Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2024 19:31 Fréttamaður spreytir sig á sýndarveruleikagleraugum Apple í dag. Skjáskot Nokkur eintök af nýjum sýndarveruleikagleraugum Apple, sem tröllriðið hafa samfélagsmiðlum, eru komin til landsins og verða til sýnis í verslunum Nova. Tæknin sem notuð er til að stjórna gleraugunum er afar framúrstefnuleg, eins og fréttamaður komst að við prófun í dag. Það ætlaði allt um koll að keyra vestanhafs í byrjun mánaðar þegar Vision Pro, sýndarveruleikagleraugu Apple, komu í bandarískar verslanir. Við fjölluðum um fárið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í nýliðinni viku og sögðum enn fremur frá því að bið yrði á því að gleraugun kæmu hingað í búðir. Það stendur enn, einhver ár gætu verið í innreið Vision Pro á Evrópumarkað og þau verða þar með ekki til sölu hér á landi í bráð. En fáein sýningareintök eru nú komin til landsins á vegum Nova. Hægara sagt en gert, að sögn Ingvars Óskarssonar, vörustjóra Nova. „Það er náttúrulega alveg biðlisti vestanhafs,“ segir Ingvar Óskarsson. „Það þurfti alveg að hafa mikið fyrir því að verða okkur úti um græjuna, vissulega.“ Ingvar og félagar í Nova hafa prufukeyrt gleraugun síðustu daga og láta vel af. „Það er mjög gaman að fylgjast með viðbrögðum þeirra sem eru að prófa græjuna í fyrsta sinn. Það er gaman að horfa á hvað fólk verður hissa á því hversu fullkomin þessi græja er í raun og veru,“ segir Ingvar. Skrýtið en tilkomumikið Við sjáum nú til með það! Nú er röðin semsagt komin að fréttmanni að spreyta sig. Prufukeyrsluna má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrsta mál á dagskrá er að koma gleraugunum fyrir á höfðinu. Snúra sem liggur úr gleraugunum er tengd við rafhlöðu, sem notendur hafa gjarnan í vasanum. Virkni gleraugnanna felst svo í samspili augngota og handahreyfinga. Notandi horfir á það sem hann vill opna og klípur svo hálfpartinn fingrum út í loftið til að klára athöfnina. Fréttamaður getur vel ímyndað sér að erfitt sé að venjast þessu fyrirkomulagi. Undirrituð náði í það minnsta ekki tökum á því eftir stutta prufukeyrslu í dag. En þetta er ansi tilkomumikið. Gleraugun sendu fréttamann á tunglið, þar sem hann virti fyrir sér jörðina úr órafjarlægð og renndi yfir helstu fréttir á Vísi á sama tíma. Þá verða ljósmyndir sem teknar eru með gleraugunum að þrívíðri upplifun en græjan er þó vissulega nokkuð þung, eins og sérfræðingar vestanhafs hafa lýst síðustu daga. Niðurstaðan, eftir þessa örstuttu prufukeyrslu, er sú að fréttamaður telur kannski ekki brýna þörf á tæki sem þessu í safnið. Einkum í ljósi verðmiða upp á hálfa milljón króna. En almenningi gefst nú kostur á að dæma um þetta sjálfur. Áhugasamir geta komið í verslun Nova í Lágmúla og prófað gleraugun frá og með morgundeginum. Þá verða einnig eintök til sýnis í Nova-verslunum í Kringlunni, Smáralind og á Akureyri frá og með næsta föstudegi. „Þannig getur fólk komið til okkar og skyggnst inn í framtíðina,“ segir Ingvar Óskarsson sölustjóri Nova. Kvöldfrétt Stöðvar 2 um Vision Pro frá því í síðustu viku má svo horfa á hér. Apple Tækni Verslun Nova Tengdar fréttir Byltingarkennd en líka þung, einmanaleg og óhemju dýr Sýndarveruleikagleraugu frá Apple, sem nýkomin eru í verslanir í Bandaríkjunum, eru táknmynd þess sem koma skal, að mati sérfræðings. Tæknin sé mun þróaðri en hjá keppinautum. En vandamál hafa einnig gert vart við sig; gleraugun hafa reynst bæði þung og verið einmannaleg. 