Átti besta afrek helgarinnar í aukagrein Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 07:30 Guðni Valur Guðnason vann besta afrekið á MÍ. FRÍ FH-ingar voru langsigursælastir á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum um helgina en það var ÍR-ingurinn Guðni Valur Guðnason sem vann besta afrekið, samkvæmt stigatöflu alþjóða frjálsíþróttasambandsins, IAAF. Guðni Valur náði þessum árangri í aukagrein sinni, ef svo má segja, eða kúluvarpi því aðalgrein hans er kringlukast sem ekki er keppt í innanhúss. Guðni kastaði lengst 18,93 metra og bætti sitt persónulega met um þrjá sentímetra, sem reyndist afrek upp á 1.057 IAAF stig. View this post on Instagram A post shared by Guðni Valur (@gudnigudna) Irma Gunnarsdóttir úr FH vann bestu afrek kvenna en hún varð Íslandsmeistari í þrístökki með 13,30 metra stökki (1.046 IAAF stig) og í langstökki með 6,18 metra stökki (1.038 stig). Irma Gunnarsdóttir í loftinu en hún varð Íslandsmeistari bæði í langstökki og þrístökki.FRÍ Fjögur mótsmet voru sett á mótinu. Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR bætti fjórtán ára gamalt met Ásdísar Hjálmsdóttur í kúluvarpi, um næstum tvo metra, þegar hún varpaði kúlunni 16,94 metra. Embla Margrét Hreinsdóttir úr FH bætti einnig fjórtán ára gamalt mótsmet í 1.500 metra hlaupi, þegar hún hljóp á 4:33,79 mínútum. Fyrra metið (4:36,29) var í eigu Fríðu Rúnar Þórðardóttur. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar félagsliða með miklum yfirburðum.FRÍ Halldóra Huld Ingvarsdóttir, einnig úr FH, bætti mótsmetið í 3.000 metra hlaupi með því að hlaupa á 9:47,56 mínútum, en gamla metið átti Andrea Kolbeinsdóttir. Loks setti Júlía Kristín Jóhannesdóttir úr Breiðabliki nýtt mótsmet í 60 metra grindahlaupi, og einnig aldursflokkamet í flokkum 18-19 ára og 20-22 ára, með því að hlaupa á 8,56 sekúndum. FH-ingar urðu eins og fyrr segir Íslandsmeistarar félagsliða en þeir unnu bæði karla- og kvennaflokkinn og hlutu alls 60 stig. Breiðablik varð í 2. sæti með 28 stig og Fjölnir í 3. sæti með 26 stig. Öll úrslit frá mótinu má nálgast hér. Frjálsar íþróttir Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Guðni Valur náði þessum árangri í aukagrein sinni, ef svo má segja, eða kúluvarpi því aðalgrein hans er kringlukast sem ekki er keppt í innanhúss. Guðni kastaði lengst 18,93 metra og bætti sitt persónulega met um þrjá sentímetra, sem reyndist afrek upp á 1.057 IAAF stig. View this post on Instagram A post shared by Guðni Valur (@gudnigudna) Irma Gunnarsdóttir úr FH vann bestu afrek kvenna en hún varð Íslandsmeistari í þrístökki með 13,30 metra stökki (1.046 IAAF stig) og í langstökki með 6,18 metra stökki (1.038 stig). Irma Gunnarsdóttir í loftinu en hún varð Íslandsmeistari bæði í langstökki og þrístökki.FRÍ Fjögur mótsmet voru sett á mótinu. Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR bætti fjórtán ára gamalt met Ásdísar Hjálmsdóttur í kúluvarpi, um næstum tvo metra, þegar hún varpaði kúlunni 16,94 metra. Embla Margrét Hreinsdóttir úr FH bætti einnig fjórtán ára gamalt mótsmet í 1.500 metra hlaupi, þegar hún hljóp á 4:33,79 mínútum. Fyrra metið (4:36,29) var í eigu Fríðu Rúnar Þórðardóttur. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar félagsliða með miklum yfirburðum.FRÍ Halldóra Huld Ingvarsdóttir, einnig úr FH, bætti mótsmetið í 3.000 metra hlaupi með því að hlaupa á 9:47,56 mínútum, en gamla metið átti Andrea Kolbeinsdóttir. Loks setti Júlía Kristín Jóhannesdóttir úr Breiðabliki nýtt mótsmet í 60 metra grindahlaupi, og einnig aldursflokkamet í flokkum 18-19 ára og 20-22 ára, með því að hlaupa á 8,56 sekúndum. FH-ingar urðu eins og fyrr segir Íslandsmeistarar félagsliða en þeir unnu bæði karla- og kvennaflokkinn og hlutu alls 60 stig. Breiðablik varð í 2. sæti með 28 stig og Fjölnir í 3. sæti með 26 stig. Öll úrslit frá mótinu má nálgast hér.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira