Sigursteinn Arndal: Dapurt að dómararnir gátu ekki farið í skjáinn Andri Már Eggertsson skrifar 12. febrúar 2024 21:40 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var svekktur eftir leik Vísir/Hulda Margrét FH er úr leik í Powerade-bikarnum eftir fjögurra marka tap gegn Haukum 33-29. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var svekktur eftir tap kvöldsins. „Mér fannst við aldrei ná varnarleik í leiknum og þar af leiðandi vorum við að elta meira og minna allan leikinn,“ sagði Sigursteinn Arndal í viðtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Vörn og markvarsla helst í hendur og við vinnum og töpum sem lið. Við reyndum að gera ýmislegt en það var afar lítið sem gekk upp.“ FH gerði fyrstu tvö mörkin í leiknum en Haukar svöruðu með fimm mörkum í röð og gestirnir komust aldrei yfir eftir það. „Varnarlega vorum við ekki góðir og á sama tíma vorum við að klikka á dauðafærum. Þeir fengu sjálfstraust og það er erfitt að mæta Haukum þar sem þeir eru með gott handboltalið.“ Sigursteinn var ekki ánægður með byrjunina hjá FH bæði í fyrri og seinni hálfleik. „Byrjunin okkar í seinni hálfleik var líka léleg varnarlega og stóðst ekki það sem við ætluðum okkur að gera.“ Aðspurður hvernig hann upplifði rauða spjaldið sem Jakob Martin Ásgeirsson fékk sagðist Sigursteinn ekki hafa séð atvikið vel. „Ég sá það ekki. Mér finnst samt dapurt að það hafi ekki verið hægt að skoða atvikið þrátt fyrir að leikurinn sé í beinni útsendingu og við erum í átta liða úrslitum. Það getur vel verið að dómararnir hafi haft rétt fyrir sér svo það sé tekið fram en ég hefði viljað sjá þá tryggja það.“ FH er úr leik í Powerade-bikarnum og það eru mikil vonbrigði fyrir félagið sem var spáð góðu gengi fyrir tímabilið og liðið ætlaði sér að vinna alla titla sem í boði eru. „Það er staðreynd að við erum úr leik og við ætluðum okkur langt í þessari keppni. Við erum mjög svekktir með það og þetta var ekki það sem við ætluðum okkur en það hefur verið uppgangur hjá okkur í deildinni. Það er enginn tími til þess að svekkja sig þar sem við erum á leiðinni til Slóvakíu í tvo leiki,“ sagði Sigursteinn Arndal FH Powerade-bikarinn Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Fleiri fréttir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Sjá meira
„Mér fannst við aldrei ná varnarleik í leiknum og þar af leiðandi vorum við að elta meira og minna allan leikinn,“ sagði Sigursteinn Arndal í viðtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Vörn og markvarsla helst í hendur og við vinnum og töpum sem lið. Við reyndum að gera ýmislegt en það var afar lítið sem gekk upp.“ FH gerði fyrstu tvö mörkin í leiknum en Haukar svöruðu með fimm mörkum í röð og gestirnir komust aldrei yfir eftir það. „Varnarlega vorum við ekki góðir og á sama tíma vorum við að klikka á dauðafærum. Þeir fengu sjálfstraust og það er erfitt að mæta Haukum þar sem þeir eru með gott handboltalið.“ Sigursteinn var ekki ánægður með byrjunina hjá FH bæði í fyrri og seinni hálfleik. „Byrjunin okkar í seinni hálfleik var líka léleg varnarlega og stóðst ekki það sem við ætluðum okkur að gera.“ Aðspurður hvernig hann upplifði rauða spjaldið sem Jakob Martin Ásgeirsson fékk sagðist Sigursteinn ekki hafa séð atvikið vel. „Ég sá það ekki. Mér finnst samt dapurt að það hafi ekki verið hægt að skoða atvikið þrátt fyrir að leikurinn sé í beinni útsendingu og við erum í átta liða úrslitum. Það getur vel verið að dómararnir hafi haft rétt fyrir sér svo það sé tekið fram en ég hefði viljað sjá þá tryggja það.“ FH er úr leik í Powerade-bikarnum og það eru mikil vonbrigði fyrir félagið sem var spáð góðu gengi fyrir tímabilið og liðið ætlaði sér að vinna alla titla sem í boði eru. „Það er staðreynd að við erum úr leik og við ætluðum okkur langt í þessari keppni. Við erum mjög svekktir með það og þetta var ekki það sem við ætluðum okkur en það hefur verið uppgangur hjá okkur í deildinni. Það er enginn tími til þess að svekkja sig þar sem við erum á leiðinni til Slóvakíu í tvo leiki,“ sagði Sigursteinn Arndal
FH Powerade-bikarinn Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Fleiri fréttir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn