„Ég elska hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2024 09:30 Brahim Diaz fagnar sigurmarki sínu fyrir Real Madrid í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Getty/ David S. Bustamante Brahim Díaz fékk það krefjandi verkefnið að leysa af Jude Bellingham í fyrri leik Real Madrid og RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Strákurinn stóðst það próf og gott betur. Díaz skoraði eina mark leiksins á glæsilegan hátt eftir mikið einstaklingsframtak. Hann fékk boltann út á kanti, lék á nokkra varnarmenn, kom sér inn í teiginn og afgreiddi boltann upp í fjærhornið. Markið var jafnglæsilegt og það var mikilvægt enda tryggði það Real dýrmætan útisigur. Bellingham sat meiddur heima í stofu en fór inn á samfélagmiðla og heiðraði varamann sinn með orðunum: „Guð minn góður Brahim!“ Það má sjá sigurmark Brahim Díaz hér fyrir neðan. Klippa: Sigurmark Brahim Díaz Díaz talaði vel um Bellingham eftir leikinn. „Ég elska hann,“ sagði Brahim Díaz við Movistar. ESPN segir frá. „Við náðum mjög vel saman frá fyrsta degi. Ég er að hjálpa honum með spænskuna. Hann er heimsklassa leikmaður og ég nýt þess að spila með honum. Fyrir utan sjarmann sinn þá er hann góð manneskja,“ sagði Brahim. „Þrátt fyrir að vera án Jude, sem við söknuðum, [Antonio] Rudiger og allra hinna leikmannanna sem hafa verið lengi meiddir, þá höldum við áfram að sýna það að við erum með frábært lið og að við erum Real Madrid,“ sagði Brahim. Brahim Díaz gekk ekki allt of vel að fóta sig í Real Madrid liðinu eftir að hann kom frá AC Milan. Hann hefur hins vegar komið öflugur inn að undanförnu og þetta var hans áttunda mark á leiktíðinni. „Eftir þessi tvö ár í Mílanó þá er hann sterkri og með meiri karakter,“ sagði Carlo Ancelotti þjálfari um Díaz. „Hann byrjaði tímabilið án þess að fá að spila mikið en þegar hann fékk tækifærið þá hefur hann alltaf skilað til iðsins. Í dag skoraði hann stórbrotið mark,“ sagði Ancelotti. "If a wide receiver would have done that in American football everyone would have gone ballistic, but the ball is at his feet. Sorry wide receivers and sorry @nateburleson."Thierry Henry's analysis of Brahim Diaz's golazo is pure poetry pic.twitter.com/BocZEboH0t— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 13, 2024 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Díaz skoraði eina mark leiksins á glæsilegan hátt eftir mikið einstaklingsframtak. Hann fékk boltann út á kanti, lék á nokkra varnarmenn, kom sér inn í teiginn og afgreiddi boltann upp í fjærhornið. Markið var jafnglæsilegt og það var mikilvægt enda tryggði það Real dýrmætan útisigur. Bellingham sat meiddur heima í stofu en fór inn á samfélagmiðla og heiðraði varamann sinn með orðunum: „Guð minn góður Brahim!“ Það má sjá sigurmark Brahim Díaz hér fyrir neðan. Klippa: Sigurmark Brahim Díaz Díaz talaði vel um Bellingham eftir leikinn. „Ég elska hann,“ sagði Brahim Díaz við Movistar. ESPN segir frá. „Við náðum mjög vel saman frá fyrsta degi. Ég er að hjálpa honum með spænskuna. Hann er heimsklassa leikmaður og ég nýt þess að spila með honum. Fyrir utan sjarmann sinn þá er hann góð manneskja,“ sagði Brahim. „Þrátt fyrir að vera án Jude, sem við söknuðum, [Antonio] Rudiger og allra hinna leikmannanna sem hafa verið lengi meiddir, þá höldum við áfram að sýna það að við erum með frábært lið og að við erum Real Madrid,“ sagði Brahim. Brahim Díaz gekk ekki allt of vel að fóta sig í Real Madrid liðinu eftir að hann kom frá AC Milan. Hann hefur hins vegar komið öflugur inn að undanförnu og þetta var hans áttunda mark á leiktíðinni. „Eftir þessi tvö ár í Mílanó þá er hann sterkri og með meiri karakter,“ sagði Carlo Ancelotti þjálfari um Díaz. „Hann byrjaði tímabilið án þess að fá að spila mikið en þegar hann fékk tækifærið þá hefur hann alltaf skilað til iðsins. Í dag skoraði hann stórbrotið mark,“ sagði Ancelotti. "If a wide receiver would have done that in American football everyone would have gone ballistic, but the ball is at his feet. Sorry wide receivers and sorry @nateburleson."Thierry Henry's analysis of Brahim Diaz's golazo is pure poetry pic.twitter.com/BocZEboH0t— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 13, 2024
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira