Viðskipti innlent

Lands­réttur á því að Síminn hafi ekki brotið lög með sölu enska boltans

Jón Þór Stefánsson skrifar
„Þar sem sektin hafði áður verið felld niður að fullu með dómi Héraðsdóms hefur niðurstaða Landsréttar ekki áhrif á reikninga félagsins,“ segir í tilkynningu á vef Símans.
„Þar sem sektin hafði áður verið felld niður að fullu með dómi Héraðsdóms hefur niðurstaða Landsréttar ekki áhrif á reikninga félagsins,“ segir í tilkynningu á vef Símans. Vísir/Vilhelm

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Síminn hafi ekki brotið gegn ákvæðum sáttar við Samkeppniseftirlitið með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og línulega sjónvarpsþjónustu, enska boltann á Símanum Sport.

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Síminn hafi ekki brotið gegn ákvæðum sáttar við Samkeppniseftirlitið með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og línulega sjónvarpsþjónustu, enska boltann á Símanum Sport.

Þar með hefur Landsréttur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr gildi, sem hafði lagt 500 milljóna króna sekt á Símann. Í kjölfarið skaut Síminn því til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem lækkaði sektina í 200 milljónir.

„Þar sem sektin hafði áður verið felld niður að fullu með dómi Héraðsdóms hefur niðurstaða Landsréttar ekki áhrif á reikninga félagsins,“ segir í tilkynningu á vef Símans.

Á vef Samkeppniseftirlitsins segir að stofnunin hafi nú til skoðunar hvort leitaði verði eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dóminum.

Í sáttinni milli Símans og Samkeppniseftirlitsins, sem málið varðar, samþykkti Síminn að gera það ekki að skilyrði fyrir kaupum á fjarskiptaþjónustu að sjónvarpsþjónusta myndi fylgja með kaupunum. Þar að auki væri Símanum óheimilt að tvinna saman í sölu fjarskiptaþjónustu og sjónvarpsþjónustu. 

Með Heimilispakka Símans bauðst viðskiptavinum að kaupa fjarskiptaþjónustu ásamt sjónvarpsþjónustu, sem innihélt enska boltann.

Samkeppniseftirlitið taldi að Síminn hefði brotið gegn sáttinni með tilboðinu. Héraðsdómur taldi óumdeilt að Síminn hefði ekki gert það að beinu skilyrði fyrir kaupum á fjarskiptaþjónustu að útsendingar frá enska boltanum myndu fylgja með. Jafnframt hefði ekki verið lagt algert bann við samtvinnun á fjarskiptaþjónustu og sjónvarpsþjónustu og að tilboð Símans hafi ekki talist óeðlilegt.

Samkeppniseftirlitinu hafi ekki tekist að færa sönnur fyrir broti Símans, að mati Héraðsdóms sem Landsréttur raskaði ekki.

Í dómi Landsréttar segir jafnframt að til að skera úr um hvort Síminn hafi brotið lög verði að leggja fyrir hvort Síminn hafi verið í markaðsráðandi stöðu, en að það sé óljóst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×