Innlent

Mun finna þjófana og dýfa í tjöru og fiðra

Jakob Bjarnar skrifar
Siggi við golfbíl sinn sem heitir Skolli. Þjófarnir eiga ekki von á góðu ef þeir skila ekki bílnum.
Siggi við golfbíl sinn sem heitir Skolli. Þjófarnir eiga ekki von á góðu ef þeir skila ekki bílnum. Facebook

Sigurður Sveinsson handboltakempa, sem ætíð er kallaður Siggi Sveins, lenti í því að golfbíl hans var stolið. Þjófarnir eiga ekki von á góðu.

„Það var brotist inn í gám hjá Golfklúbbi Mosó, þar sem gamla eðalvagninum mínum var stolið. Þetta er gamall bensínbíll,“ segir Siggi og honum er ekki skemmt.

Siggi birtir mynd af bíl sínum á Facebook:

Hér er mynd af bílnum sem hvarf. Ef þjófarnir sjá ekki að sér mun Siggi verja því sem eftir lifir ævi hans að hafa upp á þeim.

„Það er aðeins öðruvísi dúkur á honum í dag en var – rauðar rendur og það er einnig regnhlíf aftan á honum fyrir settin.“

Og skilaboð Sigga til hinna ótýndu þjófa eru afdráttarlaus:

„Vil segja við þá aðila sem frömdu þennan verknað að þeir geta sent mér skilaboð um hvar bílinn er. En ef ekki, mun ég eyða restinni af ævinni í að hafa uppá þeim og dýfa þeim í tjöru og fiðra.“

Svo mörg voru þau orð og ljóst að það er ekki fyrir hvern sem er að eiga Sigga Sveins á fæti. Og nú er golftímabilið í hættu. Það leggst ekki vel í nokkurn mann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×