Liverpool fólk svitnar: Xabi Alonso efstur á óskalista Bayern Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 14:02 Xabi Alonso fagnar hér frábærum sigri Bayer Leverkusen á Bayern München á dögunum. Getty/Jörg Schüler Liverpool fær væntanlega mikla samkeppni um Xabi Alonso ef marka má nýjustu fréttir frá Bæjaralandi. Thomas Tuchel mun hætta þjálfun Bayern München eftir tímabilið og þar með er Bayern í þjálfaraleit eins og bæði Liverpool og Barcelona. Sky Sports segir frá því að Xabi Alonso sé efstur á óskalista Bayern yfir mögulegan þjálfara. Liverpool hefur mikinn áhuga á því að Xabi taki við Liverpool liðinu af Jürgen Klopp. Stuðningsmennirnir óska sér ekkert annað og það voru sögusagnir um það að viðræður væru á byrjunarstigi. Xabi er á góðri leið með því að gera Bayer Leverkusen að þýskum meisturum í fyrsta skiptið. Leverkusen vill örugglega halda honum en það er hætt við því að stóru klúbbarnir heilli þennan metnaðarfulla þjálfara. Xabi þekkir mjög vel til hjá bæði Liverpool og Bayern München. Xabi spilaði með Liverpool í fimm ár en hann endaði ferilinn hjá Bayern þar sem hann lék frá 2014 til 2017. Eins og staðan er í dag eru Liverpool og Bayern á ólíkum stað. Klopp er kominn vel af stað með endurnýjun Liverpool liðsins og skilur því við liðið á góðum stað. Hjá Bayern þarf hins vegar að taka mikið til í leikmannahópnum og taka inn fullt af ferskum fótum. Gengi liðsins hefur verið skelfilegt og það eru margir leikmenn sem eru á lokasprettinum á þessu getustigi. Það verður fróðlegt að sjá hvort verkefnið heilli Spánverjann meira en það er ljóst að hann getur valið á milli starfa. Fyrstu fréttir frá Bayern eru að þeir séu bjartsýnir á að fá hann í starfið hjá sér. Liverpool fólk svitnar því örugglega aðeins yfir fréttunum frá Þýskalandi enda himin og haf á milli plans A og plans B í þjálfaraleit Liverpool. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Thomas Tuchel mun hætta þjálfun Bayern München eftir tímabilið og þar með er Bayern í þjálfaraleit eins og bæði Liverpool og Barcelona. Sky Sports segir frá því að Xabi Alonso sé efstur á óskalista Bayern yfir mögulegan þjálfara. Liverpool hefur mikinn áhuga á því að Xabi taki við Liverpool liðinu af Jürgen Klopp. Stuðningsmennirnir óska sér ekkert annað og það voru sögusagnir um það að viðræður væru á byrjunarstigi. Xabi er á góðri leið með því að gera Bayer Leverkusen að þýskum meisturum í fyrsta skiptið. Leverkusen vill örugglega halda honum en það er hætt við því að stóru klúbbarnir heilli þennan metnaðarfulla þjálfara. Xabi þekkir mjög vel til hjá bæði Liverpool og Bayern München. Xabi spilaði með Liverpool í fimm ár en hann endaði ferilinn hjá Bayern þar sem hann lék frá 2014 til 2017. Eins og staðan er í dag eru Liverpool og Bayern á ólíkum stað. Klopp er kominn vel af stað með endurnýjun Liverpool liðsins og skilur því við liðið á góðum stað. Hjá Bayern þarf hins vegar að taka mikið til í leikmannahópnum og taka inn fullt af ferskum fótum. Gengi liðsins hefur verið skelfilegt og það eru margir leikmenn sem eru á lokasprettinum á þessu getustigi. Það verður fróðlegt að sjá hvort verkefnið heilli Spánverjann meira en það er ljóst að hann getur valið á milli starfa. Fyrstu fréttir frá Bayern eru að þeir séu bjartsýnir á að fá hann í starfið hjá sér. Liverpool fólk svitnar því örugglega aðeins yfir fréttunum frá Þýskalandi enda himin og haf á milli plans A og plans B í þjálfaraleit Liverpool. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira