Því hann sótti mig og greip Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 14. febrúar 2024 08:01 Ég er smá skrítin. Mér þykir vænt um kirkjuna. Mér þykir mjög, mjög vænt um kirkjuna. Nostalgían við mæta með vinunum, í fullan íþróttasal upp í Seljaskóla, á sunnudagsmorgnum, lifir góðu lífi. Það er furðulegt til þess að hugsa að þá þótti það vera hipp og kúl að mæta á staðinn og safna biblíumyndum. En svo kom Stöð 2 til sögunnar, stillti snilldinni honum He-man upp á sama tíma, og allt í einu var maður komin með einlæg tár í augun, biðjandi mömmu sína og pabba að fá nú að njóta þess frekar að hoppa í réttar stellingar og spenna vöðvana fyrir framan imbakassann. Við fermingu var vandmeðfarið að finna trúaðra barn en mig. Sögurnar af Jesú, réttlætiskennd hans og kærleik höfðuðu mjög sterkt til mín. En svo tók lífið við, ég fór að lesa sögu og smá saman missti ég traust á að trúarstofnunin kirkjan tæki alltaf réttar ákvarðanir þegar það kæmi að mönnum og málefnum. Þegar mál Ólafs biskups kom upp, þá rann upp sú stund að leiðir okkar skyldu að. Þá var lítilli mér svo misboðið að ég skráði mig úr kirkjunni, og hef ég verið hluti af Ásatrúarsöfnuðinum síðan þá. Kannski er það svo að leitandi manneskja sæki á gamlar slóðir eftir andgift og svörum. Það er furðulegt að segja að andleg vakning hafi fært hjarta mitt nær kirkjunni. En þegar öllu er á botninn hvolft þá kemur í ljós að trú mín á æðri máttarvöld, kærleik, ást og umhyggju er afar svipuð boðskap kirkjunnar. Þessi kannski augljósa staðreynd kom mér í huga þegar ég hlustaði um daginn á predikun um hinn heilaga anda, eftir að ég hafði mér til furðu fengið hana að uppástungu á Youtube. Þar var prestur að ræða um hvernig megi hlusta á skilaboð sem koma frá hinum heilaga anda. Þetta var kannski ekki tilefni fyrir hlátursroku, en það stoppaði mig sko ekki. Úr mér braust út hláturinn, því þarna var siðprúði fíni presturinn að lýsa sambandi sínu við hinn heilaga anda og upp komu sömu hugsanir og ég hef til sálarinnar. Þarna var ég og presturinn sammála um að þegar maður tekur ákvarðanir sem stangast á við þá leiðsögn sem sálin er að reyna að færa okkur, þá fylgir því vanlíðan. En þá vaknaði upp sú spurning, ef við viljum koma í veg fyrir það að upplifa téða vanlíðan, hvað eigum við þá að gera? Er svo auðvelt að greina skilaboð sálarinnar frá öðrum hugsunum sem poppa upp í kollinn? Þetta getur orðið svo miklu flóknari en við höldum. Þegar gömul löngun er að stjórna för, þá er erfitt að horfast í augu við, að slík löngun geti valdið manni vanlíðan. Kannski er best að skýra þetta út með því að horfa á vanlíðan sem við köllum ástarsorg. Við setjum svo djúpt inn í egóið, drauma og væntingar um hvernig ástin á að vera. Og erum tilbúin að fórna veigamiklum þáttum til að halda í þá drauma. Við erum tilbúin að hanga í sambandi sem býður ekki upp á neinn stuðning, hlýju og ást, í hræðslu við að særa aðra, í hræðslu við að standa upp fyrir okkur sjálf. Við þolum svívirðingar, níðshátt og ljóta framkomu allt til að halda fast í þá mynd sem við viljum ekki glata. Hjá mér var það draumurinn að vera valin, sem olli mér svo miklum sársauka. Litla ég sem var alltaf sett til hliðar, litla ég sem enginn skyldi, litla ég sem enginn sá. Það er ekki furða að ég hafi gleypt í mig ævintýrið um Öskubusku, dreymandi um prinsinn á hvíta fákinum, í óskhyggju með að vera valin úr mergðinni. Svo kjánalegt að gera. En draumar og langanir sem við setjum í kollinn í barnæsku, sitja stundum þarna fastir. Og ég var tilbúin að fórna svo mörgu til að sjá þann draum rætast. Svo kom skellurinn. Eftir að hafa hámað í sig súkkulaðið þá hélt maðurinn á nýjar slóðir. Það var ekki fyrr en ég stóð í minni örvæntingu og sorg að ég áttaði mig á, hvað það var sem ég hafði glatað. Ég hafði fórnað þrá minni að eðlilegum og umhyggjusömum samskiptum. Þrá en ekki löngun, þrá sem ég þekki að kemur frá sálinni, þar sem þetta er hugsun sem kemur upp í kollinn á mér aftur, aftur og aftur. Eitthvað sem hafði valdið mér vanlíðan í sambandinu, en ég hafði hunsað. Ástin var þó til staðar. Meira segja skilyrðislaus ást. En skilyrðislaus ást kemur með mörkum. Ef maður er ekki hlusta á sálina, tilbúinn að setja upp og virða mörkin, þá er maður ekki að veita sjálfum sér skilyrðislausa ást. Einhver sagði að skilyrðislaus ást þyrfti að byrja á manni sjálfum og ætli að það sé ekki bara rétt. Mig langar ekki til að dreyma lengur um að vera valin. Nú er ég fær um að sjá þá löngun egósins, fyrir það sem hún er. Löngun sem veldur mér vanlíðan að eltast við. Nú er það mitt verk að koma auga á það ef tilfinningin skylda vakna, og segja nei elskan mín. Þetta er komið gott. Þú hefur þig sjálfa. Þú er sú sem leyfir þér að vera sú sem þú ert. Þú ert sú sem hlustar á þínar hugsanir. Þú ert sú sem leyfir þér að tjá þínar hugsanir þegar þörfin brýst úr. Það er þitt að passa upp á að fólk með lítið sjálfsvirði tali þig ekki niður. Það er þitt að hafa trú á því að það sem þú hefur fram á að færa hafi virði. Bæði fyrir þig sjálfa sem og aðra. Eitt af því sem ég hef tekið eftir undarfarið ár er hversu mikla ánægju ég hef á því að sjá fólk uppgötva sitt eigið sjálfsvirði. Fólk sem ég hafði ekki pælt mikið í og jafnvel hafði enga trú á áður, poppar upp kollinum, gerir eitthvað eða skrifar sem fær mig til að stoppa og draga inn andann. Steinunn Ólína er nýjasta dæmið. Kona sem á dv.is segir sitt með sannfæringu og með svo fallegum hætti. Valli Sport, maður sem ég hafði ekkert álit á í gamla daga, byrjaði allt í einu að skrifa pistla á mbl.is sem fengu mig bæði til að hugsa og brosa. Það hefur nú ekki sést til hans síðan um jól, en ég er vongóð um að fá að sjá nýja spretti hjá þeim gæðing. Að ógleymdum Guðmundi Steingrímssyni, sem æ já, því miður ég var smá dómhörð á, hér fyrr á tímum. En svo hóf hann að skrifa þessa pistla. Pistla sem ég viðurkenni að ég sakna verulega eftir fall Fréttablaðsins. En já, kannski að hann sé að skrifa bók og ég hef þá eitthvað til að hlakka til. En kannski að hann sé eins og ég og hafi bara gaman að skrifa stutta pistla. Gæti þá einhver verið svo góður og ættleitt manninn, því svona perlur mega ekki týnast. Sjálfsvirðið er mér mjög hugleikið þessa dagana. Mikið langar mig til að sjá uppljómun þess gerast í kringum komandi forsetakosningar. Að sjá aðila sem við höfum ekki getað séð fyrir okkur í því merkilega embætti, standa upp og sýna okkur á sér nýja hlið. Manneskja sem sýnir okkur að hægt sé að yfirbuga dómhörku annarra, manneskju sem getur verið fyrirmynd í því hvernig það er að uppgötva heilbrigt sjálfsvirði. Mig langar líka til að Þjóðkirkjan vakni úr sínum dvala. Kirkjan hefur verið undir svo miklum átölum á undanförnum árum. Hún er búin að glata svo mörgum leiðum sem hér áður tengdi hana við samfélagið. Og það er eins og hún hafi bara gefist upp. Gert sér að góðu að vera föst í því að vera áskrifandi að skírnum, fermingum, giftingum og jarðarförum. Nýjasta efni frá Þjóðkirkjunni inn á Youtube er 6 ára gamalt. Ég get ekki séð að hún hafi uppgötvað Instagram, Snapchat eða Tiktok. Og raddir presta Þjóðkirkjunnar, bara heyrast ekki innan samfélags. Þeir virðast hafa engan áhuga að stunda trúboð í sínu eigin landi. Ég er ekki ein af þeim sem segir gott, við þurfum bara ekkert á þeim að halda. Því ég skil mikilvægi þess að trúa. Trúin hjálpar manni að setja mynd á hluti sem sjást ekki með berum augum. Það er hægt er að leita til trúarinnar þegar maður hefur engan annan að. Og trúin færir okkur von um að æðri máttarvöld vaki yfir okkur þegar á bjátar og mikið reynir á. Það að geta sent út bæn á þeim stundum, léttir strax brjóst manns og færir manni frið. Ég vona að kjör Þjóðkirkjunnar á nýjum biskup færi okkur aðila sem er annt um velferð samfélags. Manneskju sem skilur mikilvægi þess að auðga andann og hafi löngun og sýn til að ná til samfélagsins með meiri og betri hætti en á hefur verið. Manneskju sem er tilbúin að upphefja sjálfsvirði hinnar fallegu Þjóðkirkju. Það er með þakklæti í hjarta sem ég minnist lokum á Dr. Sigurvin Lárus Jónsson. Prest hjá Fríkirkjunni í Reykjavík. Á meðan Þjóðkirkjan felur sig í Vallaleik, þá hefur hann stigið upp og ljómað. Skoðanagreinar hans á Vísi, færa mér alltaf hlýju og kærleik. Hvað þá þegar hann lætur stoltur fylgja með myndbönd af hinni afskaplega glæsilegu Fríkirkju. Strákurinn sem ég vann með forðum daga er orðinn að manni. Strákurinn sem var svolítill gosi þá, færir mér nú greinar eftir greinar, mér til íhugunar og ánægju. Mikið vildi ég að hann væri gjaldfær í stöðu biskups, því þar væri gaman að sjá mann sem hefur haldið í sitt fallega hjarta í lífsins göngu. Um daginn áttaði ég mig á því, að engan annan vil ég sjá jarða mig, ef ég dey á undan honum. Grein þessi er honum til heiðurs, því hann fékk mig til að klikka á nokkur klikk og færa mig úr Ásatrúarsöfnuðinum yfir í Fríkirkjuna í Reykjavík. Hann Sigurvin er maður sem hefur sótt mig og gripið. Kæri lesandi, takk fyrir lesturinn. Megir þú njóta dagsins með ást og frið í hjarta. Höfundur greinar er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Guðný Björnsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég er smá skrítin. Mér þykir vænt um kirkjuna. Mér þykir mjög, mjög vænt um kirkjuna. Nostalgían við mæta með vinunum, í fullan íþróttasal upp í Seljaskóla, á sunnudagsmorgnum, lifir góðu lífi. Það er furðulegt til þess að hugsa að þá þótti það vera hipp og kúl að mæta á staðinn og safna biblíumyndum. En svo kom Stöð 2 til sögunnar, stillti snilldinni honum He-man upp á sama tíma, og allt í einu var maður komin með einlæg tár í augun, biðjandi mömmu sína og pabba að fá nú að njóta þess frekar að hoppa í réttar stellingar og spenna vöðvana fyrir framan imbakassann. Við fermingu var vandmeðfarið að finna trúaðra barn en mig. Sögurnar af Jesú, réttlætiskennd hans og kærleik höfðuðu mjög sterkt til mín. En svo tók lífið við, ég fór að lesa sögu og smá saman missti ég traust á að trúarstofnunin kirkjan tæki alltaf réttar ákvarðanir þegar það kæmi að mönnum og málefnum. Þegar mál Ólafs biskups kom upp, þá rann upp sú stund að leiðir okkar skyldu að. Þá var lítilli mér svo misboðið að ég skráði mig úr kirkjunni, og hef ég verið hluti af Ásatrúarsöfnuðinum síðan þá. Kannski er það svo að leitandi manneskja sæki á gamlar slóðir eftir andgift og svörum. Það er furðulegt að segja að andleg vakning hafi fært hjarta mitt nær kirkjunni. En þegar öllu er á botninn hvolft þá kemur í ljós að trú mín á æðri máttarvöld, kærleik, ást og umhyggju er afar svipuð boðskap kirkjunnar. Þessi kannski augljósa staðreynd kom mér í huga þegar ég hlustaði um daginn á predikun um hinn heilaga anda, eftir að ég hafði mér til furðu fengið hana að uppástungu á Youtube. Þar var prestur að ræða um hvernig megi hlusta á skilaboð sem koma frá hinum heilaga anda. Þetta var kannski ekki tilefni fyrir hlátursroku, en það stoppaði mig sko ekki. Úr mér braust út hláturinn, því þarna var siðprúði fíni presturinn að lýsa sambandi sínu við hinn heilaga anda og upp komu sömu hugsanir og ég hef til sálarinnar. Þarna var ég og presturinn sammála um að þegar maður tekur ákvarðanir sem stangast á við þá leiðsögn sem sálin er að reyna að færa okkur, þá fylgir því vanlíðan. En þá vaknaði upp sú spurning, ef við viljum koma í veg fyrir það að upplifa téða vanlíðan, hvað eigum við þá að gera? Er svo auðvelt að greina skilaboð sálarinnar frá öðrum hugsunum sem poppa upp í kollinn? Þetta getur orðið svo miklu flóknari en við höldum. Þegar gömul löngun er að stjórna för, þá er erfitt að horfast í augu við, að slík löngun geti valdið manni vanlíðan. Kannski er best að skýra þetta út með því að horfa á vanlíðan sem við köllum ástarsorg. Við setjum svo djúpt inn í egóið, drauma og væntingar um hvernig ástin á að vera. Og erum tilbúin að fórna veigamiklum þáttum til að halda í þá drauma. Við erum tilbúin að hanga í sambandi sem býður ekki upp á neinn stuðning, hlýju og ást, í hræðslu við að særa aðra, í hræðslu við að standa upp fyrir okkur sjálf. Við þolum svívirðingar, níðshátt og ljóta framkomu allt til að halda fast í þá mynd sem við viljum ekki glata. Hjá mér var það draumurinn að vera valin, sem olli mér svo miklum sársauka. Litla ég sem var alltaf sett til hliðar, litla ég sem enginn skyldi, litla ég sem enginn sá. Það er ekki furða að ég hafi gleypt í mig ævintýrið um Öskubusku, dreymandi um prinsinn á hvíta fákinum, í óskhyggju með að vera valin úr mergðinni. Svo kjánalegt að gera. En draumar og langanir sem við setjum í kollinn í barnæsku, sitja stundum þarna fastir. Og ég var tilbúin að fórna svo mörgu til að sjá þann draum rætast. Svo kom skellurinn. Eftir að hafa hámað í sig súkkulaðið þá hélt maðurinn á nýjar slóðir. Það var ekki fyrr en ég stóð í minni örvæntingu og sorg að ég áttaði mig á, hvað það var sem ég hafði glatað. Ég hafði fórnað þrá minni að eðlilegum og umhyggjusömum samskiptum. Þrá en ekki löngun, þrá sem ég þekki að kemur frá sálinni, þar sem þetta er hugsun sem kemur upp í kollinn á mér aftur, aftur og aftur. Eitthvað sem hafði valdið mér vanlíðan í sambandinu, en ég hafði hunsað. Ástin var þó til staðar. Meira segja skilyrðislaus ást. En skilyrðislaus ást kemur með mörkum. Ef maður er ekki hlusta á sálina, tilbúinn að setja upp og virða mörkin, þá er maður ekki að veita sjálfum sér skilyrðislausa ást. Einhver sagði að skilyrðislaus ást þyrfti að byrja á manni sjálfum og ætli að það sé ekki bara rétt. Mig langar ekki til að dreyma lengur um að vera valin. Nú er ég fær um að sjá þá löngun egósins, fyrir það sem hún er. Löngun sem veldur mér vanlíðan að eltast við. Nú er það mitt verk að koma auga á það ef tilfinningin skylda vakna, og segja nei elskan mín. Þetta er komið gott. Þú hefur þig sjálfa. Þú er sú sem leyfir þér að vera sú sem þú ert. Þú ert sú sem hlustar á þínar hugsanir. Þú ert sú sem leyfir þér að tjá þínar hugsanir þegar þörfin brýst úr. Það er þitt að passa upp á að fólk með lítið sjálfsvirði tali þig ekki niður. Það er þitt að hafa trú á því að það sem þú hefur fram á að færa hafi virði. Bæði fyrir þig sjálfa sem og aðra. Eitt af því sem ég hef tekið eftir undarfarið ár er hversu mikla ánægju ég hef á því að sjá fólk uppgötva sitt eigið sjálfsvirði. Fólk sem ég hafði ekki pælt mikið í og jafnvel hafði enga trú á áður, poppar upp kollinum, gerir eitthvað eða skrifar sem fær mig til að stoppa og draga inn andann. Steinunn Ólína er nýjasta dæmið. Kona sem á dv.is segir sitt með sannfæringu og með svo fallegum hætti. Valli Sport, maður sem ég hafði ekkert álit á í gamla daga, byrjaði allt í einu að skrifa pistla á mbl.is sem fengu mig bæði til að hugsa og brosa. Það hefur nú ekki sést til hans síðan um jól, en ég er vongóð um að fá að sjá nýja spretti hjá þeim gæðing. Að ógleymdum Guðmundi Steingrímssyni, sem æ já, því miður ég var smá dómhörð á, hér fyrr á tímum. En svo hóf hann að skrifa þessa pistla. Pistla sem ég viðurkenni að ég sakna verulega eftir fall Fréttablaðsins. En já, kannski að hann sé að skrifa bók og ég hef þá eitthvað til að hlakka til. En kannski að hann sé eins og ég og hafi bara gaman að skrifa stutta pistla. Gæti þá einhver verið svo góður og ættleitt manninn, því svona perlur mega ekki týnast. Sjálfsvirðið er mér mjög hugleikið þessa dagana. Mikið langar mig til að sjá uppljómun þess gerast í kringum komandi forsetakosningar. Að sjá aðila sem við höfum ekki getað séð fyrir okkur í því merkilega embætti, standa upp og sýna okkur á sér nýja hlið. Manneskja sem sýnir okkur að hægt sé að yfirbuga dómhörku annarra, manneskju sem getur verið fyrirmynd í því hvernig það er að uppgötva heilbrigt sjálfsvirði. Mig langar líka til að Þjóðkirkjan vakni úr sínum dvala. Kirkjan hefur verið undir svo miklum átölum á undanförnum árum. Hún er búin að glata svo mörgum leiðum sem hér áður tengdi hana við samfélagið. Og það er eins og hún hafi bara gefist upp. Gert sér að góðu að vera föst í því að vera áskrifandi að skírnum, fermingum, giftingum og jarðarförum. Nýjasta efni frá Þjóðkirkjunni inn á Youtube er 6 ára gamalt. Ég get ekki séð að hún hafi uppgötvað Instagram, Snapchat eða Tiktok. Og raddir presta Þjóðkirkjunnar, bara heyrast ekki innan samfélags. Þeir virðast hafa engan áhuga að stunda trúboð í sínu eigin landi. Ég er ekki ein af þeim sem segir gott, við þurfum bara ekkert á þeim að halda. Því ég skil mikilvægi þess að trúa. Trúin hjálpar manni að setja mynd á hluti sem sjást ekki með berum augum. Það er hægt er að leita til trúarinnar þegar maður hefur engan annan að. Og trúin færir okkur von um að æðri máttarvöld vaki yfir okkur þegar á bjátar og mikið reynir á. Það að geta sent út bæn á þeim stundum, léttir strax brjóst manns og færir manni frið. Ég vona að kjör Þjóðkirkjunnar á nýjum biskup færi okkur aðila sem er annt um velferð samfélags. Manneskju sem skilur mikilvægi þess að auðga andann og hafi löngun og sýn til að ná til samfélagsins með meiri og betri hætti en á hefur verið. Manneskju sem er tilbúin að upphefja sjálfsvirði hinnar fallegu Þjóðkirkju. Það er með þakklæti í hjarta sem ég minnist lokum á Dr. Sigurvin Lárus Jónsson. Prest hjá Fríkirkjunni í Reykjavík. Á meðan Þjóðkirkjan felur sig í Vallaleik, þá hefur hann stigið upp og ljómað. Skoðanagreinar hans á Vísi, færa mér alltaf hlýju og kærleik. Hvað þá þegar hann lætur stoltur fylgja með myndbönd af hinni afskaplega glæsilegu Fríkirkju. Strákurinn sem ég vann með forðum daga er orðinn að manni. Strákurinn sem var svolítill gosi þá, færir mér nú greinar eftir greinar, mér til íhugunar og ánægju. Mikið vildi ég að hann væri gjaldfær í stöðu biskups, því þar væri gaman að sjá mann sem hefur haldið í sitt fallega hjarta í lífsins göngu. Um daginn áttaði ég mig á því, að engan annan vil ég sjá jarða mig, ef ég dey á undan honum. Grein þessi er honum til heiðurs, því hann fékk mig til að klikka á nokkur klikk og færa mig úr Ásatrúarsöfnuðinum yfir í Fríkirkjuna í Reykjavík. Hann Sigurvin er maður sem hefur sótt mig og gripið. Kæri lesandi, takk fyrir lesturinn. Megir þú njóta dagsins með ást og frið í hjarta. Höfundur greinar er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar