Rákust á stóra torfu og fara í loðnumælingar Árni Sæberg skrifar 14. febrúar 2024 10:31 Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er á leiðinni að torfunni. Vísir/Vilhelm Fiskiskip á kolmunnaveiðum rakst á talsvert stóra uppsjávarfiskstorfu við aukaleit undan suðausturströnd landsins í gær. Hafrannsóknarstofnun mun hefja formlegar loðnumælingar í dag. Sviðsstjóri hjá Hafró segir um jákvæðar fréttir að ræða fyrir mögulega loðnuvertíð. Þetta segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, í samtali við Vísi. Hann greindi frá tíðindunum í morgunútvarpinu í Ríkisútvarpinu í morgun. Hann segir að skip á kolmunnaveiðum hafi verið beðin um að framkvæma aukaleit á leið sinni í land og Svanur RE 45 hafi greint stóra torfu nálægt Rósagarðinum svokallaða undan suðausturströnd Íslands á Íslands-Færeyjahrygg. Tvö önnur skip á svæðinu hafi sömuleiðis orðið vör við torfuna. Gæti líka verið síld Hafrannsóknarstofnun hafi ekki enn fengið sýni úr torfunni og því sé ekki hægt að fullyrða að um loðnu sé að ræða. Guðmundur telur þó líklegra að um loðnu en síld hafi verið að ræða. Hann segir að rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni hafi verið stefnt að svæðinu til mælinga. Hann verði kominn þangað síðdegis í dag og niðurstöðu sé að vænta um helgina eða snemma eftir helgi. Þá sé uppsjávarskipið Polar Ammassak á leið að Rósagarðinum til mælinga. Það hefur verið undan Vestfjörðum við skipulagða loðnuleit. Halda enn í vonina og fá jákvæð tíðindi Sú leit skilaði dræmum niðurstöðum en hafró tilkynnti í fyrradag að sáralítið hefði fundist af loðnu undan Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum. Fréttastofan heyrði þá hljóðið í forystumönnum þriggja sjávarútvegsfyrirtækja, þeim Gunnþóri Ingvasyni frá Síldarvinnslunni, Binna í Vinnslustöðinni og Stefáni Friðrikssyni frá Ísfélaginu. Þeir sögðust allir enn hafa trú á því að loðnan fyndist. Þeir bentu á að hún væri duttlungafull og það hefði stundum gerst að hún hefði ekki fundist fyrr en eftir miðjan febrúar. „Það er jákvætt, ef þetta er loðna, að við séum loks að sjá loðnugöngu koma hingað til hrygningar. Við höfum ekki séð það það sem af er ári. Það er það jákvæða við þetta en svo verður að koma í ljós hvort magnið sé nægilegt til að gefa út kvóta. Það skýrist ekki fyrr en eftir helgi eða um helgina, á ég von á,“ segir Guðmundur. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sáralítið mælist af loðnu Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er langt komin og segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunnar að „mjög lítið“ hafi mælst af loðnu. Eftir standi að fara yfir Vestfjarðamið og Suðausturmið. 12. febrúar 2024 15:44 Ágæt von um að loðnan sem upp á vantar finnist Loðnubrestur með tugmilljarða efnahagsáfalli blasir við ef lítið finnst í loðnuleit þriggja fiskiskipa sem hefst í kvöld. Leiðangursstjórinn telur samt ágæta von um að nægilegt magn finnist til að hægt verði að leyfa einhverjar veiðar. 5. febrúar 2024 22:34 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Þetta segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, í samtali við Vísi. Hann greindi frá tíðindunum í morgunútvarpinu í Ríkisútvarpinu í morgun. Hann segir að skip á kolmunnaveiðum hafi verið beðin um að framkvæma aukaleit á leið sinni í land og Svanur RE 45 hafi greint stóra torfu nálægt Rósagarðinum svokallaða undan suðausturströnd Íslands á Íslands-Færeyjahrygg. Tvö önnur skip á svæðinu hafi sömuleiðis orðið vör við torfuna. Gæti líka verið síld Hafrannsóknarstofnun hafi ekki enn fengið sýni úr torfunni og því sé ekki hægt að fullyrða að um loðnu sé að ræða. Guðmundur telur þó líklegra að um loðnu en síld hafi verið að ræða. Hann segir að rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni hafi verið stefnt að svæðinu til mælinga. Hann verði kominn þangað síðdegis í dag og niðurstöðu sé að vænta um helgina eða snemma eftir helgi. Þá sé uppsjávarskipið Polar Ammassak á leið að Rósagarðinum til mælinga. Það hefur verið undan Vestfjörðum við skipulagða loðnuleit. Halda enn í vonina og fá jákvæð tíðindi Sú leit skilaði dræmum niðurstöðum en hafró tilkynnti í fyrradag að sáralítið hefði fundist af loðnu undan Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum. Fréttastofan heyrði þá hljóðið í forystumönnum þriggja sjávarútvegsfyrirtækja, þeim Gunnþóri Ingvasyni frá Síldarvinnslunni, Binna í Vinnslustöðinni og Stefáni Friðrikssyni frá Ísfélaginu. Þeir sögðust allir enn hafa trú á því að loðnan fyndist. Þeir bentu á að hún væri duttlungafull og það hefði stundum gerst að hún hefði ekki fundist fyrr en eftir miðjan febrúar. „Það er jákvætt, ef þetta er loðna, að við séum loks að sjá loðnugöngu koma hingað til hrygningar. Við höfum ekki séð það það sem af er ári. Það er það jákvæða við þetta en svo verður að koma í ljós hvort magnið sé nægilegt til að gefa út kvóta. Það skýrist ekki fyrr en eftir helgi eða um helgina, á ég von á,“ segir Guðmundur.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sáralítið mælist af loðnu Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er langt komin og segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunnar að „mjög lítið“ hafi mælst af loðnu. Eftir standi að fara yfir Vestfjarðamið og Suðausturmið. 12. febrúar 2024 15:44 Ágæt von um að loðnan sem upp á vantar finnist Loðnubrestur með tugmilljarða efnahagsáfalli blasir við ef lítið finnst í loðnuleit þriggja fiskiskipa sem hefst í kvöld. Leiðangursstjórinn telur samt ágæta von um að nægilegt magn finnist til að hægt verði að leyfa einhverjar veiðar. 5. febrúar 2024 22:34 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Sáralítið mælist af loðnu Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er langt komin og segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunnar að „mjög lítið“ hafi mælst af loðnu. Eftir standi að fara yfir Vestfjarðamið og Suðausturmið. 12. febrúar 2024 15:44
Ágæt von um að loðnan sem upp á vantar finnist Loðnubrestur með tugmilljarða efnahagsáfalli blasir við ef lítið finnst í loðnuleit þriggja fiskiskipa sem hefst í kvöld. Leiðangursstjórinn telur samt ágæta von um að nægilegt magn finnist til að hægt verði að leyfa einhverjar veiðar. 5. febrúar 2024 22:34