Ekki fara í skattaköttinn Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir og Gunnlaug Ásgeirsdóttir skrifa 22. febrúar 2024 13:01 Í hvert sinn sem skil á skattframtali nálgast heyrast háværar raddir um aukið fjármálalæsi í íslensku menntakerfi, sérstaklega á framhaldsskólastigi. Algengt er á Íslandi að ungt fólk hefji sinn starfsferil um 16 ára aldur og gefur það því auga leið að þessi fræðsla á vel heima í menntaskólum. Einnig má nefna að seinustu ár hafa fleiri og fleiri kosið að starfa sem svokallaðir „giggarar“ og þar með fara í verktakavinnu. Það reynist þó erfiðara um vik ef skattframtalið stendur í vegi, það er, ef fólk kann ekki skil á því og borgar ýmist of mikið eða of lítið til skattsins. Margir mikla hlutina fyrir sér, kaupa jafnvel viðeigandi þjónustu eða fá vini/vandamenn til að vinna skattframtalið fyrir sig. Þörfin á fræðslu um skattamál er brýn. Fjárhagslegt sjálfstæði og fjármálalæsi spilar stórt hlutverk í baráttunni um jafnrétti kynjanna og hafa ýmis félagasamtök og stofnanir veitt málaflokknum athygli upp á síðkastið með því að bjóða upp á fræðsluviðburði í tengslum við fjármál. UAK (Ungar athafnakonur) eru þar engin undantekning en félagið hefur verið í samstarfi við Kauphöllina seinustu ár og staðið fyrir ýmsum vel sóttum viðburðum með það að markmiði að stuðla að fjárhagslegu sjálfstæði kvenna. Þótt víst sé að aðeins sé tvennt óumflýjanlegt í þessu lífi, dauðinn og skatturinn, er bjart framundan ef við sýnum ábyrgð, styðjum við fræðslu og eflum sjálfstæði einstaklinga. Það er einlægt markmið UAK að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu. Af þeim sökum hvetjum við ungar konur til að ganga til liðs við okkur og þiggja fræðslu um skattamál í samstarfi við LOGN bókhald. Í þetta sinn segjum við því „ekki fara í skattaköttinn” en til er gamalt máltæki sem segir, „gefðu manni fisk, og þú fæðir hann í einn dag. Kenndu manni að veiða fisk, og þú hefur fætt hann fyrir lífstíð”. Vinnustofa UAK „Ekki fara í skattaköttinn” verður haldin 26. febrúar nk. í húsi Samtaka atvinnulífsins. Höfundar eru Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir og Gunnlaug Ásgeirsdóttir, stjórnarkonur UAK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Fjármál heimilisins Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í hvert sinn sem skil á skattframtali nálgast heyrast háværar raddir um aukið fjármálalæsi í íslensku menntakerfi, sérstaklega á framhaldsskólastigi. Algengt er á Íslandi að ungt fólk hefji sinn starfsferil um 16 ára aldur og gefur það því auga leið að þessi fræðsla á vel heima í menntaskólum. Einnig má nefna að seinustu ár hafa fleiri og fleiri kosið að starfa sem svokallaðir „giggarar“ og þar með fara í verktakavinnu. Það reynist þó erfiðara um vik ef skattframtalið stendur í vegi, það er, ef fólk kann ekki skil á því og borgar ýmist of mikið eða of lítið til skattsins. Margir mikla hlutina fyrir sér, kaupa jafnvel viðeigandi þjónustu eða fá vini/vandamenn til að vinna skattframtalið fyrir sig. Þörfin á fræðslu um skattamál er brýn. Fjárhagslegt sjálfstæði og fjármálalæsi spilar stórt hlutverk í baráttunni um jafnrétti kynjanna og hafa ýmis félagasamtök og stofnanir veitt málaflokknum athygli upp á síðkastið með því að bjóða upp á fræðsluviðburði í tengslum við fjármál. UAK (Ungar athafnakonur) eru þar engin undantekning en félagið hefur verið í samstarfi við Kauphöllina seinustu ár og staðið fyrir ýmsum vel sóttum viðburðum með það að markmiði að stuðla að fjárhagslegu sjálfstæði kvenna. Þótt víst sé að aðeins sé tvennt óumflýjanlegt í þessu lífi, dauðinn og skatturinn, er bjart framundan ef við sýnum ábyrgð, styðjum við fræðslu og eflum sjálfstæði einstaklinga. Það er einlægt markmið UAK að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu. Af þeim sökum hvetjum við ungar konur til að ganga til liðs við okkur og þiggja fræðslu um skattamál í samstarfi við LOGN bókhald. Í þetta sinn segjum við því „ekki fara í skattaköttinn” en til er gamalt máltæki sem segir, „gefðu manni fisk, og þú fæðir hann í einn dag. Kenndu manni að veiða fisk, og þú hefur fætt hann fyrir lífstíð”. Vinnustofa UAK „Ekki fara í skattaköttinn” verður haldin 26. febrúar nk. í húsi Samtaka atvinnulífsins. Höfundar eru Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir og Gunnlaug Ásgeirsdóttir, stjórnarkonur UAK.
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun