Ísrael muni frekar draga sig úr keppni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. febrúar 2024 16:39 Fulltrúi Ísraela á sviði í keppninni í fyrra. Sarah Louise Bennett/EBU Svo gæti farið að Ísrael muni draga sig úr keppni í Eurovision fari svo að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) meti sem svo að lag landsins í keppninni sé of pólitískt. Þetta hefur ísraelska dagblaðið ynet eftir stjórnendum ísraelska sjónvarpsins. Ástæðan er sú að eitt þeirra laga sem til greina kemur að verði framlag Ísrael í ár ber heitið „October Rain“ og vísar með beinum hætti til mannskæðrar árásar Hamas liða í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðinn. Rúmlega 1200 Ísraelsmenn létust í árásinni sem hrinti af stað mannskæðum árásum Ísraelsmanna á Gasa. Lagið er á ensku, utan tveggja lína sem eru á hebresku. Áður hefur komið fram að hin rússnesk ættaða Eden Golan verði fulltrúi Ísrael í keppninni. Það á hinsvegar eftir að velja lag fyrir söngkonuna og er October Rain eitt þeirra laga sem koma til greina. Í frétt ísraelska miðilsins kemur fram að forsvarsmenn KAN hafi hist á sérstökum fundi til að ræða þann möguleika að lagið verði dæmt úr leik af EBU. Fullyrt er að sú ákvörðun hafi verið tekin að draga Ísrael frekar úr Eurovision verði það niðurstaðan, frekar en að breyta orðalagi í laginu eða skipta um lag. Rifjað er upp að Georgíu hafi árið 2009 verið meinuð þátttaka í keppninni þegar landið sendi lagið „I Don't Want to Put In,“ sem vísaði með beinum hætti til Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Hið sama var uppi á teningnum þegar Hvíta-Rússlandi var meinuð þátttaka árið 2021. Haft er eftir stjórnendum KAN að forsvarsmenn stöðvarinnar eigi í samtali við EBU vegna málsins. Áður hefur EBU gefið út í tvígang að Ísraelsmönnum verði ekki meinuð þátttaka í keppninni vegna árása landsins á Gasa, þar sem tugþúsundir almennra borgara hafa látist. Ástæðan sé sú að Eurovision sé ekki pólitísk keppni. Eurovision Ísrael Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Fleiri fréttir Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Sjá meira
Ástæðan er sú að eitt þeirra laga sem til greina kemur að verði framlag Ísrael í ár ber heitið „October Rain“ og vísar með beinum hætti til mannskæðrar árásar Hamas liða í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðinn. Rúmlega 1200 Ísraelsmenn létust í árásinni sem hrinti af stað mannskæðum árásum Ísraelsmanna á Gasa. Lagið er á ensku, utan tveggja lína sem eru á hebresku. Áður hefur komið fram að hin rússnesk ættaða Eden Golan verði fulltrúi Ísrael í keppninni. Það á hinsvegar eftir að velja lag fyrir söngkonuna og er October Rain eitt þeirra laga sem koma til greina. Í frétt ísraelska miðilsins kemur fram að forsvarsmenn KAN hafi hist á sérstökum fundi til að ræða þann möguleika að lagið verði dæmt úr leik af EBU. Fullyrt er að sú ákvörðun hafi verið tekin að draga Ísrael frekar úr Eurovision verði það niðurstaðan, frekar en að breyta orðalagi í laginu eða skipta um lag. Rifjað er upp að Georgíu hafi árið 2009 verið meinuð þátttaka í keppninni þegar landið sendi lagið „I Don't Want to Put In,“ sem vísaði með beinum hætti til Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Hið sama var uppi á teningnum þegar Hvíta-Rússlandi var meinuð þátttaka árið 2021. Haft er eftir stjórnendum KAN að forsvarsmenn stöðvarinnar eigi í samtali við EBU vegna málsins. Áður hefur EBU gefið út í tvígang að Ísraelsmönnum verði ekki meinuð þátttaka í keppninni vegna árása landsins á Gasa, þar sem tugþúsundir almennra borgara hafa látist. Ástæðan sé sú að Eurovision sé ekki pólitísk keppni.
Eurovision Ísrael Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Fleiri fréttir Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Sjá meira