Gagnrýndi viðtalsstíl Carlson og sagðist frekar vilja Biden en Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2024 08:30 Pútín gaf lítið fyrir viðtalsstíl Carlson þegar hann ræddi við Zarubin og sagðist hafa gert ráð fyrir beittari spurningum. AP/Sputnik/Kazakov Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði í viðtali við rússneska sjónvarpsmanninn Pavel Zarubin í gær að hann væri þakklátur Tucker Carlson fyrir viðtalið sem hann tók við forsetann á dögunum en hann hefði ekki fengið allt út úr því sem hann vildi. Pútín sagði það hafa komið sér á óvart að Carlson hefði veigrað sér við því að spyrja hann „beittra spurninga“ og svipt hann þannig tækifærinu til að gefa beitt svör. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég að hann myndi verða aggressívur og spyrja svokallaðra beittra spurninga. Ég var ekki bara undir það búinn heldur vildi ég það, þar sem það hefði gefið mér tækifæri til að svara á sama máta,“ sagði Pútín við Zarubin. Viðtal Carlson var það fyrsta sem Pútín veitir blaðamanni á Vesturlöndum frá því að Rússar gerðu innrás í Úkraínu en forsetinn varði fjórðungi viðtalsins í að fara yfir sína útgáfu af sögu Rússlands. Pútín sagði Zarubin að þar sem Rússar ættu ekki í beinu samtali við Vesturlönd ættu þeir að vera þakklátir Carlson fyrir að taka sér hlutverk milliliðs. Þess ber að geta að fjölmargir miðlar á Vesturlöndum hafa falast eftir viðtölum við Pútín en Carlson, sem var löngum þekktasta andlit Fox News, er sá eini sem hefur haft erindi sem erfiði. Pútín sagðist einnig hafa verið undrandi á því að Carlson hefði ekki gripið oftar inn í en það var áberandi hvað Carlson leyfði Pútín að fara um víðan völl án þess að koma honum aftur á beinu brautina. „Satt best að segja þá fékk ég ekki allt sem ég vildi út úr þessu viðtali,“ sagði Pútín. Pútín ræddi einnig við Zarubin um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og sagðist frekar vildu sjá Joe Biden ná endurkjöri en að Donald Trump næði aftur völdum. Zarubin spurði forsetann hvor væri „betri fyrir Rússa“, Biden eða Trump. „Biden,“ svaraði Pútín um hæl. „Hann er reyndari fyrirsjáanlegri einstaklingur; pólitíkus af gamla skólanum.“ Pútín sagðist hins vegar myndu vinna með hverjum þeim sem Bandaríkjamenn kysu. Það er ómögulegt að segja hvort Pútín er að vera einlægur í svörum sínum eða hvort um er að ræða tilraun til að grafa undan Biden með því að lýsa yfir stuðningi við hann. Pútín hefur áður verið sakaður um að hafa fyrirskipað aðgerðir til að styðja Trump í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Donald Trump Vladimír Pútín Tengdar fréttir Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 7. febrúar 2024 16:28 Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Pútín sagði það hafa komið sér á óvart að Carlson hefði veigrað sér við því að spyrja hann „beittra spurninga“ og svipt hann þannig tækifærinu til að gefa beitt svör. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég að hann myndi verða aggressívur og spyrja svokallaðra beittra spurninga. Ég var ekki bara undir það búinn heldur vildi ég það, þar sem það hefði gefið mér tækifæri til að svara á sama máta,“ sagði Pútín við Zarubin. Viðtal Carlson var það fyrsta sem Pútín veitir blaðamanni á Vesturlöndum frá því að Rússar gerðu innrás í Úkraínu en forsetinn varði fjórðungi viðtalsins í að fara yfir sína útgáfu af sögu Rússlands. Pútín sagði Zarubin að þar sem Rússar ættu ekki í beinu samtali við Vesturlönd ættu þeir að vera þakklátir Carlson fyrir að taka sér hlutverk milliliðs. Þess ber að geta að fjölmargir miðlar á Vesturlöndum hafa falast eftir viðtölum við Pútín en Carlson, sem var löngum þekktasta andlit Fox News, er sá eini sem hefur haft erindi sem erfiði. Pútín sagðist einnig hafa verið undrandi á því að Carlson hefði ekki gripið oftar inn í en það var áberandi hvað Carlson leyfði Pútín að fara um víðan völl án þess að koma honum aftur á beinu brautina. „Satt best að segja þá fékk ég ekki allt sem ég vildi út úr þessu viðtali,“ sagði Pútín. Pútín ræddi einnig við Zarubin um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og sagðist frekar vildu sjá Joe Biden ná endurkjöri en að Donald Trump næði aftur völdum. Zarubin spurði forsetann hvor væri „betri fyrir Rússa“, Biden eða Trump. „Biden,“ svaraði Pútín um hæl. „Hann er reyndari fyrirsjáanlegri einstaklingur; pólitíkus af gamla skólanum.“ Pútín sagðist hins vegar myndu vinna með hverjum þeim sem Bandaríkjamenn kysu. Það er ómögulegt að segja hvort Pútín er að vera einlægur í svörum sínum eða hvort um er að ræða tilraun til að grafa undan Biden með því að lýsa yfir stuðningi við hann. Pútín hefur áður verið sakaður um að hafa fyrirskipað aðgerðir til að styðja Trump í aðdraganda forsetakosninganna 2016.
Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Donald Trump Vladimír Pútín Tengdar fréttir Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 7. febrúar 2024 16:28 Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 7. febrúar 2024 16:28
Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06