Arna sleit krossband: „Búin að gráta mikið í dag“ Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2024 15:43 Arna Sif Ásgrímsdóttir mun ekki spila fótbolta að nýju fyrr en á næsta ári. vísir/Anton Ljóst er að besta knattspyrnukona Bestu deildarinnar undanfarin ár, Arna Sif Ásgrímsdóttir, verður ekki með meisturum Vals á þessu ári eftir að hún sleit krossband í hné. Arna meiddist í leik gegn Fylki í Lengjubikarnum í fyrrakvöld og nú hefur skoðun leitt í ljós að krossband í hné slitnaði og ytri liðþófi rifnaði. „Þetta er ótrúlega mikið högg. Maður er búinn að gráta mikið í dag og er mjög brotinn,“ sagði Arna í samtali við Vísi. „Manni var sagt að vona það besta og búa sig undir það versta en þó mig hafi grunað þetta þá var þetta mikið högg og ég er hálfpartinn ekki að trúa þessu. Ég ætla að gefa mér tíma fram yfir helgi til að vera brotin og gráta mikið, og svo þarf bara að tækla þetta verkefni,“ segir þessi frábæri miðvörður. Arna Sif Ásgrímsdóttir hefur verið í lykilhlutverki í afar sigursælu liði Vals.vísir/Diego Átti að verða stórt ár Arna hefur ekki áður glímt við svo alvarleg meiðsli og áfallið er mikið, ekki síst vegna þess hve frábær síðustu ár hún hefur átt með titlasöfnun hjá Val og sæti í íslenska landsliðshópnum. „Auðvitað er þetta alltaf högg í magann en ég rann út á samning eftir síðasta tímabil og skoðaði aðeins í kringum mig, en langaði að taka slaginn með Val því ég er enn með stór markmið fyrir liðið okkar. Þetta ár átti að vera ansi stórt og þetta er því extra mikið högg, að geta ekki verið partur af því,“ segir Arna sem eins og fyrr segir grunaði strax hvað hefði gerst þegar hún meiddist. Ótrúlega algengt og þarf að skoða betur „Ég hef ekki upplifað hnémeiðsli áður en þetta er búið að vera mikið í kringum mann hjá Val, og úti í heimi, og lýsingarnar voru eins. Við að heyra smellinn og hálfpartinn festast, hnéð festist einhvern veginn, þá var ég strax hrædd um að þetta væri ansi alvarlegt.“ Tíðar fréttir af krossbandsslitum hafa einmitt borist úr knattspyrnuheimi kvenna, og Arna Sif er alls ekki sú fyrsta til að slíta krossband á Hlíðarenda. „Þetta er búið að vera ótrúlega algengt og í raun bara aukning. Maður heyrði ekki mikið um þetta fyrir nokkrum árum síðan og það þarf alvarlega að skoða þetta,“ segir Arna. Besta deild kvenna Valur Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
Arna meiddist í leik gegn Fylki í Lengjubikarnum í fyrrakvöld og nú hefur skoðun leitt í ljós að krossband í hné slitnaði og ytri liðþófi rifnaði. „Þetta er ótrúlega mikið högg. Maður er búinn að gráta mikið í dag og er mjög brotinn,“ sagði Arna í samtali við Vísi. „Manni var sagt að vona það besta og búa sig undir það versta en þó mig hafi grunað þetta þá var þetta mikið högg og ég er hálfpartinn ekki að trúa þessu. Ég ætla að gefa mér tíma fram yfir helgi til að vera brotin og gráta mikið, og svo þarf bara að tækla þetta verkefni,“ segir þessi frábæri miðvörður. Arna Sif Ásgrímsdóttir hefur verið í lykilhlutverki í afar sigursælu liði Vals.vísir/Diego Átti að verða stórt ár Arna hefur ekki áður glímt við svo alvarleg meiðsli og áfallið er mikið, ekki síst vegna þess hve frábær síðustu ár hún hefur átt með titlasöfnun hjá Val og sæti í íslenska landsliðshópnum. „Auðvitað er þetta alltaf högg í magann en ég rann út á samning eftir síðasta tímabil og skoðaði aðeins í kringum mig, en langaði að taka slaginn með Val því ég er enn með stór markmið fyrir liðið okkar. Þetta ár átti að vera ansi stórt og þetta er því extra mikið högg, að geta ekki verið partur af því,“ segir Arna sem eins og fyrr segir grunaði strax hvað hefði gerst þegar hún meiddist. Ótrúlega algengt og þarf að skoða betur „Ég hef ekki upplifað hnémeiðsli áður en þetta er búið að vera mikið í kringum mann hjá Val, og úti í heimi, og lýsingarnar voru eins. Við að heyra smellinn og hálfpartinn festast, hnéð festist einhvern veginn, þá var ég strax hrædd um að þetta væri ansi alvarlegt.“ Tíðar fréttir af krossbandsslitum hafa einmitt borist úr knattspyrnuheimi kvenna, og Arna Sif er alls ekki sú fyrsta til að slíta krossband á Hlíðarenda. „Þetta er búið að vera ótrúlega algengt og í raun bara aukning. Maður heyrði ekki mikið um þetta fyrir nokkrum árum síðan og það þarf alvarlega að skoða þetta,“ segir Arna.
Besta deild kvenna Valur Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn