Hefur þú heyrt um sólblómabandið? Sara Rós Kristinsdóttir skrifar 18. febrúar 2024 08:30 Sólblómabandið er fyrir fólk með ósýnilegar fatlanir og skerðingar eða ósýnilega sjúkdóma. Þó svo að þú sjáir það ekki á fólki þá gæti verið um falda fötlun eða veikindi að ræða. Slóð á heimasíðu erlendu samtakanna: A symbol for non-visible disabilities (hdsunflower.com) Sólblómabandið gagnast t.d. fólki með heilabilun, flogaveiki, síþreytu sjúkdóma, einhverfa einstaklinga og marga fleiri. Bandið á að vera þægileg og látlaus leið til að fólk geti fengið meiri skilning í hinum ýmsu aðstæðum. Vissir þú að meirihluti fatlana, skerðinga og sjúkdóma eru ósýnilegir? Eins og staðan er í dag erum við á Íslandi ekki komin með jafn mikla þekkingu á tilgangi bandsins og sumar aðrar þjóðir. Ef þekking innan samfélagsins er ekki til staðar þá nýtist sólblómabandið ekki eins og lagt er upp með. Víðtæk þekking á sólblómabandinu eykur stuðning við þennan hóp til muna við hversdagslegar athafnir, t.d. í þjónustu, á stofnunum og á meðal almennings. Fjöldi samtaka og stofnana um allan heim hafa tekið Sólblómið í notkun. Þau lönd sem eiga aðild að bresku samtökum um Sólblómabandið eru Ástralía, Belgía, Kanada, Danmörk, Írland, Holland, Nýja Sjáland, Bandaríkin og nú Ísland. Sólblómið er notað á um 130 flugvöllum, 450 háskólum, lestarkerfum, menningarstofnunum, heilbrigðisstofnunum, fjármálastofnunum, verslunarmiðstöðvum og enn víðar í þessum löndum. E inungis er eitt félag á Íslandi sem er með aðild að samtökunum Sólblómið - tákni fólks með ósýnilega fötlun (e. Hidden Disabilities Sunflower) Þessi erlendu samtök vinna með víðfeðmu stuðningsneti hagsmunasamtaka fólks með ósýnilega fötlun á heimsvísu. Á Íslandi er það félagið Einstök börn sem er með aðild að þessum samtökum. Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni og fjölskyldna þeirra. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú eru rúmlega 600 fjölskyldur í félaginu eða rétt um 1800 félagsmenn - foreldrar og börn. Félagið býður einungis félagsmönnum sínum að sækja um bandið. Félagið stefnir að því að auka vitund á sólblóminu og merkingu þess í samfélaginu og því vil ég hvetja alla sem hafa tök á því að styrkja félagið með frjálsum framlögum eða með að vera mánaðarlegur styrktaraðili. (Höfundur er ekki að vinna hjá samtökunum, né tengist þeim persónulega á neinn hátt.) Slóð: Frjáls framlög | Einstök börn (einstokborn.is) Ljóst er að það þarf töluvert meiri fræðslu innanlands um sólblómið og tilgang þess og fleiri félög þurfa að sækja um aðild í samtökin erlendis og fá þannig leyfi til að gefa sínum félagsmönnum sem á þurfa að halda sólblómið. Skýrt skal tekið fram að til að fá bandið þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og fer það einungis til fólks sem þarf á að halda. Það er passað vel upp á það, til að sólblómið haldi sínum tilgangi. Það myndi auka lífsgæði þessa fjölbreytta hóps töluvert að fá aukinn skilning og umburðarlyndi í samfélaginu. Auðvitað væri það draumastaðan að allir myndu tileinka sér það að koma alltaf fram við fólk af umburðarlyndi en þegar fólk er ekki með skilning á hinum ýmsu ósýnilegu fötlunum eða sjúkdómum þá er það einfaldlega ekki meðvitað um þarfir þessara einstaklinga. Það stendur fólki til boða sem þarf á að halda að fá sólblómaband til að bera um hálsinn á ferð sinni um Keflavíkurflugvöll. Starfsfólk í flugstöðinni er upplýst um að farþegar sem bera bandið gætu þurft viðbótartíma, aukna þolinmæði, skilning og tillitssemi þegar það fer í gegn. Hægt er að nálgast böndin á innritunarborðum afgreiðsluaðila í brottfararsal flugstöðvarinnar og á upplýsingaborði í komusal. Ekki á að vera þörf á að panta sólblómabandið fyrir komu á flugvöllinn. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Slóð: Sólblómabandið eykur þjónustu við farþega með ósýnilega fötlun | Isavia Gerum jákvæðar breytingar í samfélaginu saman. Kynntu sólblómabandið fyrir þinni fjölskyldu, vinum, kunningjum og þínum skóla, vinnustað. Höfundur er með miðilinn Lífsstefna þar sem hún er með fræðslu um geðheilsu, ADHD og einhverfu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, barna jógakennari og ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Sólblómabandið er fyrir fólk með ósýnilegar fatlanir og skerðingar eða ósýnilega sjúkdóma. Þó svo að þú sjáir það ekki á fólki þá gæti verið um falda fötlun eða veikindi að ræða. Slóð á heimasíðu erlendu samtakanna: A symbol for non-visible disabilities (hdsunflower.com) Sólblómabandið gagnast t.d. fólki með heilabilun, flogaveiki, síþreytu sjúkdóma, einhverfa einstaklinga og marga fleiri. Bandið á að vera þægileg og látlaus leið til að fólk geti fengið meiri skilning í hinum ýmsu aðstæðum. Vissir þú að meirihluti fatlana, skerðinga og sjúkdóma eru ósýnilegir? Eins og staðan er í dag erum við á Íslandi ekki komin með jafn mikla þekkingu á tilgangi bandsins og sumar aðrar þjóðir. Ef þekking innan samfélagsins er ekki til staðar þá nýtist sólblómabandið ekki eins og lagt er upp með. Víðtæk þekking á sólblómabandinu eykur stuðning við þennan hóp til muna við hversdagslegar athafnir, t.d. í þjónustu, á stofnunum og á meðal almennings. Fjöldi samtaka og stofnana um allan heim hafa tekið Sólblómið í notkun. Þau lönd sem eiga aðild að bresku samtökum um Sólblómabandið eru Ástralía, Belgía, Kanada, Danmörk, Írland, Holland, Nýja Sjáland, Bandaríkin og nú Ísland. Sólblómið er notað á um 130 flugvöllum, 450 háskólum, lestarkerfum, menningarstofnunum, heilbrigðisstofnunum, fjármálastofnunum, verslunarmiðstöðvum og enn víðar í þessum löndum. E inungis er eitt félag á Íslandi sem er með aðild að samtökunum Sólblómið - tákni fólks með ósýnilega fötlun (e. Hidden Disabilities Sunflower) Þessi erlendu samtök vinna með víðfeðmu stuðningsneti hagsmunasamtaka fólks með ósýnilega fötlun á heimsvísu. Á Íslandi er það félagið Einstök börn sem er með aðild að þessum samtökum. Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni og fjölskyldna þeirra. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú eru rúmlega 600 fjölskyldur í félaginu eða rétt um 1800 félagsmenn - foreldrar og börn. Félagið býður einungis félagsmönnum sínum að sækja um bandið. Félagið stefnir að því að auka vitund á sólblóminu og merkingu þess í samfélaginu og því vil ég hvetja alla sem hafa tök á því að styrkja félagið með frjálsum framlögum eða með að vera mánaðarlegur styrktaraðili. (Höfundur er ekki að vinna hjá samtökunum, né tengist þeim persónulega á neinn hátt.) Slóð: Frjáls framlög | Einstök börn (einstokborn.is) Ljóst er að það þarf töluvert meiri fræðslu innanlands um sólblómið og tilgang þess og fleiri félög þurfa að sækja um aðild í samtökin erlendis og fá þannig leyfi til að gefa sínum félagsmönnum sem á þurfa að halda sólblómið. Skýrt skal tekið fram að til að fá bandið þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og fer það einungis til fólks sem þarf á að halda. Það er passað vel upp á það, til að sólblómið haldi sínum tilgangi. Það myndi auka lífsgæði þessa fjölbreytta hóps töluvert að fá aukinn skilning og umburðarlyndi í samfélaginu. Auðvitað væri það draumastaðan að allir myndu tileinka sér það að koma alltaf fram við fólk af umburðarlyndi en þegar fólk er ekki með skilning á hinum ýmsu ósýnilegu fötlunum eða sjúkdómum þá er það einfaldlega ekki meðvitað um þarfir þessara einstaklinga. Það stendur fólki til boða sem þarf á að halda að fá sólblómaband til að bera um hálsinn á ferð sinni um Keflavíkurflugvöll. Starfsfólk í flugstöðinni er upplýst um að farþegar sem bera bandið gætu þurft viðbótartíma, aukna þolinmæði, skilning og tillitssemi þegar það fer í gegn. Hægt er að nálgast böndin á innritunarborðum afgreiðsluaðila í brottfararsal flugstöðvarinnar og á upplýsingaborði í komusal. Ekki á að vera þörf á að panta sólblómabandið fyrir komu á flugvöllinn. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Slóð: Sólblómabandið eykur þjónustu við farþega með ósýnilega fötlun | Isavia Gerum jákvæðar breytingar í samfélaginu saman. Kynntu sólblómabandið fyrir þinni fjölskyldu, vinum, kunningjum og þínum skóla, vinnustað. Höfundur er með miðilinn Lífsstefna þar sem hún er með fræðslu um geðheilsu, ADHD og einhverfu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, barna jógakennari og ráðgjafi.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun