„Reddari“ tekinn með haug af kannabis og sand af seðlum Árni Sæberg skrifar 22. febrúar 2024 14:25 Lögreglan á Selfossi handtók manninn. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur fallist á kröfu lögreglu um að fá að rannsaka innihald síma manns, sem grunaður er um fíkniefnabrot í tveimur málum. Annars vegar póstlagði hann umslag sem innihélt kannabisefni og hins vegar var hann gripinn með mikið magn kannabisefna á sér ásamt hálfri milljón króna í seðlum. Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Suðurlands í málinu. Í greinargerð Lögreglustjórans á Suðurlandi segir að þann 28. febrúar árið 2022 hafi verið lagt hald á póstsendingu með innanlandspósti vegna kannabislyktar. Fíkniefnaleitarhundur frá tollinum hafi merkt sendinguna, sem opnuð hafi verið í kjölfarið og reynst innihalda meint kannabisefni. Hald hafi verið lagt á sendinguna og hún afhent lögreglu. Maðurinn hafi verið skráður fyrir sendingunni og því boðaður til skýrslutöku á lögreglustöðinni á Selfossi. Hann hafi gengist við því að póstlagt sendinguna til vinar síns en ekki viljað tjá sig að öðru leyti. Hann hafi sagst hafa verið að „redda“ vini sínum með sendingunni. „Nýreyktur“ með fullan bíl af grasi Þann 17. apríl síðasta árs hafi maðurinn svo verið stöðvaður við eftirlit lögreglu á Suðurlandsvegi við Olís á Selfossi. Hann hafi ekið á 79 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hraði er 50 kílómetrar á klukkustund. Hann hafi verið beðinn um að framvísa ökuskírteini en sagst ekki eiga slíkt til þess að framvísa þar sem hann hefði verið sviptur ökuréttindum vegna kannabisreykinga. „Hann hafi einnig sagst vera nýreyktur,“ segir í greinargerðinni. Hann hafi verið handtekinn og bíll hans haldlagður til þess að unnt væri að leita í honum, vegna mikillar kannabislyktar sem lagði af honum. Umslag fullt af lóum Leitað hafi verið í bílnum að manninum viðstöddum. Í upphafi leitar hafi maðurinn verið spurður um hvort það væri eitthvað í bifreiðinni sem hann vildi framvísa og hann hafi þá bent á hvíta málningardollu í vinstra aftursæti sem hafi innihaldið meint kannabisefni. Þá hafi hann bent á grænan bakpoka með tveimur plastílátum í, einnig með meintu kannabisefni í. Í hólfi milli ökumannssætis og farþegasætis hafi fundist umslag sem maðurnni hafi sagt innihalda peningaseðla. „Aðspurður hvers vegna hann hafi haft svona mikið magn af kannabisi og umslag af peningum hafi hann sagst vera reddari og að hann væri í því að redda fólki.“ Í greinargerðinni segir að í umslaginu hafi verið 498.500 krónur, mest í tíu þúsund króna seðlum. Í úrskurði Landsréttar segir að fallist sé á það með Lögreglustjóranum á Suðurlandi að ástæða sé til að ætla að upplýsingar sem skipt geta miklu fyrir rannsókn málsins geti fengist með umbeðinni rannsóknaraðgerð. Því væri úrskurður héraðsdóms um að lögreglunni sé heimilt að rannsaka síma mannsins staðfest. Lögreglumál Dómsmál Árborg Fíkniefnabrot Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Suðurlands í málinu. Í greinargerð Lögreglustjórans á Suðurlandi segir að þann 28. febrúar árið 2022 hafi verið lagt hald á póstsendingu með innanlandspósti vegna kannabislyktar. Fíkniefnaleitarhundur frá tollinum hafi merkt sendinguna, sem opnuð hafi verið í kjölfarið og reynst innihalda meint kannabisefni. Hald hafi verið lagt á sendinguna og hún afhent lögreglu. Maðurinn hafi verið skráður fyrir sendingunni og því boðaður til skýrslutöku á lögreglustöðinni á Selfossi. Hann hafi gengist við því að póstlagt sendinguna til vinar síns en ekki viljað tjá sig að öðru leyti. Hann hafi sagst hafa verið að „redda“ vini sínum með sendingunni. „Nýreyktur“ með fullan bíl af grasi Þann 17. apríl síðasta árs hafi maðurinn svo verið stöðvaður við eftirlit lögreglu á Suðurlandsvegi við Olís á Selfossi. Hann hafi ekið á 79 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hraði er 50 kílómetrar á klukkustund. Hann hafi verið beðinn um að framvísa ökuskírteini en sagst ekki eiga slíkt til þess að framvísa þar sem hann hefði verið sviptur ökuréttindum vegna kannabisreykinga. „Hann hafi einnig sagst vera nýreyktur,“ segir í greinargerðinni. Hann hafi verið handtekinn og bíll hans haldlagður til þess að unnt væri að leita í honum, vegna mikillar kannabislyktar sem lagði af honum. Umslag fullt af lóum Leitað hafi verið í bílnum að manninum viðstöddum. Í upphafi leitar hafi maðurinn verið spurður um hvort það væri eitthvað í bifreiðinni sem hann vildi framvísa og hann hafi þá bent á hvíta málningardollu í vinstra aftursæti sem hafi innihaldið meint kannabisefni. Þá hafi hann bent á grænan bakpoka með tveimur plastílátum í, einnig með meintu kannabisefni í. Í hólfi milli ökumannssætis og farþegasætis hafi fundist umslag sem maðurnni hafi sagt innihalda peningaseðla. „Aðspurður hvers vegna hann hafi haft svona mikið magn af kannabisi og umslag af peningum hafi hann sagst vera reddari og að hann væri í því að redda fólki.“ Í greinargerðinni segir að í umslaginu hafi verið 498.500 krónur, mest í tíu þúsund króna seðlum. Í úrskurði Landsréttar segir að fallist sé á það með Lögreglustjóranum á Suðurlandi að ástæða sé til að ætla að upplýsingar sem skipt geta miklu fyrir rannsókn málsins geti fengist með umbeðinni rannsóknaraðgerð. Því væri úrskurður héraðsdóms um að lögreglunni sé heimilt að rannsaka síma mannsins staðfest.
Lögreglumál Dómsmál Árborg Fíkniefnabrot Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira