Öruggt hjá Brighton gegn lánlausu liði Sheffield United Smári Jökull Jónsson skrifar 18. febrúar 2024 16:00 Simon Adingra og Danny Welbeck fagna einu marka Brighton í dag. Vísir/Getty Brighton vann stórsigur á Sheffield United þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Brighton fer upp í 7. sæti deildarinnar eftir sigurinn. Sheffield United var í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar fyrir leikinn í dag en Brighton var jafnt Chelsea og Wolves að stigum í 9. - 11. sæti. Það voru aðeins þrettán mínútur liðnar af leiknum í dag þegar Mason Holgate fékk beint rautt spjald fyrir ansi groddaralega tæklingu á Kaoru Mitoma. Myndbandsdómarinn Michael Oliver sendi Stuart Atwell í skjáinn til að skoða atvikið en Atwell hafði upphaflega gefið Holgate gult spjald. Hann var þó ekki lengi að breyta um skoðun og botnliðið því manni færri. Mason Holgate fékk rautt spjald fyrir þessa tæklingu á Kaoro Mitoma og eins og sést var lítið sem Holgate var sagt við þeirri ákvörðun dómarans.Vísir/Getty Þetta nýtti lið Brighton sér til hins ítrasta. Facundo Buonanoette skoraði á 20. mínútu og Danny Welbeck bætti öðru marki við fjórum mínútum síðar. Sheffield United tókst að skora undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af eftir skoðun myndbandsdómara. Ansi langan tíma tók að taka ákvörðun og voru liðsmenn Sheffield United allt annað en sáttir með dóminn. Staðan í hálfleik 2-0 og lið Sheffield gerði ágætlega í að halda aftur af liði Brighton allt fram á 75. mínútu þegar Jack Robinson skoraði ansi klaufalegt sjálfsmark. 2-5 vs Brighton 0-5 vs Aston villa 0-5 vs BrightonSheffield United have conceded 5 goals in 3 consecutive home games pic.twitter.com/bMjo4Q4Cot— SPORTbible (@sportbible) February 18, 2024 Þá opnuðust flóðgáttir og Simon Adingra bætti tveimur mörkum við á skömmum tíma. Hann er nýkominn aftur til liðsins eftir að hafa unnið Afríkumótið með Fílabeinsströndinni og kemur greinilega sjóðandi heitur aftur til Brighton. Lokatölur 5-0 og Sheffield United því áfram geirneglt við botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar en Brighton er komið í 7. sæti eftir sigurinn. Þetta er þriðji heimaleikurinn í röð þar sem Sheffield United fær á sig fimm mörk. Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Sheffield United var í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar fyrir leikinn í dag en Brighton var jafnt Chelsea og Wolves að stigum í 9. - 11. sæti. Það voru aðeins þrettán mínútur liðnar af leiknum í dag þegar Mason Holgate fékk beint rautt spjald fyrir ansi groddaralega tæklingu á Kaoru Mitoma. Myndbandsdómarinn Michael Oliver sendi Stuart Atwell í skjáinn til að skoða atvikið en Atwell hafði upphaflega gefið Holgate gult spjald. Hann var þó ekki lengi að breyta um skoðun og botnliðið því manni færri. Mason Holgate fékk rautt spjald fyrir þessa tæklingu á Kaoro Mitoma og eins og sést var lítið sem Holgate var sagt við þeirri ákvörðun dómarans.Vísir/Getty Þetta nýtti lið Brighton sér til hins ítrasta. Facundo Buonanoette skoraði á 20. mínútu og Danny Welbeck bætti öðru marki við fjórum mínútum síðar. Sheffield United tókst að skora undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af eftir skoðun myndbandsdómara. Ansi langan tíma tók að taka ákvörðun og voru liðsmenn Sheffield United allt annað en sáttir með dóminn. Staðan í hálfleik 2-0 og lið Sheffield gerði ágætlega í að halda aftur af liði Brighton allt fram á 75. mínútu þegar Jack Robinson skoraði ansi klaufalegt sjálfsmark. 2-5 vs Brighton 0-5 vs Aston villa 0-5 vs BrightonSheffield United have conceded 5 goals in 3 consecutive home games pic.twitter.com/bMjo4Q4Cot— SPORTbible (@sportbible) February 18, 2024 Þá opnuðust flóðgáttir og Simon Adingra bætti tveimur mörkum við á skömmum tíma. Hann er nýkominn aftur til liðsins eftir að hafa unnið Afríkumótið með Fílabeinsströndinni og kemur greinilega sjóðandi heitur aftur til Brighton. Lokatölur 5-0 og Sheffield United því áfram geirneglt við botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar en Brighton er komið í 7. sæti eftir sigurinn. Þetta er þriðji heimaleikurinn í röð þar sem Sheffield United fær á sig fimm mörk.
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira