Mannréttindi eru kjarni jafnaðarstefnunnar Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifa 16. febrúar 2024 15:00 Samfylkingin er flokkur jafnaðarfólks, sósíaldemókrata. Við trúum á jöfn tækifæri, öfluga samtryggingu samhliða öflugu atvinnulífi, og pólitík þar sem almannahagsmunir eru settir ofar sérhagsmunum hinna ríku. Það sem einnig einkennir jafnaðarstefnuna er að við erum alltaf meðvituð um að ofuráhersla á stóru myndina getur valdið því að jaðarsettir hópar fólks færast lengra út á jaðarinn. Þess vegna eru mannréttindi einn kjarni jafnaðarstefnu og órjúfanlegur hluti hennar. Jafnaðarfólk berst fyrir samfélagi þar sem allir hópar þess fá að tilheyra og þar sem engum er haldið niðri af kerfinu, hvort sem það er eignalítið fólk, fólk sem treystir á lífeyri, fólk af erlendum uppruna, fatlað fólk eða hinsegin fólk. Við vitum að við höfum öll rétt á því að búa við mannlega reisn. Um það snýst okkar pólitík. Við skulum einnig gera okkur grein fyrir því að lífsskilyrði fólks — og þar með tækifæri — geta mótast af opinberri umræðu um hagi þeirra. Orðræða stjórnmálafólks undanfarið um fólk sem sækir um alþjóðlega vernd, þann hóp samfélagsins okkar sem er í viðkvæmustu stöðunni, hefur undanfarið færst til. Skyndilega er orðið viðtekið að stilla fólki sem flýr hörmungar upp sem einhverskonar ógn við kerfin okkar, þar sem landamæri eru sett í samhengi við velferðarsamfélagið. Höfum það á hreinu að landamæri Íslands eru lokuð öllum utan Schengen-svæðisins sem hér vilja setjast að. Undantekningin á því er þegar kemur að fólki sem hefur svo sannarlega rétt á að leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Alþjóðasamfélagið kom sér saman um, í kjölfar hryllings seinni heimsstyrjaldar, að bjarga fólki sem sætir ofsóknum og ofbeldi í heimalandi sínu. Um þetta kerfi verðum við að standa vörð. Allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda, sérstaklega á tímum þegar fullkomið neyðarástand ríkir vegna þjóðernishreinsana Ísraels á Gaza, er óábyrgt og ekki í anda jafnaðarfólks. Raunar gengur það gegn jafnaðarstefnunni. Innviðir samfélagsins okkar hafa löngum verið fjársveltir. Langvarandi vanfjármögnun og einkavæðing veikir stoðir kerfanna okkar, sem hafa þ.a.l. ekki verið í stakk búin til þess að takast á við veldisvöxt ferðamanna og aukinn fólksfjölda undanfarinna ára. En hér er lykilatriðið: Stjórnmálamenn bera þá ábyrgð, ekki fólkið sem kemur hingað til að setjast að og byggja sér líf. Innflytjendur, hvernig sem þeir koma til landsins, eru hryggjarstykkið í íslensku samfélagi og atvinnulífið treystir á krafta þeirra. Fjölmenning er einfaldlega staðreynd á Íslandi og henni fylgja ótalmörg tækifæri samhliða áskorunum. Samfylkingin á að tala fyrir mannúð og mannréttindum samhliða þeim kerfisbreytingum sem þarf að ráðast í eftir langan vetur hægristefnu. Förum aftur í kjarnann. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar og doktorsnemi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Þorbjörg Þorvaldsdóttir Innflytjendamál Samfylkingin Mannréttindi Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Samfylkingin er flokkur jafnaðarfólks, sósíaldemókrata. Við trúum á jöfn tækifæri, öfluga samtryggingu samhliða öflugu atvinnulífi, og pólitík þar sem almannahagsmunir eru settir ofar sérhagsmunum hinna ríku. Það sem einnig einkennir jafnaðarstefnuna er að við erum alltaf meðvituð um að ofuráhersla á stóru myndina getur valdið því að jaðarsettir hópar fólks færast lengra út á jaðarinn. Þess vegna eru mannréttindi einn kjarni jafnaðarstefnu og órjúfanlegur hluti hennar. Jafnaðarfólk berst fyrir samfélagi þar sem allir hópar þess fá að tilheyra og þar sem engum er haldið niðri af kerfinu, hvort sem það er eignalítið fólk, fólk sem treystir á lífeyri, fólk af erlendum uppruna, fatlað fólk eða hinsegin fólk. Við vitum að við höfum öll rétt á því að búa við mannlega reisn. Um það snýst okkar pólitík. Við skulum einnig gera okkur grein fyrir því að lífsskilyrði fólks — og þar með tækifæri — geta mótast af opinberri umræðu um hagi þeirra. Orðræða stjórnmálafólks undanfarið um fólk sem sækir um alþjóðlega vernd, þann hóp samfélagsins okkar sem er í viðkvæmustu stöðunni, hefur undanfarið færst til. Skyndilega er orðið viðtekið að stilla fólki sem flýr hörmungar upp sem einhverskonar ógn við kerfin okkar, þar sem landamæri eru sett í samhengi við velferðarsamfélagið. Höfum það á hreinu að landamæri Íslands eru lokuð öllum utan Schengen-svæðisins sem hér vilja setjast að. Undantekningin á því er þegar kemur að fólki sem hefur svo sannarlega rétt á að leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Alþjóðasamfélagið kom sér saman um, í kjölfar hryllings seinni heimsstyrjaldar, að bjarga fólki sem sætir ofsóknum og ofbeldi í heimalandi sínu. Um þetta kerfi verðum við að standa vörð. Allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda, sérstaklega á tímum þegar fullkomið neyðarástand ríkir vegna þjóðernishreinsana Ísraels á Gaza, er óábyrgt og ekki í anda jafnaðarfólks. Raunar gengur það gegn jafnaðarstefnunni. Innviðir samfélagsins okkar hafa löngum verið fjársveltir. Langvarandi vanfjármögnun og einkavæðing veikir stoðir kerfanna okkar, sem hafa þ.a.l. ekki verið í stakk búin til þess að takast á við veldisvöxt ferðamanna og aukinn fólksfjölda undanfarinna ára. En hér er lykilatriðið: Stjórnmálamenn bera þá ábyrgð, ekki fólkið sem kemur hingað til að setjast að og byggja sér líf. Innflytjendur, hvernig sem þeir koma til landsins, eru hryggjarstykkið í íslensku samfélagi og atvinnulífið treystir á krafta þeirra. Fjölmenning er einfaldlega staðreynd á Íslandi og henni fylgja ótalmörg tækifæri samhliða áskorunum. Samfylkingin á að tala fyrir mannúð og mannréttindum samhliða þeim kerfisbreytingum sem þarf að ráðast í eftir langan vetur hægristefnu. Förum aftur í kjarnann. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar og doktorsnemi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar