Arna sleit krossband: „Búin að gráta mikið í dag“ Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2024 15:43 Arna Sif Ásgrímsdóttir mun ekki spila fótbolta að nýju fyrr en á næsta ári. vísir/Anton Ljóst er að besta knattspyrnukona Bestu deildarinnar undanfarin ár, Arna Sif Ásgrímsdóttir, verður ekki með meisturum Vals á þessu ári eftir að hún sleit krossband í hné. Arna meiddist í leik gegn Fylki í Lengjubikarnum í fyrrakvöld og nú hefur skoðun leitt í ljós að krossband í hné slitnaði og ytri liðþófi rifnaði. „Þetta er ótrúlega mikið högg. Maður er búinn að gráta mikið í dag og er mjög brotinn,“ sagði Arna í samtali við Vísi. „Manni var sagt að vona það besta og búa sig undir það versta en þó mig hafi grunað þetta þá var þetta mikið högg og ég er hálfpartinn ekki að trúa þessu. Ég ætla að gefa mér tíma fram yfir helgi til að vera brotin og gráta mikið, og svo þarf bara að tækla þetta verkefni,“ segir þessi frábæri miðvörður. Arna Sif Ásgrímsdóttir hefur verið í lykilhlutverki í afar sigursælu liði Vals.vísir/Diego Átti að verða stórt ár Arna hefur ekki áður glímt við svo alvarleg meiðsli og áfallið er mikið, ekki síst vegna þess hve frábær síðustu ár hún hefur átt með titlasöfnun hjá Val og sæti í íslenska landsliðshópnum. „Auðvitað er þetta alltaf högg í magann en ég rann út á samning eftir síðasta tímabil og skoðaði aðeins í kringum mig, en langaði að taka slaginn með Val því ég er enn með stór markmið fyrir liðið okkar. Þetta ár átti að vera ansi stórt og þetta er því extra mikið högg, að geta ekki verið partur af því,“ segir Arna sem eins og fyrr segir grunaði strax hvað hefði gerst þegar hún meiddist. Ótrúlega algengt og þarf að skoða betur „Ég hef ekki upplifað hnémeiðsli áður en þetta er búið að vera mikið í kringum mann hjá Val, og úti í heimi, og lýsingarnar voru eins. Við að heyra smellinn og hálfpartinn festast, hnéð festist einhvern veginn, þá var ég strax hrædd um að þetta væri ansi alvarlegt.“ Tíðar fréttir af krossbandsslitum hafa einmitt borist úr knattspyrnuheimi kvenna, og Arna Sif er alls ekki sú fyrsta til að slíta krossband á Hlíðarenda. „Þetta er búið að vera ótrúlega algengt og í raun bara aukning. Maður heyrði ekki mikið um þetta fyrir nokkrum árum síðan og það þarf alvarlega að skoða þetta,“ segir Arna. Besta deild kvenna Valur Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Arna meiddist í leik gegn Fylki í Lengjubikarnum í fyrrakvöld og nú hefur skoðun leitt í ljós að krossband í hné slitnaði og ytri liðþófi rifnaði. „Þetta er ótrúlega mikið högg. Maður er búinn að gráta mikið í dag og er mjög brotinn,“ sagði Arna í samtali við Vísi. „Manni var sagt að vona það besta og búa sig undir það versta en þó mig hafi grunað þetta þá var þetta mikið högg og ég er hálfpartinn ekki að trúa þessu. Ég ætla að gefa mér tíma fram yfir helgi til að vera brotin og gráta mikið, og svo þarf bara að tækla þetta verkefni,“ segir þessi frábæri miðvörður. Arna Sif Ásgrímsdóttir hefur verið í lykilhlutverki í afar sigursælu liði Vals.vísir/Diego Átti að verða stórt ár Arna hefur ekki áður glímt við svo alvarleg meiðsli og áfallið er mikið, ekki síst vegna þess hve frábær síðustu ár hún hefur átt með titlasöfnun hjá Val og sæti í íslenska landsliðshópnum. „Auðvitað er þetta alltaf högg í magann en ég rann út á samning eftir síðasta tímabil og skoðaði aðeins í kringum mig, en langaði að taka slaginn með Val því ég er enn með stór markmið fyrir liðið okkar. Þetta ár átti að vera ansi stórt og þetta er því extra mikið högg, að geta ekki verið partur af því,“ segir Arna sem eins og fyrr segir grunaði strax hvað hefði gerst þegar hún meiddist. Ótrúlega algengt og þarf að skoða betur „Ég hef ekki upplifað hnémeiðsli áður en þetta er búið að vera mikið í kringum mann hjá Val, og úti í heimi, og lýsingarnar voru eins. Við að heyra smellinn og hálfpartinn festast, hnéð festist einhvern veginn, þá var ég strax hrædd um að þetta væri ansi alvarlegt.“ Tíðar fréttir af krossbandsslitum hafa einmitt borist úr knattspyrnuheimi kvenna, og Arna Sif er alls ekki sú fyrsta til að slíta krossband á Hlíðarenda. „Þetta er búið að vera ótrúlega algengt og í raun bara aukning. Maður heyrði ekki mikið um þetta fyrir nokkrum árum síðan og það þarf alvarlega að skoða þetta,“ segir Arna.
Besta deild kvenna Valur Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira