Rákust á stóra torfu og fara í loðnumælingar Árni Sæberg skrifar 14. febrúar 2024 10:31 Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er á leiðinni að torfunni. Vísir/Vilhelm Fiskiskip á kolmunnaveiðum rakst á talsvert stóra uppsjávarfiskstorfu við aukaleit undan suðausturströnd landsins í gær. Hafrannsóknarstofnun mun hefja formlegar loðnumælingar í dag. Sviðsstjóri hjá Hafró segir um jákvæðar fréttir að ræða fyrir mögulega loðnuvertíð. Þetta segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, í samtali við Vísi. Hann greindi frá tíðindunum í morgunútvarpinu í Ríkisútvarpinu í morgun. Hann segir að skip á kolmunnaveiðum hafi verið beðin um að framkvæma aukaleit á leið sinni í land og Svanur RE 45 hafi greint stóra torfu nálægt Rósagarðinum svokallaða undan suðausturströnd Íslands á Íslands-Færeyjahrygg. Tvö önnur skip á svæðinu hafi sömuleiðis orðið vör við torfuna. Gæti líka verið síld Hafrannsóknarstofnun hafi ekki enn fengið sýni úr torfunni og því sé ekki hægt að fullyrða að um loðnu sé að ræða. Guðmundur telur þó líklegra að um loðnu en síld hafi verið að ræða. Hann segir að rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni hafi verið stefnt að svæðinu til mælinga. Hann verði kominn þangað síðdegis í dag og niðurstöðu sé að vænta um helgina eða snemma eftir helgi. Þá sé uppsjávarskipið Polar Ammassak á leið að Rósagarðinum til mælinga. Það hefur verið undan Vestfjörðum við skipulagða loðnuleit. Halda enn í vonina og fá jákvæð tíðindi Sú leit skilaði dræmum niðurstöðum en hafró tilkynnti í fyrradag að sáralítið hefði fundist af loðnu undan Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum. Fréttastofan heyrði þá hljóðið í forystumönnum þriggja sjávarútvegsfyrirtækja, þeim Gunnþóri Ingvasyni frá Síldarvinnslunni, Binna í Vinnslustöðinni og Stefáni Friðrikssyni frá Ísfélaginu. Þeir sögðust allir enn hafa trú á því að loðnan fyndist. Þeir bentu á að hún væri duttlungafull og það hefði stundum gerst að hún hefði ekki fundist fyrr en eftir miðjan febrúar. „Það er jákvætt, ef þetta er loðna, að við séum loks að sjá loðnugöngu koma hingað til hrygningar. Við höfum ekki séð það það sem af er ári. Það er það jákvæða við þetta en svo verður að koma í ljós hvort magnið sé nægilegt til að gefa út kvóta. Það skýrist ekki fyrr en eftir helgi eða um helgina, á ég von á,“ segir Guðmundur. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sáralítið mælist af loðnu Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er langt komin og segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunnar að „mjög lítið“ hafi mælst af loðnu. Eftir standi að fara yfir Vestfjarðamið og Suðausturmið. 12. febrúar 2024 15:44 Ágæt von um að loðnan sem upp á vantar finnist Loðnubrestur með tugmilljarða efnahagsáfalli blasir við ef lítið finnst í loðnuleit þriggja fiskiskipa sem hefst í kvöld. Leiðangursstjórinn telur samt ágæta von um að nægilegt magn finnist til að hægt verði að leyfa einhverjar veiðar. 5. febrúar 2024 22:34 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Sjá meira
Þetta segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, í samtali við Vísi. Hann greindi frá tíðindunum í morgunútvarpinu í Ríkisútvarpinu í morgun. Hann segir að skip á kolmunnaveiðum hafi verið beðin um að framkvæma aukaleit á leið sinni í land og Svanur RE 45 hafi greint stóra torfu nálægt Rósagarðinum svokallaða undan suðausturströnd Íslands á Íslands-Færeyjahrygg. Tvö önnur skip á svæðinu hafi sömuleiðis orðið vör við torfuna. Gæti líka verið síld Hafrannsóknarstofnun hafi ekki enn fengið sýni úr torfunni og því sé ekki hægt að fullyrða að um loðnu sé að ræða. Guðmundur telur þó líklegra að um loðnu en síld hafi verið að ræða. Hann segir að rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni hafi verið stefnt að svæðinu til mælinga. Hann verði kominn þangað síðdegis í dag og niðurstöðu sé að vænta um helgina eða snemma eftir helgi. Þá sé uppsjávarskipið Polar Ammassak á leið að Rósagarðinum til mælinga. Það hefur verið undan Vestfjörðum við skipulagða loðnuleit. Halda enn í vonina og fá jákvæð tíðindi Sú leit skilaði dræmum niðurstöðum en hafró tilkynnti í fyrradag að sáralítið hefði fundist af loðnu undan Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum. Fréttastofan heyrði þá hljóðið í forystumönnum þriggja sjávarútvegsfyrirtækja, þeim Gunnþóri Ingvasyni frá Síldarvinnslunni, Binna í Vinnslustöðinni og Stefáni Friðrikssyni frá Ísfélaginu. Þeir sögðust allir enn hafa trú á því að loðnan fyndist. Þeir bentu á að hún væri duttlungafull og það hefði stundum gerst að hún hefði ekki fundist fyrr en eftir miðjan febrúar. „Það er jákvætt, ef þetta er loðna, að við séum loks að sjá loðnugöngu koma hingað til hrygningar. Við höfum ekki séð það það sem af er ári. Það er það jákvæða við þetta en svo verður að koma í ljós hvort magnið sé nægilegt til að gefa út kvóta. Það skýrist ekki fyrr en eftir helgi eða um helgina, á ég von á,“ segir Guðmundur.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sáralítið mælist af loðnu Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er langt komin og segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunnar að „mjög lítið“ hafi mælst af loðnu. Eftir standi að fara yfir Vestfjarðamið og Suðausturmið. 12. febrúar 2024 15:44 Ágæt von um að loðnan sem upp á vantar finnist Loðnubrestur með tugmilljarða efnahagsáfalli blasir við ef lítið finnst í loðnuleit þriggja fiskiskipa sem hefst í kvöld. Leiðangursstjórinn telur samt ágæta von um að nægilegt magn finnist til að hægt verði að leyfa einhverjar veiðar. 5. febrúar 2024 22:34 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Sjá meira
Sáralítið mælist af loðnu Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er langt komin og segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunnar að „mjög lítið“ hafi mælst af loðnu. Eftir standi að fara yfir Vestfjarðamið og Suðausturmið. 12. febrúar 2024 15:44
Ágæt von um að loðnan sem upp á vantar finnist Loðnubrestur með tugmilljarða efnahagsáfalli blasir við ef lítið finnst í loðnuleit þriggja fiskiskipa sem hefst í kvöld. Leiðangursstjórinn telur samt ágæta von um að nægilegt magn finnist til að hægt verði að leyfa einhverjar veiðar. 5. febrúar 2024 22:34