Lífið

Snæ­fríður og Högni eiga von á stúlku

Boði Logason skrifar
Snæfríður og Högni hafa verið saman í um það bil tíu ár.
Snæfríður og Högni hafa verið saman í um það bil tíu ár.

Listaparið Högni Egilsson og Snæfríður Ingvarsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni saman.  Snæfríður deildi gleðtíðindunum í story á Instagram. 

„It's a girl,“ skrifaði Snæfríður við myndskeiðið. Þar mátti sjá þegar parið sprengdi sitthvora konfetti-sprengjuna. Út kom bleikt skraut.

Parið kynntist á skemmtistað í Reykjavík árið 2014 og byrjuðu að hittast stuttu seinna. 

Þau Snæfríður og Högni starfa bæði innan listageirans, hún sem leik- og tónlistarkona og hann sem tónlistarmaður, og eru án efa eitt heitasta par landsins. 

Í mars í fyrra gaf Snæfríður út sitt fyrsta lag Lilies. Lagið fjallar um ást og nýtt upphaf en hvíta liljan er táknmynd um endurnýjun.

„Ég hef alltaf vitað að ég sé performer og það sé mín leið í minni listsköpun. Nú er ég að stíga aðeins meira inn í tónlistina sem mér finnst skemmtilegt og það er gaman að sameina þetta, leiklist, tónlist og dans, “ sagði Snæfríður í samtali við Vísi.

Tónlistarmyndbandið við lagið er tilnefnt til Hlustendaverðlaunanna, sem fara fram 21. mars næstakomandi, sem myndband ársins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×