Herjaði á Krónuna og fékk fimm mánuði Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2024 20:55 Maðurinn hafði matvöru og vítamín að andvirði 2015 þúsund króna með sér út úr Krónunni í Skeifunni. Vísir/Egill Karlmaður hefur verið dæmdur til fimm mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda þjófnaðarbrota. Hann virðist hafa haft dálæti á Krónunni þar sem hann stal vörum fyrir ríflega 300 þúsund krónur. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 14. febrúar en birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir tólf þjófnaðarbrot. Fjögur brotanna hafi verið framin í verslunum Krónunnar, þar af eitt þar sem hann hafi stolið matvörum og vítamínum að andvirði 215 þúsund króna. Þá hafi hann stolið úr fjölda verslana í miðbæ Reykjavíkur, mest vörum að andvirði 95 þúsund króna í GK Reykjavík. Maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og málið verið tekið til dóms án frekar sönnunarfærslu vegna þess og brot mannsins talin sönnuð. Þá segir að maðurinn eigi nokkurn sakarferil að baki. Hann hafi sjö sinnum hlotið refsidóma vegna auðgunarbrota, þar af sex sinnum fyrir þjófnað. Nú síðast hafi honum verið gert að sæta sex mánaða fangelsi með dómi árið 2022 en þá hafi eftirstöðvar reynslulausnar vegna eldri dóms frá árinu 2021 verið dæmdar upp. Brot hans samkvæmt þremur ákæruliðum hafi verið framin fyrir uppkvaðningu þess dóms og því yrði honum dæmdur hegningarauki vegna þeirra brota. Refsing hans hafi verið með hliðsjón af sakarefni, dómvenju og ákvæði almennra hegningarlaga um brotasamsteypu ákveðin sex mánaða fangelsisvist. Með vísan til sakarferils hafi ekki verið talið unnt að skilorðsbinda refsinguna. Þá var fallist á einkaréttarkröfur Krónunnar upp á ríflega 300 þúsund krónur og kröfu ÁTVR upp á 8.138 krónur vegna þjófnaðar á tveimur áfengisflöskum. Dómsmál Verslun Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 14. febrúar en birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir tólf þjófnaðarbrot. Fjögur brotanna hafi verið framin í verslunum Krónunnar, þar af eitt þar sem hann hafi stolið matvörum og vítamínum að andvirði 215 þúsund króna. Þá hafi hann stolið úr fjölda verslana í miðbæ Reykjavíkur, mest vörum að andvirði 95 þúsund króna í GK Reykjavík. Maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og málið verið tekið til dóms án frekar sönnunarfærslu vegna þess og brot mannsins talin sönnuð. Þá segir að maðurinn eigi nokkurn sakarferil að baki. Hann hafi sjö sinnum hlotið refsidóma vegna auðgunarbrota, þar af sex sinnum fyrir þjófnað. Nú síðast hafi honum verið gert að sæta sex mánaða fangelsi með dómi árið 2022 en þá hafi eftirstöðvar reynslulausnar vegna eldri dóms frá árinu 2021 verið dæmdar upp. Brot hans samkvæmt þremur ákæruliðum hafi verið framin fyrir uppkvaðningu þess dóms og því yrði honum dæmdur hegningarauki vegna þeirra brota. Refsing hans hafi verið með hliðsjón af sakarefni, dómvenju og ákvæði almennra hegningarlaga um brotasamsteypu ákveðin sex mánaða fangelsisvist. Með vísan til sakarferils hafi ekki verið talið unnt að skilorðsbinda refsinguna. Þá var fallist á einkaréttarkröfur Krónunnar upp á ríflega 300 þúsund krónur og kröfu ÁTVR upp á 8.138 krónur vegna þjófnaðar á tveimur áfengisflöskum.
Dómsmál Verslun Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira