Útlendingur, um útlending, frá útlendingi, til útlendings Sabine Leskopf skrifar 19. febrúar 2024 08:31 Mikil umræða hefur verið um stefnu Samfylkingarinnar í því sem kallað er útlendingamálin, um breytingar eða mótun á stefnu flokksins. Ég er innflytjandi, eini kjörni fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn sem er af erlendum uppruna og hef komið að þessari stefnumótun flokksins í öll þau 10 ár sem ég hef verið virk í honum og ég hef verið virk í málefnum innflytjenda í 20 ár. Tekið samtöl við jafnaðarfólk í flokknum, unnið í kosningum að ná til innflytjenda og og leitt stefnumótun og aðgerðir í þessum málaflokki hjá borginni. Ég hef líka talað allan þennan tíma við innflytjendur, nokkuð sem mér finnst lítið fyrir fara í umræðunni, en með störfum mínum í Alþjóðahúsi sáluga og sem formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna kynntist ég mörgum öðrum innflytjendum sem deildu sögum sínum með mér. Það gleymist oft að innflytjendur eru ekki bara útlendingar, heldur burðarstólpar vaxtar og velmegunar á Íslandi. En innflytjendur færa okkur svo miklu meira – list og matarmenningu, nýja þekkingu og einfaldlega litríkara líf. Og saga þeirra er svo miklu eldri en margir vilja vera láta núna, sem dæmi má nefna alla tónlistarmennina sem flúðu hingað á fjórða áratug síðustu aldar og voru svo undirstaða tónlistarlífs í landinu. Án þeirra og annarra listmanna væri Ísland miklu fátækara menningarlega. Samtal og samstaða Samfylkingin er lýðræðisflokkur og ég bæði fagna og krefst þess að við leggjum meiri áherslu á að ræða þessi mál betur, það eru og verða örugglega áfram alls konar mismunandi skoðanir en það sem við erum sammála um eins og fram hefur komið í eiginlega öllum viðtölum og færslum er: Íslenskt samfélag myndi einfaldlega hrynja án innflytjenda – það gildir fyrir ummönnunarstörfin, heilbrigðiskerfið, ferðaþjónustuna, en líka nýsköpun og háskólakerfið. Ísland er orðið fjölbreytt samfélag og við þurfum að standa miklu betur að inngildingu allra. Ef við jaðarsetjum fólk þá tapa öll á endanum. Við erum hluti af alþjóðlegu samfélagi, því fylgja skuldbindingar varðandi umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk, en líka tækifæri, bæði fyrir þá 70.000 innflytjendur sem kjósa að eiga heima hér og þá 50.000 Íslendinga sem kjósa að eiga heima í útlöndum. Umgjörð, ákvarðanataka og ferlar í kringum móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólk er hins vegar verulega ábótavant. Um allt annað sem við þurfum að ræða er ég tilbúin að leggja mitt af mörkum. Og kannski væri einfaldlega best að greina virkilega á milli – tala um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd annars vegar og íbúa af erlendum uppruna hins vegar. Það er fólkið sem á heima hér, sama með hvaða hætti það kom hingað einhvern tíma – sem maki, sem flóttamaður, sem starfsmaður í ferðaþjónustu, sem sérfræðingur eða einfaldlega vegna þess að Ísland heillaði. Og þar er nóg af verkefnum: styðja við börn með annað móðurmál í skólakerfinu, gera fólkinu kleift að læra íslensku, vinna gegn launamun, fræða fólk um fjölbreytileikann og mannréttindi, bjóða viðeigandi þjónustu og tryggja gott samfélag þar sem allir fái að njóta sín til fulls og þeim er mætt af virðingu. Ekki svo flókið. Höfundurinn er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Samfylkingin Innflytjendamál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um stefnu Samfylkingarinnar í því sem kallað er útlendingamálin, um breytingar eða mótun á stefnu flokksins. Ég er innflytjandi, eini kjörni fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn sem er af erlendum uppruna og hef komið að þessari stefnumótun flokksins í öll þau 10 ár sem ég hef verið virk í honum og ég hef verið virk í málefnum innflytjenda í 20 ár. Tekið samtöl við jafnaðarfólk í flokknum, unnið í kosningum að ná til innflytjenda og og leitt stefnumótun og aðgerðir í þessum málaflokki hjá borginni. Ég hef líka talað allan þennan tíma við innflytjendur, nokkuð sem mér finnst lítið fyrir fara í umræðunni, en með störfum mínum í Alþjóðahúsi sáluga og sem formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna kynntist ég mörgum öðrum innflytjendum sem deildu sögum sínum með mér. Það gleymist oft að innflytjendur eru ekki bara útlendingar, heldur burðarstólpar vaxtar og velmegunar á Íslandi. En innflytjendur færa okkur svo miklu meira – list og matarmenningu, nýja þekkingu og einfaldlega litríkara líf. Og saga þeirra er svo miklu eldri en margir vilja vera láta núna, sem dæmi má nefna alla tónlistarmennina sem flúðu hingað á fjórða áratug síðustu aldar og voru svo undirstaða tónlistarlífs í landinu. Án þeirra og annarra listmanna væri Ísland miklu fátækara menningarlega. Samtal og samstaða Samfylkingin er lýðræðisflokkur og ég bæði fagna og krefst þess að við leggjum meiri áherslu á að ræða þessi mál betur, það eru og verða örugglega áfram alls konar mismunandi skoðanir en það sem við erum sammála um eins og fram hefur komið í eiginlega öllum viðtölum og færslum er: Íslenskt samfélag myndi einfaldlega hrynja án innflytjenda – það gildir fyrir ummönnunarstörfin, heilbrigðiskerfið, ferðaþjónustuna, en líka nýsköpun og háskólakerfið. Ísland er orðið fjölbreytt samfélag og við þurfum að standa miklu betur að inngildingu allra. Ef við jaðarsetjum fólk þá tapa öll á endanum. Við erum hluti af alþjóðlegu samfélagi, því fylgja skuldbindingar varðandi umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk, en líka tækifæri, bæði fyrir þá 70.000 innflytjendur sem kjósa að eiga heima hér og þá 50.000 Íslendinga sem kjósa að eiga heima í útlöndum. Umgjörð, ákvarðanataka og ferlar í kringum móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólk er hins vegar verulega ábótavant. Um allt annað sem við þurfum að ræða er ég tilbúin að leggja mitt af mörkum. Og kannski væri einfaldlega best að greina virkilega á milli – tala um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd annars vegar og íbúa af erlendum uppruna hins vegar. Það er fólkið sem á heima hér, sama með hvaða hætti það kom hingað einhvern tíma – sem maki, sem flóttamaður, sem starfsmaður í ferðaþjónustu, sem sérfræðingur eða einfaldlega vegna þess að Ísland heillaði. Og þar er nóg af verkefnum: styðja við börn með annað móðurmál í skólakerfinu, gera fólkinu kleift að læra íslensku, vinna gegn launamun, fræða fólk um fjölbreytileikann og mannréttindi, bjóða viðeigandi þjónustu og tryggja gott samfélag þar sem allir fái að njóta sín til fulls og þeim er mætt af virðingu. Ekki svo flókið. Höfundurinn er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun