Sigursteinn Arndal: Dapurt að dómararnir gátu ekki farið í skjáinn Andri Már Eggertsson skrifar 12. febrúar 2024 21:40 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var svekktur eftir leik Vísir/Hulda Margrét FH er úr leik í Powerade-bikarnum eftir fjögurra marka tap gegn Haukum 33-29. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var svekktur eftir tap kvöldsins. „Mér fannst við aldrei ná varnarleik í leiknum og þar af leiðandi vorum við að elta meira og minna allan leikinn,“ sagði Sigursteinn Arndal í viðtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Vörn og markvarsla helst í hendur og við vinnum og töpum sem lið. Við reyndum að gera ýmislegt en það var afar lítið sem gekk upp.“ FH gerði fyrstu tvö mörkin í leiknum en Haukar svöruðu með fimm mörkum í röð og gestirnir komust aldrei yfir eftir það. „Varnarlega vorum við ekki góðir og á sama tíma vorum við að klikka á dauðafærum. Þeir fengu sjálfstraust og það er erfitt að mæta Haukum þar sem þeir eru með gott handboltalið.“ Sigursteinn var ekki ánægður með byrjunina hjá FH bæði í fyrri og seinni hálfleik. „Byrjunin okkar í seinni hálfleik var líka léleg varnarlega og stóðst ekki það sem við ætluðum okkur að gera.“ Aðspurður hvernig hann upplifði rauða spjaldið sem Jakob Martin Ásgeirsson fékk sagðist Sigursteinn ekki hafa séð atvikið vel. „Ég sá það ekki. Mér finnst samt dapurt að það hafi ekki verið hægt að skoða atvikið þrátt fyrir að leikurinn sé í beinni útsendingu og við erum í átta liða úrslitum. Það getur vel verið að dómararnir hafi haft rétt fyrir sér svo það sé tekið fram en ég hefði viljað sjá þá tryggja það.“ FH er úr leik í Powerade-bikarnum og það eru mikil vonbrigði fyrir félagið sem var spáð góðu gengi fyrir tímabilið og liðið ætlaði sér að vinna alla titla sem í boði eru. „Það er staðreynd að við erum úr leik og við ætluðum okkur langt í þessari keppni. Við erum mjög svekktir með það og þetta var ekki það sem við ætluðum okkur en það hefur verið uppgangur hjá okkur í deildinni. Það er enginn tími til þess að svekkja sig þar sem við erum á leiðinni til Slóvakíu í tvo leiki,“ sagði Sigursteinn Arndal FH Powerade-bikarinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Sjá meira
„Mér fannst við aldrei ná varnarleik í leiknum og þar af leiðandi vorum við að elta meira og minna allan leikinn,“ sagði Sigursteinn Arndal í viðtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Vörn og markvarsla helst í hendur og við vinnum og töpum sem lið. Við reyndum að gera ýmislegt en það var afar lítið sem gekk upp.“ FH gerði fyrstu tvö mörkin í leiknum en Haukar svöruðu með fimm mörkum í röð og gestirnir komust aldrei yfir eftir það. „Varnarlega vorum við ekki góðir og á sama tíma vorum við að klikka á dauðafærum. Þeir fengu sjálfstraust og það er erfitt að mæta Haukum þar sem þeir eru með gott handboltalið.“ Sigursteinn var ekki ánægður með byrjunina hjá FH bæði í fyrri og seinni hálfleik. „Byrjunin okkar í seinni hálfleik var líka léleg varnarlega og stóðst ekki það sem við ætluðum okkur að gera.“ Aðspurður hvernig hann upplifði rauða spjaldið sem Jakob Martin Ásgeirsson fékk sagðist Sigursteinn ekki hafa séð atvikið vel. „Ég sá það ekki. Mér finnst samt dapurt að það hafi ekki verið hægt að skoða atvikið þrátt fyrir að leikurinn sé í beinni útsendingu og við erum í átta liða úrslitum. Það getur vel verið að dómararnir hafi haft rétt fyrir sér svo það sé tekið fram en ég hefði viljað sjá þá tryggja það.“ FH er úr leik í Powerade-bikarnum og það eru mikil vonbrigði fyrir félagið sem var spáð góðu gengi fyrir tímabilið og liðið ætlaði sér að vinna alla titla sem í boði eru. „Það er staðreynd að við erum úr leik og við ætluðum okkur langt í þessari keppni. Við erum mjög svekktir með það og þetta var ekki það sem við ætluðum okkur en það hefur verið uppgangur hjá okkur í deildinni. Það er enginn tími til þess að svekkja sig þar sem við erum á leiðinni til Slóvakíu í tvo leiki,“ sagði Sigursteinn Arndal
FH Powerade-bikarinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Sjá meira