vextir fari niður,“ segir Vilhjálmur. Hann telur breiðfylkinguna ekki vera að vega gegn sjálfstæði Seðlabankans þegar kemur að stýrivaxtaákvörðunum með þessu ákvæði. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að Seðlabankinn er sjálfstæður og horfir bara á verðbólgu sem er á hverjum tíma fyrir sig og hvort hann þurfi að beita þeim tækjum og tólum sem hann þarf til að ná niður verðbólgunni. Það er enginn ágreiningur um það. Við erum hins vegar að setja þetta skilyrði inn til þess að aðrir taki þátt í því að Seðlabankinn fái það tækifæri til þess að láta verðbólguna fara niður,“ segir Vilhjálmur. Gríðarlegur ávinningur Hann segir að samningurinn myndi spara ríkissjóð tugi milljarða. Þá sé hann 44 prósent kostnaðarminni en samningurinn sem gerður var í desember 2022. „Okkar kjarasamningur er að tala um að það sé í kringum fjögur prósent. Þannig sparnaður ríkisins sem er að greiða 530 milljarða í laun á ári, yrði 24 milljarðar bara út frá þessum þætti,“ segir Vilhjálmur. „Ef þetta verkefni tekst, ávinningurinn er margfalt meiri fyrir ríkissjóð heldur en nokkurn tímann það framlag sem þeir setja til að styðja við samninginn. Þetta er staðreynd.“ Aðspurður hvort breiðfylkingin og SA geti einhvern tímann náð samkomulagi segir Vilhjálmur það þurfa viðhorfsbreytingu hjá SA. „En ávinningurinn á því, ef þetta tekst, trúið mér. Ef þetta verkefni tekst, að launafólk taki þátt í því með þessum hætti. Fyrirtækin tækju þátt, ríkið tæki þátt, sveitarfélögin tækju þátt. Og við tökum öll þátt í því að ná niður verðbólgu hér, þá er það lang langmesti ávinningur sem íslenskt launafólk, íslensk heimili, íslensk fyrirtæki og allir geta fengið með því að sjá vextina lækka,“ segir Vilhjálmur.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fjármál heimilisins Efnahagsmál Bítið Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira