Son blöskraði borðtennisspilið og meiddist í átökum við liðsfélaga Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2024 11:30 Son Heung-min var með fingurinn í spelku í undanúrslitaleiknum gegn Jórdaníu í síðustu viku, og einnig í leik með Tottenham gegn Brighton um helgina. Getty/Etsuo Hara Son Heung-min, fyrirliði Tottenham og Suður-Kóreu, meiddist í fingri þegar hann reifst við unga liðsfélaga í suður-kóreska landsliðinu kvöldið fyrir undanúrslitaleik á Asíumótinu í fótbolta. Suður-Kórea átti fyrir höndum leik við Jórdaníu í undanúrslitum Asíumótsins, sem liðið tapaði svo afar óvænt. Kvöldið fyrir leik snæddu leikmenn saman kvöldverð en nokkrir af yngri leikmönnum liðsins drifu sig frá matarborðinu til þess að fara að spila borðtennis. Þetta kunnu Son og fleiri af eldri leikmönnunum ekki að meta og létu þá yngri heyra það, og rifrildið endaði með því að Son fór úr fingurlið. Þetta staðfesti talsmaður suður-kóreska knattspyrnusambandsins við Yonhap fréttaveituna í dag, eftir frétt The Sun af málinu í gær. Sjá mátti Son með fingur í spelku í undanúrslitaleiknum, sem og þegar hann lagði upp sigurmark Tottenham gegn Brighton á laugardaginn. Liðsfélagi sagður hafa reynt að kýla Son Í frétt The Sun segir að yngri leikmennirnir, þar á meðal Lee Kang-in úr PSG, hafi neitað að setjast aftur við matarborðið, eins og Son fór fram á, og talað við hann af vanvirðingu. Lee hafi reynt að slá til Son. Stía hafi þurft mönnum í sundur og Son meiðst í þeim átökum. Jürgen Klinsmann reynir að hughreysta Son Heung-min eftir tapið gegn Jórdaníu í undanúrslitum Asíumótsins.Getty/Ismael Adnan Yaqoob Málið hefur vakið mikla athygli í Suður-Kóreu og hefur spurningamerki verið sett við landsliðsþjálfarann Jürgen Klinsmann, bæði vegna úrslitanna og vegna þess hvernig hann tók á málinu. Son og nokkrir fleiri af reyndari leikmönnum Suður-Kóreu munu hafa farið fram á að Klinsmann tæki Lee út úr leikmannahópnum fyrir leikinn við Jórdaníu en því hafnaði Þjóðverjinn. Klinsmann mun funda með forráðamönnum suður-kóreska knattspyrnusambandsins á morgun. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Sjá meira
Suður-Kórea átti fyrir höndum leik við Jórdaníu í undanúrslitum Asíumótsins, sem liðið tapaði svo afar óvænt. Kvöldið fyrir leik snæddu leikmenn saman kvöldverð en nokkrir af yngri leikmönnum liðsins drifu sig frá matarborðinu til þess að fara að spila borðtennis. Þetta kunnu Son og fleiri af eldri leikmönnunum ekki að meta og létu þá yngri heyra það, og rifrildið endaði með því að Son fór úr fingurlið. Þetta staðfesti talsmaður suður-kóreska knattspyrnusambandsins við Yonhap fréttaveituna í dag, eftir frétt The Sun af málinu í gær. Sjá mátti Son með fingur í spelku í undanúrslitaleiknum, sem og þegar hann lagði upp sigurmark Tottenham gegn Brighton á laugardaginn. Liðsfélagi sagður hafa reynt að kýla Son Í frétt The Sun segir að yngri leikmennirnir, þar á meðal Lee Kang-in úr PSG, hafi neitað að setjast aftur við matarborðið, eins og Son fór fram á, og talað við hann af vanvirðingu. Lee hafi reynt að slá til Son. Stía hafi þurft mönnum í sundur og Son meiðst í þeim átökum. Jürgen Klinsmann reynir að hughreysta Son Heung-min eftir tapið gegn Jórdaníu í undanúrslitum Asíumótsins.Getty/Ismael Adnan Yaqoob Málið hefur vakið mikla athygli í Suður-Kóreu og hefur spurningamerki verið sett við landsliðsþjálfarann Jürgen Klinsmann, bæði vegna úrslitanna og vegna þess hvernig hann tók á málinu. Son og nokkrir fleiri af reyndari leikmönnum Suður-Kóreu munu hafa farið fram á að Klinsmann tæki Lee út úr leikmannahópnum fyrir leikinn við Jórdaníu en því hafnaði Þjóðverjinn. Klinsmann mun funda með forráðamönnum suður-kóreska knattspyrnusambandsins á morgun.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Sjá meira