Engin byggingarleyfi í höfn þvert á fullyrðingar Arctic Fish Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. febrúar 2024 06:22 HMS segir eina umsókn um byggingarleyfi vegna sjókvía hafa borist 3. nóvember síðastliðin en hún sé enn í vinnslu. Vísir/Vilhelm Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur ekki gefið út byggingarleyfi vegna sjókvía. Þetta segir í svörum HMS við fyrirspurn fréttastofu en tilefnið eru ummæli sem höfð voru eftir framkvæmdastjóra Arctic Fish í Bæjarins besta um að leyfi væri í höfn. Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish, sagði í samtali við BB að Arctic Fish hefði tekið þá ákvörðun fyrir allnokkru að sækja um byggingarleyfi fyrir sjókvíar á eldissvæði við Sandeyri í Ísafjarðardjúpi og komin væri tilkynning frá HMS um að leyfið væri tilbúið. Umsóknarferlið hefði tekið langan ti´ma þar sem stjórnvöld hefðu í raun ekki verið tilbúin til að fá umsóknir. Þá var haft eftir Daníel að hann teldi að ný krafa um byggingarleyfi myndi ekki hafa áhrif á afgreiðslu umsóknar félagsins um laxeldi í Ísafjarðardjúpi þar sem leyfið væri í höfn. Fullyrðingar Daníels virðast ekki standast skoðun ef marka má svör HMS við fyrirspurn fréttastofu. „Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur ekki gefið út byggingarleyfi vegna sjókvía. Stofnunin tilkynnti í síðustu viku um breytta stjórnsýsluframkvæmd þar sem segir að frá og með 15. febrúar verði gerð krafa um byggingarleyfi vegna nýrra byggingarleyfisskyldra sjókvía sem rekstraraðilar hyggjast setja niður utan netlaga,“ segir í svari HMS, sem kom frá Önnu Guðmundu Ingvarsdóttur, aðstoðarforstjóra. Fréttastofa spurði einnig að því hvort að einhverjar umsóknir hefði borist. „Engin byggingarleyfi hafa verið gefin út af stofnuninni en ein umsókn hefur verið í úrvinnslu og barst hún þann 3. nóvember sl. Er hún enn til vinnslu. Samhliða því vinnur stofnunin að því að útfæra málsmeðferð og verkferla vegna leyfisveitingarinnar, en sjókvíar eru ekki hefðbundin mannvirki og þurfti því að aðlaga ferla að því.“ Því var ekki svarað með beinum hætti hvort HMS hefði sent Arctic Fish tilkynningu þess efnis að byggingarleyfi til handa fyrirtækinu væri tilbúið. Sjókvíaeldi Fiskeldi Vesturbyggð Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi áður en það verður of seint Umhverfisráðherra Washingtonríkis í Bandaríkjunum hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi. Hún segist óska þess að hún sjálf hefði bannað það í heimaríkinu áður en 350 þúsund eldislaxar sluppu út í náttúruna. 19. febrúar 2024 10:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish, sagði í samtali við BB að Arctic Fish hefði tekið þá ákvörðun fyrir allnokkru að sækja um byggingarleyfi fyrir sjókvíar á eldissvæði við Sandeyri í Ísafjarðardjúpi og komin væri tilkynning frá HMS um að leyfið væri tilbúið. Umsóknarferlið hefði tekið langan ti´ma þar sem stjórnvöld hefðu í raun ekki verið tilbúin til að fá umsóknir. Þá var haft eftir Daníel að hann teldi að ný krafa um byggingarleyfi myndi ekki hafa áhrif á afgreiðslu umsóknar félagsins um laxeldi í Ísafjarðardjúpi þar sem leyfið væri í höfn. Fullyrðingar Daníels virðast ekki standast skoðun ef marka má svör HMS við fyrirspurn fréttastofu. „Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur ekki gefið út byggingarleyfi vegna sjókvía. Stofnunin tilkynnti í síðustu viku um breytta stjórnsýsluframkvæmd þar sem segir að frá og með 15. febrúar verði gerð krafa um byggingarleyfi vegna nýrra byggingarleyfisskyldra sjókvía sem rekstraraðilar hyggjast setja niður utan netlaga,“ segir í svari HMS, sem kom frá Önnu Guðmundu Ingvarsdóttur, aðstoðarforstjóra. Fréttastofa spurði einnig að því hvort að einhverjar umsóknir hefði borist. „Engin byggingarleyfi hafa verið gefin út af stofnuninni en ein umsókn hefur verið í úrvinnslu og barst hún þann 3. nóvember sl. Er hún enn til vinnslu. Samhliða því vinnur stofnunin að því að útfæra málsmeðferð og verkferla vegna leyfisveitingarinnar, en sjókvíar eru ekki hefðbundin mannvirki og þurfti því að aðlaga ferla að því.“ Því var ekki svarað með beinum hætti hvort HMS hefði sent Arctic Fish tilkynningu þess efnis að byggingarleyfi til handa fyrirtækinu væri tilbúið.
Sjókvíaeldi Fiskeldi Vesturbyggð Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi áður en það verður of seint Umhverfisráðherra Washingtonríkis í Bandaríkjunum hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi. Hún segist óska þess að hún sjálf hefði bannað það í heimaríkinu áður en 350 þúsund eldislaxar sluppu út í náttúruna. 19. febrúar 2024 10:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi áður en það verður of seint Umhverfisráðherra Washingtonríkis í Bandaríkjunum hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi. Hún segist óska þess að hún sjálf hefði bannað það í heimaríkinu áður en 350 þúsund eldislaxar sluppu út í náttúruna. 19. febrúar 2024 10:00