15. febrúar 2024 09:01 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Það ætlaði allt um koll að keyra vestanhafs í byrjun mánaðar þegar Vision Pro, sýndarveruleikagleraugu Apple, komu í bandarískar verslanir. Við fjölluðum um fárið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í nýliðinni viku og sögðum enn fremur frá því að bið yrði á því að gleraugun kæmu hingað í búðir. Það stendur enn, einhver ár gætu verið í innreið Vision Pro á Evrópumarkað og þau verða þar með ekki til sölu hér á landi í bráð. En fáein sýningareintök eru nú komin til landsins á vegum Nova. Hægara sagt en gert, að sögn Ingvars Óskarssonar, vörustjóra Nova. „Það er náttúrulega alveg biðlisti vestanhafs,“ segir Ingvar Óskarsson. „Það þurfti alveg að hafa mikið fyrir því að verða okkur úti um græjuna, vissulega.“ Ingvar og félagar í Nova hafa prufukeyrt gleraugun síðustu daga og láta vel af. „Það er mjög gaman að fylgjast með viðbrögðum þeirra sem eru að prófa græjuna í fyrsta sinn. Það er gaman að horfa á hvað fólk verður hissa á því hversu fullkomin þessi græja er í raun og veru,“ segir Ingvar. Skrýtið en tilkomumikið Við sjáum nú til með það! Nú er röðin semsagt komin að fréttmanni að spreyta sig. Prufukeyrsluna má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrsta mál á dagskrá er að koma gleraugunum fyrir á höfðinu. Snúra sem liggur úr gleraugunum er tengd við rafhlöðu, sem notendur hafa gjarnan í vasanum. Virkni gleraugnanna felst svo í samspili augngota og handahreyfinga. Notandi horfir á það sem hann vill opna og klípur svo hálfpartinn fingrum út í loftið til að klára athöfnina. Fréttamaður getur vel ímyndað sér að erfitt sé að venjast þessu fyrirkomulagi. Undirrituð náði í það minnsta ekki tökum á því eftir stutta prufukeyrslu í dag. En þetta er ansi tilkomumikið. Gleraugun sendu fréttamann á tunglið, þar sem hann virti fyrir sér jörðina úr órafjarlægð og renndi yfir helstu fréttir á Vísi á sama tíma. Þá verða ljósmyndir sem teknar eru með gleraugunum að þrívíðri upplifun en græjan er þó vissulega nokkuð þung, eins og sérfræðingar vestanhafs hafa lýst síðustu daga. Niðurstaðan, eftir þessa örstuttu prufukeyrslu, er sú að fréttamaður telur kannski ekki brýna þörf á tæki sem þessu í safnið. Einkum í ljósi verðmiða upp á hálfa milljón króna. En almenningi gefst nú kostur á að dæma um þetta sjálfur. Áhugasamir geta komið í verslun Nova í Lágmúla og prófað gleraugun frá og með morgundeginum. Þá verða einnig eintök til sýnis í Nova-verslunum í Kringlunni, Smáralind og á Akureyri frá og með næsta föstudegi. „Þannig getur fólk komið til okkar og skyggnst inn í framtíðina,“ segir Ingvar Óskarsson sölustjóri Nova. Kvöldfrétt Stöðvar 2 um Vision Pro frá því í síðustu viku má svo horfa á hér.
Apple Tækni Verslun Nova Tengdar fréttir Byltingarkennd en líka þung, einmanaleg og óhemju dýr Sýndarveruleikagleraugu frá Apple, sem nýkomin eru í verslanir í Bandaríkjunum, eru táknmynd þess sem koma skal, að mati sérfræðings. Tæknin sé mun þróaðri en hjá keppinautum. En vandamál hafa einnig gert vart við sig; gleraugun hafa reynst bæði þung og verið einmannaleg. 15. febrúar 2024 09:01 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Byltingarkennd en líka þung, einmanaleg og óhemju dýr Sýndarveruleikagleraugu frá Apple, sem nýkomin eru í verslanir í Bandaríkjunum, eru táknmynd þess sem koma skal, að mati sérfræðings. Tæknin sé mun þróaðri en hjá keppinautum. En vandamál hafa einnig gert vart við sig; gleraugun hafa reynst bæði þung og verið einmannaleg. 15. febrúar 2024 09:01