Kristinn segir málið upp á líf og dauða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 18:36 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fyrir utan dómsalinn í dag. Fjöldi fólks safnaðist þar saman til þess að sýna Julian Assange stuðning. vísir Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. Assange fer fram á heimild til áfrýjunar á úrskurði um framsal til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér þungan dóm. Verði kröfunni hafnað hefur Assange tæmt allar mögulegar leiðir innan breska dómskerfisins. Fari svo verður þess freistað að kæra niðurstöðuna til Mannréttindadómstóls Evrópu en Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir það veika von. Bæði sé erfitt að koma málinu að og einnig gætu Bretar hundsað möguleg tilmæli um að hinkra með framsalið. Lögmenn Assange kynntu röksemdir hans fyrir réttinum í dag og á morgun koma lögmenn bandarískra stjórnvalda fyrir réttinn. Fyrir utan Royal Court of Justice í Lundúnum í dag.vísir/AP Kristinn óttast að niðurstaðan verði Assange ekki í hag og segir málið upp á líf og dauða. „Það er engin spurning um að svo sé og það er í sjálfu sér það læknisfræðilega mat sem hefur verið sett fram hér að það sé mikil hætta, sjálfsvígshætta, ef hann verður settur í fangaflug og þarf að sæta einangrun bæði fram að réttarhöldum og eftir réttarhöldin. Því að einangrunarvist er nokkuð vís þegar kemur að Julian í bandarísku fangelsi,“ sagði Kristinn þegar hann ræddi við fréttastofu fyrir utan dómshúsið eftir að málið var tekið fyrir í dag. „Það að eiga yfir höfði sér 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum er svo í sjálfu sér dauðarefsing og það mun þýða það að hann mun bera beinin í bandarísku fangelsi. Svo þetta er upp á líf og dauða. Og ekki bara fyrir Julian Assange heldur líka fyrir blaðamennsku því með þessu yrði sett alvarlegt fordæmi sem aðrir blaðamenn í heiminum þyrftu mögulega að gjalda fyrir. Því hann er fyrsti blaðamaðurinn sem hefur verið ákærður á grundvelli njósnalöggjafarinnar en alveg örugglega ekki sá síðasti.“ Stella Assange, eiginkona Julians Assange, ávarpaði stuðningsmenn í dag.vísir/ap Stærstu mótmælin hingað til Kristinn segir mótmælin fyrir utan dómsalinn í dag hafa verið þau stærstu frá því að slagurinn hófst og bendir á að breskir og evrópskir þingmenn auk fulltrúa frá mannréttindasamtökum hafi verið með ávörp. „Það er gríðarlegur og vaxandi stuðningur og vitund um það hversu alvarlegt þetta mál er þegar litið er til undirliggjandi forsendna, því þetta snýst ekki um líf eins manns, þetta snýst um framtíð blaðamennskunnar og það er eitthvað sem allir hafa viðurkennt sem hafa litið alvarlega á málið,“ segir Kristinn. Mál Julians Assange Bretland Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Assange fer fram á heimild til áfrýjunar á úrskurði um framsal til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér þungan dóm. Verði kröfunni hafnað hefur Assange tæmt allar mögulegar leiðir innan breska dómskerfisins. Fari svo verður þess freistað að kæra niðurstöðuna til Mannréttindadómstóls Evrópu en Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir það veika von. Bæði sé erfitt að koma málinu að og einnig gætu Bretar hundsað möguleg tilmæli um að hinkra með framsalið. Lögmenn Assange kynntu röksemdir hans fyrir réttinum í dag og á morgun koma lögmenn bandarískra stjórnvalda fyrir réttinn. Fyrir utan Royal Court of Justice í Lundúnum í dag.vísir/AP Kristinn óttast að niðurstaðan verði Assange ekki í hag og segir málið upp á líf og dauða. „Það er engin spurning um að svo sé og það er í sjálfu sér það læknisfræðilega mat sem hefur verið sett fram hér að það sé mikil hætta, sjálfsvígshætta, ef hann verður settur í fangaflug og þarf að sæta einangrun bæði fram að réttarhöldum og eftir réttarhöldin. Því að einangrunarvist er nokkuð vís þegar kemur að Julian í bandarísku fangelsi,“ sagði Kristinn þegar hann ræddi við fréttastofu fyrir utan dómshúsið eftir að málið var tekið fyrir í dag. „Það að eiga yfir höfði sér 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum er svo í sjálfu sér dauðarefsing og það mun þýða það að hann mun bera beinin í bandarísku fangelsi. Svo þetta er upp á líf og dauða. Og ekki bara fyrir Julian Assange heldur líka fyrir blaðamennsku því með þessu yrði sett alvarlegt fordæmi sem aðrir blaðamenn í heiminum þyrftu mögulega að gjalda fyrir. Því hann er fyrsti blaðamaðurinn sem hefur verið ákærður á grundvelli njósnalöggjafarinnar en alveg örugglega ekki sá síðasti.“ Stella Assange, eiginkona Julians Assange, ávarpaði stuðningsmenn í dag.vísir/ap Stærstu mótmælin hingað til Kristinn segir mótmælin fyrir utan dómsalinn í dag hafa verið þau stærstu frá því að slagurinn hófst og bendir á að breskir og evrópskir þingmenn auk fulltrúa frá mannréttindasamtökum hafi verið með ávörp. „Það er gríðarlegur og vaxandi stuðningur og vitund um það hversu alvarlegt þetta mál er þegar litið er til undirliggjandi forsendna, því þetta snýst ekki um líf eins manns, þetta snýst um framtíð blaðamennskunnar og það er eitthvað sem allir hafa viðurkennt sem hafa litið alvarlega á málið,“ segir Kristinn.
Mál Julians Assange Bretland Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira