Freista þess að hindra byggingu risaplastverksmiðju Ratcliffe Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. febrúar 2024 06:56 Ratcliffe vandar Evrópusambandinu ekki kveðjurnar og segir löggjöf og skrifræði á svæðinu „kæfandi“. Getty/Bryn Lennon Hópur umhverfisverndarsamtaka hyggst höfða mál til að freista þess að koma í veg fyrir byggingu efnavinnsluvers í Antwerpen í Belgíu en um yrði að ræða stærsta ver þessarar tegundar sem reist er í Evrópu í 30 ár. Það er Inos, fyrirtæki í eigu Íslandsvinarins og auðjöfursins Jim Ratcliffe, sem hyggur á framkvæmdirnar. Verkefnið ber yfirskriftina Project One. Client Earth skilaði inn gögnum til dómstóla í gær fyrir hönd umhverfisverndarsamtakanna en þau segja yfirvöld ekki hafa tekið tillit til áhrifa efnavinnsluversins á fólk, náttúruna og loftslagið þegar leyfi voru gefin út. Um er að ræða svokallaða „cracking“ verksmiðju, þar sem etýlen er aðskilið frá náttúrulegu gasi en efnið er síðan unnið áfram til notkunar í plastframleiðslu. Samkvæmt umfjöllun Guardian er verksmiðjan af þeirri stærðargráðu að framleiðslugeta hennar er umfram allt sem áður hefur sést í Evrópu. Verksmiðjan er sögð munu kosta um þrjá milljarða evra en náttúruverndarsamtökin unnu áfangasigur fyrir dómstólum í fyrra þegar þau héldu því fram að Ineos hefði ekki upplýst yfirvöld um heildaráhrif verkefnsins á nærliggjandi umhverfi. Dómstóllinn, sem fjallar um framkvæmdaleyfi, tók undir málflutning samtakanna og sagði að yfirvöld hefðu ekki átt að gefa út leyfi með takmarkaðar upplýsingar. Ný leyfi voru hins vegar gefin út í janúar síðastliðnum. Ratcliffe sagði af því tilefni við dagblaðið De Tijd að hann væri „mikill aðdáandi“ Bart De Wever, borgarstjóra Antwerpen, og forsætisráðherrans Alexander De Croo. Verkefninu hefði ekki verið hrundið af stað nema með stuðningi yfirvalda. Auðjöfurinn sagði löggjöf og skrifræði Evrópu „kæfandi“ en talsmenn Client Earth benda hins vegar á gríðarlega skaðsemi plasts, sem hefur verið að koma betur og betur í ljós. Plastagnir finnast nú út um allan heim og jafnvel í öndunarfærum manna og dýra. „Project One myndi kynda undir aukna plastframleiðslu þegar við erum nú þegar komin á þann stað að hún má ekki aukast,“ segir Tatiana Luján hjá Client Earth. „Plast er umhverfismál, mál sem varðar fólk og loftslagið. Að heimila byggingu stærstu plastverksmiðju Evrópu væri ekki bara staðbundið umhverfisslys heldur aðför á alþjóðavísu.“ Belgía Bretland Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Það er Inos, fyrirtæki í eigu Íslandsvinarins og auðjöfursins Jim Ratcliffe, sem hyggur á framkvæmdirnar. Verkefnið ber yfirskriftina Project One. Client Earth skilaði inn gögnum til dómstóla í gær fyrir hönd umhverfisverndarsamtakanna en þau segja yfirvöld ekki hafa tekið tillit til áhrifa efnavinnsluversins á fólk, náttúruna og loftslagið þegar leyfi voru gefin út. Um er að ræða svokallaða „cracking“ verksmiðju, þar sem etýlen er aðskilið frá náttúrulegu gasi en efnið er síðan unnið áfram til notkunar í plastframleiðslu. Samkvæmt umfjöllun Guardian er verksmiðjan af þeirri stærðargráðu að framleiðslugeta hennar er umfram allt sem áður hefur sést í Evrópu. Verksmiðjan er sögð munu kosta um þrjá milljarða evra en náttúruverndarsamtökin unnu áfangasigur fyrir dómstólum í fyrra þegar þau héldu því fram að Ineos hefði ekki upplýst yfirvöld um heildaráhrif verkefnsins á nærliggjandi umhverfi. Dómstóllinn, sem fjallar um framkvæmdaleyfi, tók undir málflutning samtakanna og sagði að yfirvöld hefðu ekki átt að gefa út leyfi með takmarkaðar upplýsingar. Ný leyfi voru hins vegar gefin út í janúar síðastliðnum. Ratcliffe sagði af því tilefni við dagblaðið De Tijd að hann væri „mikill aðdáandi“ Bart De Wever, borgarstjóra Antwerpen, og forsætisráðherrans Alexander De Croo. Verkefninu hefði ekki verið hrundið af stað nema með stuðningi yfirvalda. Auðjöfurinn sagði löggjöf og skrifræði Evrópu „kæfandi“ en talsmenn Client Earth benda hins vegar á gríðarlega skaðsemi plasts, sem hefur verið að koma betur og betur í ljós. Plastagnir finnast nú út um allan heim og jafnvel í öndunarfærum manna og dýra. „Project One myndi kynda undir aukna plastframleiðslu þegar við erum nú þegar komin á þann stað að hún má ekki aukast,“ segir Tatiana Luján hjá Client Earth. „Plast er umhverfismál, mál sem varðar fólk og loftslagið. Að heimila byggingu stærstu plastverksmiðju Evrópu væri ekki bara staðbundið umhverfisslys heldur aðför á alþjóðavísu.“
Belgía Bretland Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira