Hvert er förinni heitið? Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir og Lísbet Sigurðardóttir skrifa 16. febrúar 2024 09:00 Um mitt síðasta ár voru hátt í fjörutíu milljónir manna á flótta í heiminum. Á sama tíma voru um 110 milljónir á vergangi, en talan hefur vaxið enn frekar síðan og líklega ekkert lát á vextinum í bráð. Það er risavaxið sameiginlegt verkefni alþjóðasamfélagsins að hlúa að fólki á flótta. Þar þurfa ríki Evrópu, þar á meðal Ísland, að standa sína plikt líkt og aðrir. Það liggur enginn vafi á því að við Íslendingar, sem eitt ríkasta velferðarsamfélag heims, höfum sannarlega staðið við okkar alþjóðlegu skuldbindingar þegar kemur að móttöku flóttafólks og viljum áfram gera með myndarlegum hætti. En þegar verkefnið er orðið okkur ofjarl verður að vera hægt að líta inn á við, ræða málin í kjölinn og velta því fyrir okkur hvers vegna okkar lagaumgjörð um málaflokkinn er önnur og rýmri en á hinum Norðurlöndunum sem við berum okkur saman við í nær öllu öðru tilliti. Á það hefur raunar verið bent í nokkur ár af ráðherrum og þingflokki Sjálfstæðisflokksins og gerðar tilraunir til þess að koma skynsamlegum breytingum til lykta án þess að þær hafi hlotið hljómgrunn - fyrr en nú. Leit að samfélagslegri sátt Óhætt er að segja að umræða um málaflokkinn verði sífellt harðari eftir því sem umfangið eykst og flóttamenn hafa víða orðið blórabögglar öfgasinna og popúlista. Hingað til hefur slík umræða þó verið minna áberandi hér en í nágrannaríkjum. Miklu máli skiptir að halda í þá sérstöðu, nálgast verkefnið af yfirvegun og þannig að skiptast megi á skoðunum um stóru drættina án þess að við endum í leðjuslag. Það þjónar hagsmunum íslensks samfélags og þeirra sem hingað leita best að við höfum burði til að veita mannsæmandi þjónustu og sinna afgreiðslu mála í samræmi við lög. Upphrópanir, afvegaleiðing og svívirðingar munu ekki brúa bil ólíkra sjónarmiða í leit að samfélagslegri sátt um þennan málaflokk. Það gera alhæfingar og fordómar ekki heldur. Verndarkerfi á þolmörkum Aldrei hafa fleiri komið til landsins á flótta en síðustu tvö ár. Árið 2014 þótti það mikið þegar hingað komu 176 einstaklingar á flótta. Í fyrra komu um tuttugu og fjórum sinnum fleiri, eða 4.159 einstaklingar, og dvelja nú ríflega 2.000 umsækjendur um alþjóðlega vernd í búsetuúrræðum á vegum Vinnumálastofnunar. Fjölguninni fylgir tilheyrandi margföldun kostnaðar, en dómsmálaráðuneytið áætlar að hann hafi verið um 20 milljarðar í fyrra, sem er til samanburðar drjúgur hluti þess sem kostar að reka alla utanríkisþjónustu Íslands ár hvert. Eðli málsins samkvæmt hefur þróunin í för með sér gríðarlegt álag á innviði samfélags sem telur tæplega 400 þúsund íbúa, en fólksfjölgun hér hefur verið langtum hraðari en í Evrópu. Frá aldamótum hefur íbúum á Íslandi fjölgað um nærri 40%, samanborið við tæplega 3% fjölgun í Evrópu. Hvaða samfélag sem er ætti erfitt með að anna uppbyggingu innviða í takt við slíka þróun. Þrátt fyrir gríðarmikla uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu, bæði í húsakosti og stórauknum framlögum í rekstur kerfisins, verða þær framfarir lítið meira en kapphlaup við tímann. Biðlistar á leikskóla eru langir, sérstaklega í höfuðborginni, og byggja þarf mun fleiri íbúðir. Til að vel megi vera þurfum við að leggja raunsætt mat á hvað innviðir okkar þola þegar við sníðum okkur stakk eftir vexti. Það er augljóslega ekki sjálfbært að ásókn í alþjóðlega vernd á Íslandi sé hlutfallslega margföld á við hin Norðurlöndin, líkt og verið hefur undanfarið. Það er hvorki sjálfbært þegar kemur að grunninnviðum samfélagsins né getu okkar til að taka vel á móti fólki í viðkvæmri stöðu, líkt og við hljótum öll að vilja. Það hefur verið gagnrýnt að íslensk stjórnvöld veiti ekki alþjóðlega vernd þeim sem þegar hafa hlotið vernd í öruggu ríki. Ekki er hægt að ætla Íslandi að taka við fjölda fólks sem þegar hefur fengið vernd annars staðar í Evrópu, enda yrði það þá óhjákvæmilegt að kerfið hafi ekki undan og að þjónusta skerðist hér líkt og gerst hefur annars staðar. Í þessu felst ekki mannvonska eða andúð gagnvart útlendingum, heldur þvert á móti vilji til að geta gert hlutina vel. Það dugar skammt að veita fólki mannúðarleyfi hér á landi ef við höfum ekki lengur burði til að veita mannsæmandi þjónustu. Ef íslenskt verndarkerfi er langtum opnara en í nágrannalöndum til lengdar, og straumurinn margfalt stríðari, skapast kjörið tækifæri fyrir þjóðernispopúlista að nýta sér stöðuna til þess að ala á hatri og fordómum á leið sinni til valda. Það er á ábyrgð okkar að ná sátt um málaflokkinn og tryggja að við sem samfélag förum ekki fram úr eigin getu. Óvænt en mikilvæg samstaða Nú er í smíðum nýtt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum þar sem lagðar eru til löngu tímabærar breytingar til samræmis við löggjöf hinna Norðurlandanna. Dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað lagt fram stóran hluta umræddra breytingartillagna í hartnær áratug, en drjúgur hluti Alþingis hefur hingað til tekið þeim fálega. Það er því ánægjulegt að formenn Viðreisnar og Samfylkingarinnar virðast vera að vakna til lífsins eftir að hafa ítrekað lagst gegn tillögum Sjálfstæðisflokksins til úrbóta. Af málflutningi þeirra má ætla að flokkarnir hljóti að styðja afgreiðslu frumvarpsins í þinginu þannig að gera megi lagaumhverfi málaflokksins sjálfbærari svo við getum tekið vel á móti þeim sem hljóta hér vernd, með mannúð að leiðarljósi. Seint koma sumir en koma þó - það er fagnaðarefni að þingmenn stjórnarandstöðunnar sjái loksins hag sinn í því að styðja skynsamlegar lausnir sem legið hafa fyrir í fleiri ár. Höfundar eru aðstoðarmenn þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um mitt síðasta ár voru hátt í fjörutíu milljónir manna á flótta í heiminum. Á sama tíma voru um 110 milljónir á vergangi, en talan hefur vaxið enn frekar síðan og líklega ekkert lát á vextinum í bráð. Það er risavaxið sameiginlegt verkefni alþjóðasamfélagsins að hlúa að fólki á flótta. Þar þurfa ríki Evrópu, þar á meðal Ísland, að standa sína plikt líkt og aðrir. Það liggur enginn vafi á því að við Íslendingar, sem eitt ríkasta velferðarsamfélag heims, höfum sannarlega staðið við okkar alþjóðlegu skuldbindingar þegar kemur að móttöku flóttafólks og viljum áfram gera með myndarlegum hætti. En þegar verkefnið er orðið okkur ofjarl verður að vera hægt að líta inn á við, ræða málin í kjölinn og velta því fyrir okkur hvers vegna okkar lagaumgjörð um málaflokkinn er önnur og rýmri en á hinum Norðurlöndunum sem við berum okkur saman við í nær öllu öðru tilliti. Á það hefur raunar verið bent í nokkur ár af ráðherrum og þingflokki Sjálfstæðisflokksins og gerðar tilraunir til þess að koma skynsamlegum breytingum til lykta án þess að þær hafi hlotið hljómgrunn - fyrr en nú. Leit að samfélagslegri sátt Óhætt er að segja að umræða um málaflokkinn verði sífellt harðari eftir því sem umfangið eykst og flóttamenn hafa víða orðið blórabögglar öfgasinna og popúlista. Hingað til hefur slík umræða þó verið minna áberandi hér en í nágrannaríkjum. Miklu máli skiptir að halda í þá sérstöðu, nálgast verkefnið af yfirvegun og þannig að skiptast megi á skoðunum um stóru drættina án þess að við endum í leðjuslag. Það þjónar hagsmunum íslensks samfélags og þeirra sem hingað leita best að við höfum burði til að veita mannsæmandi þjónustu og sinna afgreiðslu mála í samræmi við lög. Upphrópanir, afvegaleiðing og svívirðingar munu ekki brúa bil ólíkra sjónarmiða í leit að samfélagslegri sátt um þennan málaflokk. Það gera alhæfingar og fordómar ekki heldur. Verndarkerfi á þolmörkum Aldrei hafa fleiri komið til landsins á flótta en síðustu tvö ár. Árið 2014 þótti það mikið þegar hingað komu 176 einstaklingar á flótta. Í fyrra komu um tuttugu og fjórum sinnum fleiri, eða 4.159 einstaklingar, og dvelja nú ríflega 2.000 umsækjendur um alþjóðlega vernd í búsetuúrræðum á vegum Vinnumálastofnunar. Fjölguninni fylgir tilheyrandi margföldun kostnaðar, en dómsmálaráðuneytið áætlar að hann hafi verið um 20 milljarðar í fyrra, sem er til samanburðar drjúgur hluti þess sem kostar að reka alla utanríkisþjónustu Íslands ár hvert. Eðli málsins samkvæmt hefur þróunin í för með sér gríðarlegt álag á innviði samfélags sem telur tæplega 400 þúsund íbúa, en fólksfjölgun hér hefur verið langtum hraðari en í Evrópu. Frá aldamótum hefur íbúum á Íslandi fjölgað um nærri 40%, samanborið við tæplega 3% fjölgun í Evrópu. Hvaða samfélag sem er ætti erfitt með að anna uppbyggingu innviða í takt við slíka þróun. Þrátt fyrir gríðarmikla uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu, bæði í húsakosti og stórauknum framlögum í rekstur kerfisins, verða þær framfarir lítið meira en kapphlaup við tímann. Biðlistar á leikskóla eru langir, sérstaklega í höfuðborginni, og byggja þarf mun fleiri íbúðir. Til að vel megi vera þurfum við að leggja raunsætt mat á hvað innviðir okkar þola þegar við sníðum okkur stakk eftir vexti. Það er augljóslega ekki sjálfbært að ásókn í alþjóðlega vernd á Íslandi sé hlutfallslega margföld á við hin Norðurlöndin, líkt og verið hefur undanfarið. Það er hvorki sjálfbært þegar kemur að grunninnviðum samfélagsins né getu okkar til að taka vel á móti fólki í viðkvæmri stöðu, líkt og við hljótum öll að vilja. Það hefur verið gagnrýnt að íslensk stjórnvöld veiti ekki alþjóðlega vernd þeim sem þegar hafa hlotið vernd í öruggu ríki. Ekki er hægt að ætla Íslandi að taka við fjölda fólks sem þegar hefur fengið vernd annars staðar í Evrópu, enda yrði það þá óhjákvæmilegt að kerfið hafi ekki undan og að þjónusta skerðist hér líkt og gerst hefur annars staðar. Í þessu felst ekki mannvonska eða andúð gagnvart útlendingum, heldur þvert á móti vilji til að geta gert hlutina vel. Það dugar skammt að veita fólki mannúðarleyfi hér á landi ef við höfum ekki lengur burði til að veita mannsæmandi þjónustu. Ef íslenskt verndarkerfi er langtum opnara en í nágrannalöndum til lengdar, og straumurinn margfalt stríðari, skapast kjörið tækifæri fyrir þjóðernispopúlista að nýta sér stöðuna til þess að ala á hatri og fordómum á leið sinni til valda. Það er á ábyrgð okkar að ná sátt um málaflokkinn og tryggja að við sem samfélag förum ekki fram úr eigin getu. Óvænt en mikilvæg samstaða Nú er í smíðum nýtt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum þar sem lagðar eru til löngu tímabærar breytingar til samræmis við löggjöf hinna Norðurlandanna. Dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað lagt fram stóran hluta umræddra breytingartillagna í hartnær áratug, en drjúgur hluti Alþingis hefur hingað til tekið þeim fálega. Það er því ánægjulegt að formenn Viðreisnar og Samfylkingarinnar virðast vera að vakna til lífsins eftir að hafa ítrekað lagst gegn tillögum Sjálfstæðisflokksins til úrbóta. Af málflutningi þeirra má ætla að flokkarnir hljóti að styðja afgreiðslu frumvarpsins í þinginu þannig að gera megi lagaumhverfi málaflokksins sjálfbærari svo við getum tekið vel á móti þeim sem hljóta hér vernd, með mannúð að leiðarljósi. Seint koma sumir en koma þó - það er fagnaðarefni að þingmenn stjórnarandstöðunnar sjái loksins hag sinn í því að styðja skynsamlegar lausnir sem legið hafa fyrir í fleiri ár. Höfundar eru aðstoðarmenn þingflokks Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar