Útlendingur, um útlending, frá útlendingi, til útlendings Sabine Leskopf skrifar 19. febrúar 2024 08:31 Mikil umræða hefur verið um stefnu Samfylkingarinnar í því sem kallað er útlendingamálin, um breytingar eða mótun á stefnu flokksins. Ég er innflytjandi, eini kjörni fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn sem er af erlendum uppruna og hef komið að þessari stefnumótun flokksins í öll þau 10 ár sem ég hef verið virk í honum og ég hef verið virk í málefnum innflytjenda í 20 ár. Tekið samtöl við jafnaðarfólk í flokknum, unnið í kosningum að ná til innflytjenda og og leitt stefnumótun og aðgerðir í þessum málaflokki hjá borginni. Ég hef líka talað allan þennan tíma við innflytjendur, nokkuð sem mér finnst lítið fyrir fara í umræðunni, en með störfum mínum í Alþjóðahúsi sáluga og sem formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna kynntist ég mörgum öðrum innflytjendum sem deildu sögum sínum með mér. Það gleymist oft að innflytjendur eru ekki bara útlendingar, heldur burðarstólpar vaxtar og velmegunar á Íslandi. En innflytjendur færa okkur svo miklu meira – list og matarmenningu, nýja þekkingu og einfaldlega litríkara líf. Og saga þeirra er svo miklu eldri en margir vilja vera láta núna, sem dæmi má nefna alla tónlistarmennina sem flúðu hingað á fjórða áratug síðustu aldar og voru svo undirstaða tónlistarlífs í landinu. Án þeirra og annarra listmanna væri Ísland miklu fátækara menningarlega. Samtal og samstaða Samfylkingin er lýðræðisflokkur og ég bæði fagna og krefst þess að við leggjum meiri áherslu á að ræða þessi mál betur, það eru og verða örugglega áfram alls konar mismunandi skoðanir en það sem við erum sammála um eins og fram hefur komið í eiginlega öllum viðtölum og færslum er: Íslenskt samfélag myndi einfaldlega hrynja án innflytjenda – það gildir fyrir ummönnunarstörfin, heilbrigðiskerfið, ferðaþjónustuna, en líka nýsköpun og háskólakerfið. Ísland er orðið fjölbreytt samfélag og við þurfum að standa miklu betur að inngildingu allra. Ef við jaðarsetjum fólk þá tapa öll á endanum. Við erum hluti af alþjóðlegu samfélagi, því fylgja skuldbindingar varðandi umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk, en líka tækifæri, bæði fyrir þá 70.000 innflytjendur sem kjósa að eiga heima hér og þá 50.000 Íslendinga sem kjósa að eiga heima í útlöndum. Umgjörð, ákvarðanataka og ferlar í kringum móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólk er hins vegar verulega ábótavant. Um allt annað sem við þurfum að ræða er ég tilbúin að leggja mitt af mörkum. Og kannski væri einfaldlega best að greina virkilega á milli – tala um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd annars vegar og íbúa af erlendum uppruna hins vegar. Það er fólkið sem á heima hér, sama með hvaða hætti það kom hingað einhvern tíma – sem maki, sem flóttamaður, sem starfsmaður í ferðaþjónustu, sem sérfræðingur eða einfaldlega vegna þess að Ísland heillaði. Og þar er nóg af verkefnum: styðja við börn með annað móðurmál í skólakerfinu, gera fólkinu kleift að læra íslensku, vinna gegn launamun, fræða fólk um fjölbreytileikann og mannréttindi, bjóða viðeigandi þjónustu og tryggja gott samfélag þar sem allir fái að njóta sín til fulls og þeim er mætt af virðingu. Ekki svo flókið. Höfundurinn er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Samfylkingin Innflytjendamál Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um stefnu Samfylkingarinnar í því sem kallað er útlendingamálin, um breytingar eða mótun á stefnu flokksins. Ég er innflytjandi, eini kjörni fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn sem er af erlendum uppruna og hef komið að þessari stefnumótun flokksins í öll þau 10 ár sem ég hef verið virk í honum og ég hef verið virk í málefnum innflytjenda í 20 ár. Tekið samtöl við jafnaðarfólk í flokknum, unnið í kosningum að ná til innflytjenda og og leitt stefnumótun og aðgerðir í þessum málaflokki hjá borginni. Ég hef líka talað allan þennan tíma við innflytjendur, nokkuð sem mér finnst lítið fyrir fara í umræðunni, en með störfum mínum í Alþjóðahúsi sáluga og sem formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna kynntist ég mörgum öðrum innflytjendum sem deildu sögum sínum með mér. Það gleymist oft að innflytjendur eru ekki bara útlendingar, heldur burðarstólpar vaxtar og velmegunar á Íslandi. En innflytjendur færa okkur svo miklu meira – list og matarmenningu, nýja þekkingu og einfaldlega litríkara líf. Og saga þeirra er svo miklu eldri en margir vilja vera láta núna, sem dæmi má nefna alla tónlistarmennina sem flúðu hingað á fjórða áratug síðustu aldar og voru svo undirstaða tónlistarlífs í landinu. Án þeirra og annarra listmanna væri Ísland miklu fátækara menningarlega. Samtal og samstaða Samfylkingin er lýðræðisflokkur og ég bæði fagna og krefst þess að við leggjum meiri áherslu á að ræða þessi mál betur, það eru og verða örugglega áfram alls konar mismunandi skoðanir en það sem við erum sammála um eins og fram hefur komið í eiginlega öllum viðtölum og færslum er: Íslenskt samfélag myndi einfaldlega hrynja án innflytjenda – það gildir fyrir ummönnunarstörfin, heilbrigðiskerfið, ferðaþjónustuna, en líka nýsköpun og háskólakerfið. Ísland er orðið fjölbreytt samfélag og við þurfum að standa miklu betur að inngildingu allra. Ef við jaðarsetjum fólk þá tapa öll á endanum. Við erum hluti af alþjóðlegu samfélagi, því fylgja skuldbindingar varðandi umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk, en líka tækifæri, bæði fyrir þá 70.000 innflytjendur sem kjósa að eiga heima hér og þá 50.000 Íslendinga sem kjósa að eiga heima í útlöndum. Umgjörð, ákvarðanataka og ferlar í kringum móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólk er hins vegar verulega ábótavant. Um allt annað sem við þurfum að ræða er ég tilbúin að leggja mitt af mörkum. Og kannski væri einfaldlega best að greina virkilega á milli – tala um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd annars vegar og íbúa af erlendum uppruna hins vegar. Það er fólkið sem á heima hér, sama með hvaða hætti það kom hingað einhvern tíma – sem maki, sem flóttamaður, sem starfsmaður í ferðaþjónustu, sem sérfræðingur eða einfaldlega vegna þess að Ísland heillaði. Og þar er nóg af verkefnum: styðja við börn með annað móðurmál í skólakerfinu, gera fólkinu kleift að læra íslensku, vinna gegn launamun, fræða fólk um fjölbreytileikann og mannréttindi, bjóða viðeigandi þjónustu og tryggja gott samfélag þar sem allir fái að njóta sín til fulls og þeim er mætt af virðingu. Ekki svo flókið. Höfundurinn er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun