Atalanta tók á móti Sassuolo í gær og í stöðunni 1-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks var dæmd vítaspyrna á Atalanta, eftir yfirferð í VAR-sjánni. Andrea Pinamonti steig á punktinn en Carnesecchi fór í rétt horn og varði spyrnuna örugglega.
Hlutverki VAR var þó ekki lokið, þar sem að leikmaður Atlanta fór of snemma inn í teiginn og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Pinamonti reyndi þá við hitt hornið en það skipti engu máli, aftur var vítaspyrnan varin.
First penalty save didn't count? Don't worry, Carnesecchi has got this in the bag #AtalantaSassuolo pic.twitter.com/JWj1bUrZww
— Lega Serie A (@SerieA_EN) February 18, 2024
Pinamonti er alla jafna ekki vítaskytta Sassuolo. Domenico Berardi hefur tekið fimm víti í vetur og skorað úr þeim öllum en hann var fjarri góðu gamni í gær vegna meiðsla. Líklegt verður að teljast að hann muni taka við hlutverkinu á ný þegar hann snýr til baka á völlinn.
Atalanta fóru að lokum með 3-0 sigur af hólmi en liðið hefur verið á miklu skriði undanfarið og unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum í deildinni og situr í fjórða sæti.