Akademískur umboðsbrestur Þórarinn Hjartarson skrifar 21. febrúar 2024 12:31 Árið 2020 ræddi ég við góðan vin minn í Bandaríkjunum um umbreytingar á þeim akademíska ferli sem hann hafði kosið sér. Hann var miður sín sökum þess að eftir að hann hafði rætt við kennara sinn, og tilvonandi leiðbeinanda, var honum tjáð að hann myndi eiga erfitt uppdráttar á því sviði sem hann hafði kosið sér. Ástæðan fyrir því væri sú að hann væri hvítur en það svið sem hann vildi fara í doktorsnám í væri í afrískum fræðum. Umræddur kennari, sem var hvítur með kennsluréttindi í afrískum fræðum, sagði að miðað við þróun mála myndi hann óumflýjanlega ekki upplifa sig velkominn. Rætur velmegunar má að mörgu leiti rekja til frjós háskólaumhverfis. Rannsóknir og tölulegar greiningar aðstoða okkur við að taka betri ákvarðanir. Akademíur í vestrænum samfélögum hafa aftur á móti tekið hröðum breytingum undanfarinn áratug. Hentifræði, sem móta sína afstöðu með andvísindalegum vinnubrögðum, hafa orðið til þess að rýra traust almennings til akademískra stofnanna með ritrýndum skoðanapistlum. Þess er krafist að þessir skoðanapistlar séu metnir til jafns á við vísindaleg gögn annarra raunverulegra fræðasviða. Þá hefur þessum hentifræðum jafnvel tekist að smita gögn fræðisviða raunvísindagreinanna, þrátt fyrir að allir utanaðkomandi sjái sem betur fer að gögn hentifræðanna eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Hér er því um akademískan umboðsbrest að ræða. Það er jákvætt að hér skuli þrífast almenn sátt um að samfélaginu sé betur borgið með niðurgreiddum skólagjöldum og að þeir sem borgi fái að njóta ávinningsins síðar með aukinni sérhæfingu. En eftirspurn eftir sérhæfingu sértrúarsafnaða rétttrúnaðarins þrífst einungis innan fræðasviða annarra rétttrúnaðarfræða. Til að hindra að fólk sjái í gegnum þetta er farið í herferðir til þess að ræða „ákall samfélagsins“ um að leysa uppblásið vandamál og að hið opinbera þurfi að stíga inn í. Stöðugildi eru sköpuð til þess að takast á við vandamálið sem virðist einungis ágerast eftir því sem meiri peningur er settur í málaflokkinn. Allir sem setja spurningamerki við að þetta sé góð ráðstöfun á skattfé eru úthrópaðir rasistar, mann- og/eða kvenhatarar sem vilja greiða veginn fyrir fasísku samfélagi þar sem konur og minnihlutahópar sæta ofsóknum. Það eru hins vegar jákvæð teikn á lofti. Nýlega sagði Claudine Gay, fyrrverandi forseti Harvard háskólans, af sér eftir ótrúlegan málflutning um hatursorðræðu gegn Gyðingum í kjölfar árásar Hamas þann 7. október síðastliðinn. Aðspurð um hvort ákall um þjóðarmorð gegn gyðingum ætti að teljast hatursorðræða sagði hún að það krefðist frekari upplýsinga til þess að geta flokkast sem slíkt. Atburðarrás fór af stað sem enn stendur yfir sem felst í því að endurskoða vinnubrögð háskóla í Bandaríkjunum á borð við Harvard. Vonandi lukkast þeim að gera stofnunina aftur að því akademíska burðarvirki sem það áður var. Hér heima virðumst við þurfa að reka okkur á vegg til þess að bregðast við vandamálum. Það sýnir sig til að mynda þegar þróun orkumála er skoðuð í baksýnisspeglinum. Nú þegar Áslaug Arna hefur kosið að bjóða upp á niðurgreidd skólagjöld er mikilvægt að það átak sé mótað þannig að íslenskir háskólar verði ekki að þeim gálgahúmor sem að akademískar stofnanir í Bandaríkjunum gerðu sig að. Þá kann það jafnvel að vera að vinur minn í Bandaríkjunum geti stundað sitt nám hérlendis þrátt fyrir að vera af röngum kynþætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2020 ræddi ég við góðan vin minn í Bandaríkjunum um umbreytingar á þeim akademíska ferli sem hann hafði kosið sér. Hann var miður sín sökum þess að eftir að hann hafði rætt við kennara sinn, og tilvonandi leiðbeinanda, var honum tjáð að hann myndi eiga erfitt uppdráttar á því sviði sem hann hafði kosið sér. Ástæðan fyrir því væri sú að hann væri hvítur en það svið sem hann vildi fara í doktorsnám í væri í afrískum fræðum. Umræddur kennari, sem var hvítur með kennsluréttindi í afrískum fræðum, sagði að miðað við þróun mála myndi hann óumflýjanlega ekki upplifa sig velkominn. Rætur velmegunar má að mörgu leiti rekja til frjós háskólaumhverfis. Rannsóknir og tölulegar greiningar aðstoða okkur við að taka betri ákvarðanir. Akademíur í vestrænum samfélögum hafa aftur á móti tekið hröðum breytingum undanfarinn áratug. Hentifræði, sem móta sína afstöðu með andvísindalegum vinnubrögðum, hafa orðið til þess að rýra traust almennings til akademískra stofnanna með ritrýndum skoðanapistlum. Þess er krafist að þessir skoðanapistlar séu metnir til jafns á við vísindaleg gögn annarra raunverulegra fræðasviða. Þá hefur þessum hentifræðum jafnvel tekist að smita gögn fræðisviða raunvísindagreinanna, þrátt fyrir að allir utanaðkomandi sjái sem betur fer að gögn hentifræðanna eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Hér er því um akademískan umboðsbrest að ræða. Það er jákvætt að hér skuli þrífast almenn sátt um að samfélaginu sé betur borgið með niðurgreiddum skólagjöldum og að þeir sem borgi fái að njóta ávinningsins síðar með aukinni sérhæfingu. En eftirspurn eftir sérhæfingu sértrúarsafnaða rétttrúnaðarins þrífst einungis innan fræðasviða annarra rétttrúnaðarfræða. Til að hindra að fólk sjái í gegnum þetta er farið í herferðir til þess að ræða „ákall samfélagsins“ um að leysa uppblásið vandamál og að hið opinbera þurfi að stíga inn í. Stöðugildi eru sköpuð til þess að takast á við vandamálið sem virðist einungis ágerast eftir því sem meiri peningur er settur í málaflokkinn. Allir sem setja spurningamerki við að þetta sé góð ráðstöfun á skattfé eru úthrópaðir rasistar, mann- og/eða kvenhatarar sem vilja greiða veginn fyrir fasísku samfélagi þar sem konur og minnihlutahópar sæta ofsóknum. Það eru hins vegar jákvæð teikn á lofti. Nýlega sagði Claudine Gay, fyrrverandi forseti Harvard háskólans, af sér eftir ótrúlegan málflutning um hatursorðræðu gegn Gyðingum í kjölfar árásar Hamas þann 7. október síðastliðinn. Aðspurð um hvort ákall um þjóðarmorð gegn gyðingum ætti að teljast hatursorðræða sagði hún að það krefðist frekari upplýsinga til þess að geta flokkast sem slíkt. Atburðarrás fór af stað sem enn stendur yfir sem felst í því að endurskoða vinnubrögð háskóla í Bandaríkjunum á borð við Harvard. Vonandi lukkast þeim að gera stofnunina aftur að því akademíska burðarvirki sem það áður var. Hér heima virðumst við þurfa að reka okkur á vegg til þess að bregðast við vandamálum. Það sýnir sig til að mynda þegar þróun orkumála er skoðuð í baksýnisspeglinum. Nú þegar Áslaug Arna hefur kosið að bjóða upp á niðurgreidd skólagjöld er mikilvægt að það átak sé mótað þannig að íslenskir háskólar verði ekki að þeim gálgahúmor sem að akademískar stofnanir í Bandaríkjunum gerðu sig að. Þá kann það jafnvel að vera að vinur minn í Bandaríkjunum geti stundað sitt nám hérlendis þrátt fyrir að vera af röngum kynþætti.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun