Rachna hefur verið dæmd í tólf ára keppnisbann fyrir að nota fjölmörg ólögleg efni. Bannið nær nákvæmlega frá 24. nóvember 2023 til 23. nóvember 2035.
Indian hammer thrower Rachna Kumari banned for 12 years for dopinghttps://t.co/y8yhqkXkjF
— Economic Times (@EconomicTimes) February 13, 2024
Í sýni hennar fundust sterarnir Stanozolol, Metandienone, DHCMT og Clenbuterol og það var því að nægu að taka hjá henni. Stanozolol er þekktast fyrir að vera sterinn sem felldi Ben Johnson á lyfjaprófinu á ÓL í Seoul 1988l.
Rachna hafði áður fallið á lyfjaprófi árið 2015 og fékk þá fjögurra ára bann.
Rachna er þrítug og verður því 42 ára gömul þegar hún má keppa á ný. Það er líklegast að ferli hennar sé lokið.
Hún varð indverskur meistari í sleggjukasti á síðasta ári og varð í níunda sæti á Asíuleikunum. Hún kastaði 65,03 metra á indverska mótinu en 58,13 metra á Asíuleikunum.