Samkeppniseftirlitið tekur samninga við stórnotendur til rannsóknar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2024 10:43 Landsvirkjun sætir nú rannsókn Samkeppniseftirlitsins vegna ákvæðis í samningum við stórnotendur. Landsvirkjun Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á því hvort tiltekið ákvæði í samningum Landsvirkjunar við stórnotendur standist ákvæði samkeppnislaga og samkeppnisreglur EES-samningsins. Frá þessu er greint á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Þar segir að umrætt ákveði kveði á um að stórnotendum sé ekki heimilt að selja frá sér ónýtta raforku aftur inn á kerfið. „Takmarkanir af þessu tagi, af hálfu markaðsráðandi fyrirtækis, geta falið í sér brot á banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu skv. 11. gr. samkeppnislaga og 54. gr. EES-samningsins. Þannig geta slík samningsákvæði verið til þess fallin að verja eða styrkja stöðu hins markaðsráðandi fyrirtækis á kostnað viðskiptavina og almennings,“ segir í tilkynningunni. „Í samkeppnismálum erlendis hafa slík endursölubönn markaðsráðandi raforkufyrirtækja verið talin draga úr skilvirkni heildsölumarkaða með rafmagn sem leiðir til minni samkeppni og raforkuöryggis. Brjóti samningsákvæði í bága við samkeppnislög teljast þau ógild, sbr. 1. mgr. 33. gr. samkeppnislaga.“ Upphaf málsins megi rekja til bréfs Samkeppniseftirlitsins til Landsvirkjunnar dagsettu 23. nóvember síðastliðinn, þar sem óskað var eftir upplýsingum um ákvæðið. Landsvirkjun var tilkynnt 9. febrúar að eftirlitið hefði ákveðið að taka málið til rannsóknar. Þá hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) verið upplýst um málið. „Við rannsókn af þessu tagi er markaður málsins skilgreindur og staða viðkomandi fyrirtækis metin. Sé fyrirtækið talið markaðsráðandi er í framhaldinu tekin afstaða til þess hvort um brot sé að ræða. Telji eftirlitið að íþyngjandi ákvörðun kunni að verða tekin er fyrirtækinu sem rannsókn beinist að birt svokallað andmælaskjal þar sem frummati eftirlitsins er lýst og fyrirtækinu gefinn kostur á að koma ítarlegum sjónarmiðum á framfæri, áður en ákvörðun er tekin,“ segir í tilkynningunni. Rannsókn málsins sé á fyrstu stigum. Landsvirkjun Samkeppnismál Orkumál Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Frá þessu er greint á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Þar segir að umrætt ákveði kveði á um að stórnotendum sé ekki heimilt að selja frá sér ónýtta raforku aftur inn á kerfið. „Takmarkanir af þessu tagi, af hálfu markaðsráðandi fyrirtækis, geta falið í sér brot á banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu skv. 11. gr. samkeppnislaga og 54. gr. EES-samningsins. Þannig geta slík samningsákvæði verið til þess fallin að verja eða styrkja stöðu hins markaðsráðandi fyrirtækis á kostnað viðskiptavina og almennings,“ segir í tilkynningunni. „Í samkeppnismálum erlendis hafa slík endursölubönn markaðsráðandi raforkufyrirtækja verið talin draga úr skilvirkni heildsölumarkaða með rafmagn sem leiðir til minni samkeppni og raforkuöryggis. Brjóti samningsákvæði í bága við samkeppnislög teljast þau ógild, sbr. 1. mgr. 33. gr. samkeppnislaga.“ Upphaf málsins megi rekja til bréfs Samkeppniseftirlitsins til Landsvirkjunnar dagsettu 23. nóvember síðastliðinn, þar sem óskað var eftir upplýsingum um ákvæðið. Landsvirkjun var tilkynnt 9. febrúar að eftirlitið hefði ákveðið að taka málið til rannsóknar. Þá hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) verið upplýst um málið. „Við rannsókn af þessu tagi er markaður málsins skilgreindur og staða viðkomandi fyrirtækis metin. Sé fyrirtækið talið markaðsráðandi er í framhaldinu tekin afstaða til þess hvort um brot sé að ræða. Telji eftirlitið að íþyngjandi ákvörðun kunni að verða tekin er fyrirtækinu sem rannsókn beinist að birt svokallað andmælaskjal þar sem frummati eftirlitsins er lýst og fyrirtækinu gefinn kostur á að koma ítarlegum sjónarmiðum á framfæri, áður en ákvörðun er tekin,“ segir í tilkynningunni. Rannsókn málsins sé á fyrstu stigum.
Landsvirkjun Samkeppnismál Orkumál Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira