Lífið

Sjálfsdáleiðslan breytti lífinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þær Ásdís og Brynhildur stunda mikla dáleiðslu.
Þær Ásdís og Brynhildur stunda mikla dáleiðslu.

Kraftaverkamáttur hugans er rauði þráðurinn í vinnu og lífi mæðgnanna Ásdísar Olsen og Brynhildar Karlsdóttur.

En þær vinna með sjálfsdáleiðslu til að skapa það líf sem þær óska sér og eru einnig að kenna það öðrum bæði í einkakennslu og hópum og fyrirlestrum. Og þær hafa nýtt sér dáleiðsluna á magnaðan hátt í sínu eigin lífi.

Vala Matt hitt þær mæðgurnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fór yfir málið.

„Dáleiðsla er eiginlega svona vellíðunarástand þar sem við förum fram hjá huganum og förum í tengingu við það sem er innra með okkur. Við hægjum á heilabylgjunum og það færist yfir okkur ákveðin ró. Og við náum jafnvel ef vel tekst til sambandi við undirmeðvitundina sem við getum hreinlega farið að fá upplýsingar frá,“ segir Ásdís en hér að neðan má sjá brot úr innlagi gærkvöldsins.

Áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2.

Klippa: Sjálfsdáleiðslan breytti lífinu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×